Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Page 5

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Page 5
Jóhanna Þórdórsdóttir, Árni Stefán, Guðlaug Sigurðardóttir og Lilja Laxdal á vikulegum starsfmannafundi. Guðlaug Hreinsdóttir og Jens Andrésson eru einnig á þessum föstu fundum sem og tilfallandi lausamenn í störfum fyrir SFR. við höfum samfara þessari þróun þurft að fjölga starfsfólki og fyrirsjá- anlegt að svo verði áfram. -Jú, það er mikið álag á starfs- fólkinu. Við höfum tekið upp reglu- lega starfsmannafundi, skipulags- fundi á mánudagsmorgnum og hálfsmánaðarlega eru lengri fundir um verkefni skrifstofunnar. Hér er um ákveðna þróun að ræða sem er í nokkru samræmi við það sem gerst hefur annars staðar á vinnumark- aðinum. Reynslan góð af nýja launakerfinu -Meðal stórra verkefna er gerð kjarasamninga og síðan gerð stofn- anasamninga eftir að nýja launa- kerfið var tekið upp. Reynslan er mjög góð. Hið stífa, miðlæga kjarasamningakerfi svaraði ekki lengur kröfum tímans. f stofn- anasamningum er fyrst og fremst tekið á launamyndun. Launakerfið hefur verið í þróun frá því það var tekið upp 1998 og fram til þessa höfum við metið það þannig að þetta hafi skilað sér vel til félags- manna. Geta má þess sérstaklega að inn í þessa stofnanasamninga höfum við náð fleiri þáttum til að meta til launahækkana. Persónuleg reynsla, starfsmenntun og menntun viðkomandi er betur metin en áður. Launaþróun og launamyndun tekur nú einnig meira mið af aðstæðum á vinnustöðunum sjálfum. Orlofsmál í endurnýjun Við höfum verið að auka möguleika félagsmanna í orlofshúsamálum og bættum nýlega við tveimur glæsi- legum sumarhúsum í Húsafelli. Þar á ekki að skorta nein þægindi fyrir félagsmenn. Þá höfum við boðið upp á nýjungar eins og útleigu á tjaldvögnum, höfum aukið við möguleikann á orlofshúsum á Spáni og verið með mjög vinsælt afsláttarkerfi á Edduhótelunum. -Orlofshúsin á hefðbundnu stöð- unum eru sífellt til skoðunar. Hinar stóru eignir okkar í Munaðarnesi í gegnum BSRB hafa verið nokkuð til umræðu og ýmsum hefur þótt skorta á þægindi þar. Nú er hins vegar ákveðin þróun í gangi varð- andi það svæði og hugsanlega verða möguleikar á heitu vatni þar innan fárra missera. Engu að síður fara margir í Munaðarnes á hverju ári og telja má fullvíst að eftir breyt- ingar þar verði eftirspurnin enn meiri. Öflug og áhugasöm stjórn Stjórnarfundir eru haldnir reglulega á hálfsmánaðarfresti utan sumaror- lofs. Auk þess heldur stjórnin 2-3 starfsdaga árlega þar sem tekin eru fyrir stærri mál í víðara samhengi, stefnumótun til framtíðar. Stjórnin samanstendur af fólki sem hefur mikinn áhuga og gott að vinna í samstarfi við hana. Utan hefðbundinna starfa við kjarasamninga og eftirfylgni vegna þeirra hefur stjórnin horft til lengri tíma og velt fyrir sér starfsemi stétt- arfélagsins okkar í breyttu þjóðfélagi - meira í átt til framtíðar, þ.e. hvern- ig félagið ætti helst að takast á við framtíðina. Miklar vangaveltur hafa átt sér stað um ímynd félagsins og félagsmanna samfara þjóðfélagsþró- uninni og breytingum á vinnumark- aðinum. Unnið hefur verið að ákveðinni sóknaráætlun, þar sem kynningarstarfsemi fléttast inn í áformin um að treysta ímyndina og auka velvilja samfélagsins gagnvart okkur. Allir gera sér grein fyrir að hverju stéttarfélagi er nauðsynlegt að breyta um aðferðir og taka þátt í þjóðfélagsbreytingum, sagði Árni Stefán Jónsson að lokum. Félagstíðindi - mars 2002 5

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.