Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1991, Blaðsíða 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1991, Blaðsíða 1
FELAGSTIÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana - 1. tbl. - 33. árg. - janúar 1990 ?/ Leiðari Stjórn SFR vill óska öllum fé- lögum í starfsmannafélaginu gleðilegs nýs árs og þakkar jafn- framt samstarfið á liðnu ári. Nýja árið heilsar að sönnu með vá- legum tíðindum utan úr heimi þar sem fréttir af styrjöldinni við Persaflóa og ofbeldisverkum í Eystrasaltsríkjunum fylla forsíður blaðanna og fréttatíma útvarps og sjónvarps. Ervonandi að síðari hluti ársins verði friðsamlegri en upphaf- ið og takist að kveða hernaðarhyggjuna, hers- höfðingjana og vopnaframleiðendurnar hvar- vetna í kútinn. Okkar þjóð hefur verið svo lánsöm að komast lengstum hjá vopnuðum á- tökum innanlands og við önnur ríki og þyrftu stjórnvöld að halda þeirri arfleifð í heiðri með því að beita sér af alefli á alþjóðavetvangi fyrir því að deilumál verði jafnan leyst með samn- ingum en ekki vopnavaldi. Nú fer að líða að aðalfundi félagsins, sem á að halda í mars, og verður fundartíminn nánar auglýstur í næstu Félagstíðindum. Á aðalfund- inum verða bornar fram tillögur um ýmis konar lagabreytingar, m.a. til að auðvelda kosningafyrirkomu- lagið og breyta uppbyggingu félagsins í þá veru að stofna landshlutadeildir og/eða deildir sérhópa. Verða þessar lagabreytingartillögur kynntar félagsmönnum sem best. í ágústlok verða þeir kjara- samningar lausir sem kenndir hafa verið við “þjóðarsátt.” Við hljótum öll að fara að huga að kröfugerð í næstu samningum og ræða bar- áttuleiðir. Það er Ijóst að aðeins með því að standa saman að kröfum okkar getum við gert okkur vonir um árangur. Síðustu tvö ár hafa verið mikil kjaraskerðingarár hjá almennu launafólki, kaupmáttur hefur minnkað um 10- 15% og hjá sumum hópum jafnvel um 20% en á sama tíma er ekki annað að sjá en nógir peningar séu til í þjóðfélaginu. Launafólk hefur lagt sitt til svokallaðrar þjóðarsáttar. Er ekki kominn tími til að aðrir leggi sitt að mörkum meðan kaupmáttur verkafólks er bættur? Að því þurfum við öll að vinna í næstu samning- um. S.K. Vinnu- Um talningu staðurinn minn veikindadaga Reykingabann á ríkisspítölunum Sjúkraliðar og félög Vinna við tölvur

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.