Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.04.1991, Blaðsíða 4

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.04.1991, Blaðsíða 4
4 Félagstíðindi SFR Guðmundur Ingi Waage gerði að tillögu sinni að orðið “ófaglært” félli út úr 3. tölu- lið. Einnig lýsti hann yfir stuðningi við tillögu Ernu og sagðist geta gert hana að sinni. (Alyktanirnar, eins og þær komu frá trúnaðar- mannafundinum 20. febrúar voru birtar í marshefti Fé- lagstíðinda.) Tillaga Guðmundar Inga borin undir atkvæði og var hún felld þar sem 14 voru henni fylgjandi en mun fleiri á móti. Tillaga Ernu borin undir atkvæði. Beiðni kom fram um að endurtaka talningu at- kvæða þar sem ekki þótti tryggt að rétt hefði verið talið. Eftir að fólk hafði greitt atkvæði þrisvar sinnum komst loks niðurstaða og var tillagan felld þar sem 25 voru henni fylgjandi en 32 á móti. Tillaga trúnaðarmanna- ráðs Kjaramál - Kaupmáttur borin upp í heild sinni og var hún samþykkt með 50 at- kvæðum gegn 1. öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Fundarstjóri baðst afsök- unar og kvað sér hafa orðið á í messunni undir liðnum lagabreytingar en þá hefði sér láðst að bera upp til atkvæða 13. og 15. grein í tillögum að lagabreytingum eins og sér hefði borið þar sem þær tengdust 10. grein. Bar hann síðan greinamar upp og voru þær báðar samþykktar sam- hljóða. Margrét Tómasdóttir, gjaldkeri, lagði fram fjár- hagsáætlun stjómar félagsins fyrir næsta ár. Fjárhagsáætl- un samþykkt samhljóða. Þá var komið að liðnum önnur mál og þar kvöddu sér hljóðs þeir Agúst Guð- mundsson, Sigurbjöm Guð- mundsson, Trausti Fler- mannsson og Frímann Sigur- nýjasson. Agúst Guðmundsson vakti athygli á því að með því að samþykkja 15. greinina, sem gert hafði verið fyrr á fundinum, væri kærufrestur runninn út 15 dögum fyrir lok atkvæðagreiðslu en samt gæti t.d. fólk gengið í félagið viku fyrir aðalfund og átt þar kosningarétt. Trausti Hermannsson lagði fram eftirfarandi tillögu um bráðabirgðaákvæði í lög- um: “Þrátt fyrir samþykkt 15. greinarinnar skal ákvæði um að kærufrestur rennur út sól- arhring fyrir aðalfund standa.” Tillagan samþykkt samhljóða. Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00.37. Hlín Daníelsdóttir ritari. Hugleiðingar eftir aðalfund SFR Marías Þ. Guðmundsson mælti fyrir tillögum trúnað- armannaráðs til ályktunar um: Atvinnumál, heilbrigðis- mál og jafnréttismál. Erna Kristinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu: “Geri það að tillögu minni að setningin “félagsréttindur út- lendinga sem vinna hér á landi verði tryggður” verði alfarið strikuð út.” Tillaga Ernu var felld þar sem einungis voru tveir henni fylgjandi en þorri manna á móti. Tillögumar í heild bornar undir atkvæði og voru þær samþykktar með þorra at- kvæða. Marías Þ. Guðmundsson mælti með tillögum trúnaðar- mannaráðs um Lífeyrissjóðs- mál og félagsmál. Enginn kvaddi sér hljóð um þessa liði og voru þeir bornir upp í heild og sam- þykktir með öllum greiddum atkvæðum. Allar tillögur trúnaðar- mannaráðs til ályktunar bornar upp í heild sinni og voru þær samþykktar með Ekki get ég fengið skilið hvers vegna lagabreytingunni um stofnun landshlutadeilda innan SFR var frestað og fá rök eru fyrir því nema hvað að SFR er ekki ætlað félögum utan Höfuðborgarsvæðisins. Heldur er félagið, eins og statt er með það í dag, félag ein- hverra flokkadrættinga af Höf- uðborgarsvæðinu, sem sjá svart í hverju skoti ef minnst er á félagsmenn utan af lands- byggðinni og sérstaklega ef þeir fá einhvern sem talar fyrir þeirra máli. Með þessari laga- breytingu var það tryggt að hver landshluti fengi einn mann í launamálaráð. Eg hef ekki lengi fengist við málefni SFR en hélt í ein- feldni minni að það fólk, sem gæfi sig að þessum málum, væri að vinna að málum fé- lagsmanna en ekki að hafa fé- lagsmenn að leiksoppi. Og annað, að flokkadrættir innan félagsins eru alveg með ólík- indum og ættu ekki að þekkj- ast, þegar menn og konur eru kosin til starfa í ráð og stjóm SFR af félagsmönnum sínum burtséð frá því í hvaða dilk þau eru dregin. Þar sem félagið er stórt og í því eru menn og kon- ur úr öllum stjómmálaflokk- um, þar af leiðandi á fólk sem er í stjóm og ráðum innan SFR að vera hlutlaust á stjórnmála- skoðanir sínar en sinna sínu starfi fyrir félagsmenn SFR með þeirra hagsmuni fyrir brjósti því hagsmunir félags- manna eru hagsmunir félags- ins. Komurn við hér að kjam- anum enn og aftur. Félagið er fyrir félagsmenn og líka þá sem búa út á landsbyggðinni en ekki fyrir einhverja flokka- drættinga af Höfuðborgar- svæðinu. Svo við komum nú að að- alfundinum, þar sem þetta var lagt fram og átti að ræða, var þar heldur snubbóttur endir á þessu máli. Þar sem einn öðlingurinn steig í pontu og lagði fram breytingartillögu við lagabreytingu um stofnun landshlutadeilda. Að því búnu var umræðum frestað sökum kosninga á bandalagsþing, og að henni lokinni átti að halda áfram umræðum um þessar lagabreygingar og vom um fimm manns á mælendaskrá um þetta málefni. En í stað þess að ljúka mælendaskránni var breytingartillagan borin strax upp og samþykkt, þannig að þau sem voru eftir á mæl- endaskrá fengu aldrei að segja sínar skoðanir á þessum laga- breytingum um landshluta- deildir. Og vil ég draga það í efa að þessi meðferð á þessum lagabreytingartillögum stand- ist reglur um fundarsköp þar sem fyrst á að ijúka mælenda- skrá, síðan lesa upp breyting- artillögur og greiða atkvæði um þær í lok umræðunnar. Mætti segja mér að slík at- kvæðagreiðsla hafi ekki sést síðan á dögum Stalíns í Rúss- landi og þetta kalla menn svo lýðræði í allri sinni mynd. Jens Kristinsson Trúnaðarmaður starfsfólks á Veðurstofu íslands, Kefla- víkurflugvelli. A sæti í launa- málaráði SFR fyrir Suðurnes.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.