Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1999, Page 1
Starfsmannafélags ríkisstofnana 1. tölublað 41. árgangur - janúar 1999
Hér er einn af þeim 7 hópum sem nú þegar hafa útskrifast af “Samstíga til framtíðar",
ásamt umsjónarmönnum námskeiðsins.
Trúnaðarmenn -
Samstíga til framtíðar
Almenn ánægja er meðal trúnaðarmanna
sem sótt hafa námskeiðið „Samstíga til
framtíðar" sem Starfsmannafélag ríkis-
stofnana og Starfsmannafélag Reykja-
víkurborgar fóru sameiginlega af stað
með síðastliðið haust. Nú hafa um 166
trúnaðarmenn klárað námskeiðið, þar af
100 frá SFR. Enn eru 4 námskeið eftir í
boði í þessari lotu, þannig að talan á eftir
að hækka.
SFR hefur tekið saman nýja handbók
fyrir trúnaðarmenn til að auðvelda þeim
trúnaðarmannastarfið á vinnustað sínum.
Flandbókin verður afhent á næsta trúnaðar-
mannaráðsfundi þann 26. janúar nk.
SFR - 60 ára í haust
Þann 17. nóvember nk. eru liðinn 60 ár
frá því að Starfsmannafélag ríkisstofn-
anna var stofnað. Stjórn félagsins hefur
ákveðið að minnast þessara tímamóta
og sett hefur verið á laggirnar sérstök
afmælisnefnd sem undirbýr nú hvernig
halda skuli upp á þessi merku tímamót.
Þorleifur Óskarsson sagnfræðingur
hefur verið ráðinn til þess að skrá sögu
félagsins og hefur hann þegar hafist
handa eins og sjá má í blaðinu þar sem
hann fjallar um nánasta aðdraganda að
stofnun félagsins.
Sjá bls. 2. og 4,
Leiðari
I leiðara blaðsins fjallar Jens
Andrésson, formaður SFR,
um stöðu og hlutverk
verkalýðshreyfingarinnar.
Hann segir m.a.:
Aldrei hef ég verið eins
eins sannfærður um gildi
verkalýðshreyfingarinnar og
nauðsyn þess að efla félags-
vitund og samtakamátt til
varnar mannréttindum og ein-
staklingsfrelsi eins og þjóðfé-
lagsaðstæður eru í dag. Því
þegar öllu er á botninn hvolft,
þá er það fleira sem sameinar
launafólk en sundrar því.
Sjá bls. 2.
Félagsmaðurinn
Félagsmaðurinn að þessu
sinni er Sigurjón Aðal-
steinsson, deildarstjóri hjá
Fiskistofu. Hann, ásamt 13
öðrum starfsmönnum þar á
bæ, hafa eftirlit með því að
allur afli sem landað er hér á
landi sé vigtaður og skráður.
Sigurjón segir að Fiskistofa
hafi yfir að ráða öflugum „her“
sem sjái til þess að enginn
komist upp með að landa
fram hjá vigt.
Sjá bls. 3.
Sæludagar á Spáni
Birna Karlsdóttir fór í fyrra til
Spánar og dvaldi í orlofshúsi
sem hún leigði fyrir milligöngu
SFR. í grein sem hún skrifar í
blaðið lýsir hún húsinu, um-
hverfinu og spænskum
þjófum.
Orlofsnefnd SFR hefur
endurnýjað samning sinn við
húseiganda á Spáni þannig
að eitt hús mun standa SFR-
félögum til boða nú í sumar.
Menn verða að hafa hraðar
hendur ef þeir ætla að nýta
sér þetta tilboð því umsóknar-
frestur rennur út 5. febrúar.
Sjá bls. 7 og 8.