Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1991, Blaðsíða 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1991, Blaðsíða 4
Reykinga- bann á ríkis- spítölunum Reykingafólk hefur átt allmjög í vök að verjast með sína nautn í seinni tíð eins og kunnugt er og kemur þar margt til. Óvéfengjanlegar sönnur hafa verið færðar á tengsl tóbaks og ýmissa miður frýnilegra sjúkdóma enda ekki lengur deilt um skaðsemi reykinga á heilsufar fólks. Þá hefur heilsubylgjan að undan- förnu haft sitt að segja - það er af sem áður var að það þyki eitthvað fínt að reykja - og er ekki ofsagt að hún, ásamt nýlegum upplýsingum um skaðsemi ó- beinna reykinga, hafi orðið til þess að reyklausa fólkið umber tóbaksreykinn miklu síður en áður. Einkanlega gildir þetta í vinnunni og annars staðar þar sem reykurinn verður ekki umflúinn með góðu móti, og eru nú nokkur ár síðan settar voru strangar reglur um reykingar á vinnustöðum. Eftir sem áður áttu þræl- ar nikótínsins sín afdrep í vinnunni til að púa en nú kann að vera búið með það innan tíðar, a.m.k. ef marka má þróun- ina á ríkisspítölunum, en um síðustu áramót gengu í gildi reglur sem gerðu reykingar útlægar þar á bæ. Meiri takmarkanir heppilegri en Igert bann Kolbrún Gestsdóttir, sjúkraliöi á af- eitrunardeild: Okkar sjúklingum ekki einu sinni leyfilegt að fara út fyrir að reykja “Við erum mörg sem hefðum frekar viljað sjá meiri takmarkanir en þetta al- gera reykingabann,” sagði Kolbrún Gestsdóttir, sjúkra- liði, um þá nýju siði sem tóku gildi á ríkisspítölunum um áramótin. “Ég er líka óánægð með að það skuli ekki vera meira samræmi milli deilda. Til dæmis býr mín deildi við algert reykingabann - enginn sjúklinganna er á undanþágu - og það veldur óánægju að sjá að hlutimir skuli ekki vera eins útfærðir annars staðar. Framkvæmdin fer eft- ir yfirstjóminni á hveijum stað og það er greinilegt að stjómendur hinna ýmsu deilda em misjaínlega stífir á meiningunni.” Kolbrún vinnur á Afeitr- unardeild ríkisspítalanna - Geðdeild 33 A. Á þessari deild hefur hún unnið í sex og hálft ár en samtals í 21 ár á geðdeildum ríkisspítalanna. Hún segist hafa heyrt deild- ina nefnda mannvonsku- deildina vegna ósveigjan- legrar útfasrslu á reykinga- banninu. “Á öðmm geðdeild- um hafa sjúklingar fengið að fara út fyrir að reykja en það er ekki einu sinni leyfílegt hjá okkur og sagt að J)að sé vegna þess að deildin sé lok- uð og að sönnu er deildin sú lokaðasta innan geðdeild- anna. Þannig er sjúklingun- um ekki leyfílegt að reykja ef þeir fara í göngutúra með okkur starfsfólkinu - við reykjum að sjálfsögðu ekki við slík tækifæri enda værum við þá bág fyrirmynd - en þetta með sjúklingana finnst mér ganga út í öfgar. Þá finnst mér þetta algera reyk- ingabann á afeitrunardeild eins og okkar ekki samrým- ast AA-stefnunni en sam- kvæmt henni er heppilegast að kljást við einn hlut í einu.” Kolbrún reykir sjálf og segir að ekkert hafi verið upp á kynninguna um reykbannið að klaga. “Þetta er löngu yfír- lýst markmið og ekkert sem kom á óvart um áramótin hvað ffamkvæmdina snertir. En satt að segja héldum við að hún myndi ganga verr en raunin varð,” sagði hún, “það hefur ekki verið mikið um á- rekstra og maður dáist að því hvað sjúklingamir hafa tekið þessari breytingu með miklu jafnaðargeði.”

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.