Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1999, Síða 7

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.1999, Síða 7
Hvað finnst félagsmönnum um SFR? í október sl. var ákveðið að ráðast í það verkefni að gera viðhorfskönnun meðal félags- manna SFR. Hugmyndin var að kanna hug félagsmanna til að hafa til viðmiðunar við framtíðarstefnumótun félags- ins. Könnunin var framkvæmd af fyrirtækinu Lausnir og fór fram í nóvember 1998. Hún var gerð símleiðis með viðtöl- um sem byggðust einkum á opnum spurningum. I byrjun samtals var viðmælendum skýrt frá því að könnunin væri gerð til að félagið gæti bætt starfsemi sína og þjónað betur þörfum félagsmanna. Rætt var við 100 manns sem valdir voru af handahófi úr félaga- skrá SFR. Könnunin beindist að ímynd félagsins í hugum félagsmanna og hinum ýmsu þáttum starfseminnar sem snúa að þeim. Hér á eftir verða tekin nokkur dæmi um spurn- ingar og ummæli þátttakenda. Hvað kemur þérfyrst í hug þegar Starfsmannafélag ríkis- stofnana-SFR er nefnt á nafh? 29% sögðu stéttarfélag, 19% kjara- og launamál. 13% lág laun/slök kjarabarátta, 6% forystan, 4% endurmennt- un/námskeið, 4% fréttabréfið, 3% orlofshús, 8% annað og 14% sögðu ekkert sérstakt. Finnst þér vera styrkur að vera í stéttarfélagi? Svörun var 100% hér og 93% þeirra töldu það vera styrk að vera í stéttarfélagi og hjá þeim skipti mestu máli hagsmuna- og réttindabaráttan (45%). Nefnt var sem dæmi meðal annars að ef þú ert ekki félagsbundinn þá hefur þú ekki réttindi og að sameinuð getum við komið ýmsu í verk sem við getum ekki hvert og eitt. Hverfinnst þér vera styrk- urfélagsins? Hér skoraði hæst fjöld- inn/samstaðan (30%) og þjón- ustan (14%). Styrkurinn felst m.a. í því að nærri allir þeir sem spurðir voru telja að þeim sé akkur í að vera í stéttarfé- lagi, vegna hagsmuna sinna og öryggis eða eins og einn við- mælenda sagði „einn getur maður ekkert“, fjöldinn og samstaðan veitir styrk. Hverjar finnst þér veikar hliðar félagsins ? 19% nefndu tengslaleysi, 17% kjarabaráttuna og 12% stærðina/fjöldann. Skortur á tengslum, m.a. vegna stærðar félagsins, hversu ólíkir aðild- arhóparnir eru og dreifðir um STARFSMANNAFÉLAG RÍKISSTOFNANA landið veldur því að fólk finn- ur ekki til snertingar við félag- ið. Lestu Félagstíðindi? Hér kom í ljós að 87% að- spurðra lesa alltaf eða oftast í gegnum blaðið. Jafnframt komu ábendingar um hvað vantaði helst í blaðið og voru skoðanir mjög skiptar þar. Sumir vildu meiri umfjöllun um þá þróun sem er í gangi, aðrir vildu meiri fréttir af fé- lagsstarfinu og fleiri ríkis- stofnunum og fjölbreyttara efni utan af landi. Núverandi veikindaréttur ríkisstarfsmanna byggir á reglugerð. Finnst þér að fé- lagið œtti að auka rétt félags- manna með því að koma upp styrktar- og sjúkrasjóði? Svörun var 100%; já sögðu 77%, nei 15% og 8% svöruðu veit ekki. Af þeim sem sögðu já þá voru 97% meðmæltir því að hluti af núverandi félags- gjaldi rynni í þennan sjóð. Einnig var spurt hvort félagar teldu það koma til greina að greiða sérstakt gjald í svona sjóð og voru 61% meðmæltir því. Meginhugmyndin um hvaða hlutverki þessi sjóður ætti að gegna var að aðstoða fólk í langvarandi veikindum þegar öðru sleppir, koma til hjálpar vegna veikinda barna og taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun og líkamsrækt. Hefur þú notið endur- menntunar/símenntunar í starfi þínu ? Játandi svöruðu 65% að- spurðra. 44% þeirra töldu hana hafa nýst sér mjög vel og 56% vel. Einnig var spurt hvort það væri hlutverk SFR eða vinnuveitandans að sjá um endurmenntun og símenntun. 46% töldu það hlutverk beggja, 31% að það væri vinnustaðarins og 20% að SFR ætti að sjá um það. Skýrar óskir komu fram í könnuninni um að fylgja síð- ustu kjarasamningum og nýju launakerfi fast eftir og standa vel við bakið á starfsfólki á einstökum vinnustöðum. For- ysta SFR hefur tekið niður- stöður viðhorfskönnunarinnar til athugunar og mun skoða þær tillögur og athugasemdir sem þar koma fram. Frá orlofsnefnd Orlofsnefnd SFR mun í sum- ar. eins og undanfarin tvö sumur, leigja eitt raðhús á Spáni til afnota fyrir félags- menn sína. Húsið er í Las Mimosas, sem liggur við Torrevieja, á svæði sem nefnist Mansana 14. Las Mimosas er u.þ.b. 50 km til suðurs frá flugvellinum í Alicante, en þangað er flogið vikulega yfir sumartímann. Allur búnaður fylgir húsinu og þar geta dvalist allt að sex manns. Á svæðinu er einka- sundlaug og almennings- sundlaug með veitingasölu o.fl. gegn vægu gjaldi. Starfsmaður á vegum Fé- lags húseigenda á Spáni er Ágústa Pálsdóttir. Hún tekur á móti orlofsgestum SFR á flugvellinum, afhendir lykla og aðstoðar fólk við að kom- ast á staðinn. Einnig hefur hún reglulegan viðtalstíma á orlofssvæðinu og skipulegg- ur skoðunarferðir eftir því sem áhugi er fyrir. Ferðaskrifstofan Sam- vinnuferðir-Landsýn hefur undanfarin ár gert samning við Félag húseigenda á Spáni um tilboðsverð í ferðir til Alicante gegn framvísun sér- staks afsláttarmiða. Tveir slíkir miðar munu fylgja hverri leigu hússins. Sam- kvæmt upplýsingum frá Samvinnuferðum mun leiguflugsáætlun þeirra liggja fyrir í byrjun febrúar. Þá kemur í ljós á hvaða viku- degi verður flogið, en undan- farin ár hefur það verið á mánudögum. Uthlutað mun verða fyrir sjö tveggja vikna tímabil í sumar, eða frá 31. maí til 6. september. Leiga fyrir tvær vikur er 21.000 kr. Að þessu sinni, eða á meðan marktæk reynsla er að fást af orlofstilboðum á Spáni, mun eingöngu félags- aldur umsækjanda ráða við úthlutun hússins. Þar af leið- andi mun úthlutun ekki drag- ast frá áunnum rétti félags- manna til orlofshúsa innan- lands. Nánari upplýsingar veitir Lilja á skrifstofu SFR, s. 562-9644. Umsóknir skulu sendast SFR, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, fyrir 5. febrúar nk. Uthlutun mun liggja fyrir þann 10. febrúar. Sjá umsóknar- blað á baksíðu Fálagstíðindí-janúar 1999 7

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.