Skákblaðið - 01.02.1936, Page 11

Skákblaðið - 01.02.1936, Page 11
Skákbiaðið 5 ieik og andir strangri stjórn. — Aljechin þekkti Euwe fyrirfram sem einn hinn mesta fræðimann í skák og hugðist fara eftir þ</í og leika leika afbrigðilega og lítt þekkta leiki í byrjunum. Virtist þetta gefast vel í byrjun, en svo fór að E sá við hinum gamla ref. Og þegar A, fann að einvígið tók að halla á hann og E. tók forustuna, þótti sem A, heíði mist kjarkinn. Hann fer að grípa til óyndisúrræða, missir ró sína og jafnvægi og fet meira og minna vísvitandi tví- sýnar leiðir. — Ymislegt sögulegt gerðist í sambandi við þessa keppni, en lítt er að henda reiður á fregnum af sltku. Við 21. skákina er talið að legið hafi nærri að E. hætti keppninni vegna framkomu A., sem þótti miður sæmandi. Hann kom of seint að taflinu, og var, að því sagt er, drukkinn nokkuð og var í æstu skapi. Pó var þessi skák tefld þá þegar, Henni tapaði A. þrátt fyrir ágæta taflmennsku að því er fræðtmenn telja. Þarna á eftir varð nokkurra daga hlé á bardag- anum að því er talið var vegna lasleika A. á taugum. Þetta jafnað- ist og að loknu einvíginu komu þeir keppendurnir fram sem beztu vinir og óskuðu hver öðrum heilla í lokasamsætinu. Við það tæki- færi notaði A forrétt sinn og skoraði á E. til heimsmeistaraeinvígis á árinu 1937 og tók E. því boði. Það er frá ketti þeirra Aljechins hjónanna að segja, að hann tók þátt í þessu einvígi eins og vænta mátti með heillagrip. Eitt sinn stökk hann upp á skákborðið hjá köppunum og ruddi mönnun- um um koll. Euwe hafði engan beig af þessum heillagrip andstæð- ings síns og lét vel að kettinum og strauk honum. Hollendingar nokkrir skutu um þetta leyti saman og keyptu kvenkött og gáfu Aljechin til þess að kisi hans væri ekki einn og einmana. Máske það hafi verið þessi bleyða, sem spillti hamingju Aljechin af gamla kisa sínum. — Hinn nýi heimsmeistari Dr. Max Euwe er fæddur í Amsterdam í Hollandi 20. maí 1901. tlann gekk skólaveginn í æsku og að loknu stærðfræðinámi gerðist hann kennari og hefir nú stöðu við kvenna* skóla í Amsterdam. — Þegar 4 ára gamall Jærði hann skák og tók undraverðum framförum. — Hann hefir ætíð talið sig áhugamann (ekki atvinnumann) í skáklistinni og hefir aldrei fengið neina þóknun fyrir skákstarfsemi sína og veðfé sitt úr heimsmeistara- keppninni gaf hann hollen.ska skáksambandinu E. er frábærlega

x

Skákblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.