Skákblaðið - 01.02.1936, Page 8

Skákblaðið - 01.02.1936, Page 8
2 Skákblaðið hana lifandi áhuga á skák, þer.nan óskiljanlega, ósjálfska áhuga, sem einkennir sanna skákmenn. — Sveinn var og að öllu leyti hinn prúðasti og heiðarlegasti keppandi í íþrótt sinni, gersneyddur yfirlæti og mikilmennsku. — Sveinn tók þátt í 3 skákþingum íslendinga á Akureyri og 1 eða 2 í Reykjavík eftir því sem þeim, er þetta ritar, er bezt kunnugt. — Hann var að vísu í stöðugri framför, en þar sem hann skorti mjög skilyrði til æfinga t.d. að tefla við sér snjall- ari eða jafnsnjalla, varð honum þó ekki eins mikils þroska auðið i skáklist og búast hefði mátt við eftir hinni glæsilegu byrjun hans. — Eins og Sveini var nú lýst sem skákmanni mætti raunar einnig lýsa honum sem manni að öðru leyti og almennt, Hinir góðu kostir lians við skákborðið birtust einnig í ltfsferli hans öllum og frammistöðu í baráttu lífsins, er hann háði erfiða — við stranga vinnu og fátækt. Gáfur hans, lagvirkni, þrautseygja og kjarkur, náðu að njóta sín við hvað sem hann fékkst. Sveinn var fæddur hinn 12. sept. 1910 og ólzt upp á Sauðár- króki. Foreldrar hans eru bæði á lífi, þau Þorvaldur Sveinsson og Rósanna Guðmundsdóttir, búsett á Sauðárkróki — Það er þungur harmur kveðinn að hinum aldurhnignu hjónum, og þetta er ekki þeirra fyrsti missir. — Sveinn var stoð og stytta síns heimilis, vinnu- gefinn, duglegur til verka, ráðdeiJdarsamur og hófsamur í hvívetna; hann neytti t.d. hvorki víns né tóbaks. Allir, sem eitthvað kynntust Sveini heitnum, minnast hans með hlýju og þakklæti fyrir samveruna. Svo miklir voru hans hæíileikar; s70 sönn hans göfugmennska. Zukertorts-byrjun. Sveinn Porvaldsson, hvítt. Stefán Ólafsson, svart. 1. Rgl — f3 d7 — d5 2. d2 — d4 Rg8- fó 3. e2 —e3 c7 — c6 4. c2—c4 e7 — e6 5. Rbl — d2 Bí8 —e7 6. Bfl—d3 0-0 7. Ddl — c2 Rb8-d7 8. b2 —b3 Hf8-e8 Svartur vill ná góðri varnarstöðu, en með þessu verður taíl hans erfitt og hvítur fær tíma að undirbúa sókn.

x

Skákblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.