Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Qupperneq 6
Frá undirritun
kjarasamnings SFR
og viðsemjenda
25. mars
síðastliðinn. Með
samanburði við
kröfugerðina sem
lagt var af stað
með má draga þá
ályktun að félags-
menn megi vel vlð
árangurinn una.
Kj arasamningur
Helstu atriði hans eru:
Gildistími kjarasamningsins er frá
1. mars 2001 til 30. nóvember 2004
og hækkar launataflan í upphafi
samningstímans um 6,9%, 3%
1 .jan. 2002, 3% 1. jan. 2003 og
3% 1. jan. 2004.
Aðilar eru sammála um með vís-
an til gr. 1.1.4 að grípa til sérstakra
ráðstafana svo bæta megi kjör þeirra
sem lakast eru settir og draga úr
Kröfugerð SFR var:
Auk fyrstu kröfunnar um að stefnt skuli að hækkun byrjunarlauna upp í
112 þúsund krónur var stefnt að því í kröfugerð SFR að:
• Kaupmáttur verði aukinn og tryggður á samningstímanum.
• Núverandi launatafla verði endurskoðuð með tilliti til uppbyggingar á
töflunni og lengdar.
• Sérstaklega verði tekið fyrir launamunur milli karla og kvenna og
munur milli stofnana og einstakra starfsstétta.
• Framlag til starfsnáms og símenntunar verði aukið. Starfsmönnum
verði tryggður aðgangur að símenntun og símenntunin verði sjálf-
sagður hluti af vinnunni.
• Greitt verði 2% í séreignarlífeyrissjóð fyrir starfsmenn.
• Gengið frá sératriðum sem taka til sértækra mála.
• Sérstaklega verði endurskoðaðir kaflarnir um hvíldartíma og vakta-
vinnu í kjarasamningnum.
• Vinnutími verði styttur án skerðingar launa.
Samningsaðilar
undirrituðu
kjarasamning
fyrir félagsmenn
SFR 25. mars
SFR
óhóflegri starfsmannaveltu. í því
skyni verði stofnuð sérstök nefnd,
skipuð þremur fulltrúum hvors aðila,
og hefur hún til ráðstöfunar allt að
300 milljónir króna (á ársgrundvelli).
Sérstaklega verði skoðað hvort
launakerfið skili eðlilegri framþróun
launa. Skulu aðilar leggja sameigin-
legt mat á þróunina og gera tillögur
um viðbrögð. Einnig er markmiðið
með þessu að ná lægstu laununum
70% samþykktu
samninginn
Skrifað var undir kjarasamning
milli Starfsmannafélags ríkis-
stofnana og fjármálaráðherra
25. mars sl. Kjarasamningurinn
var samþykktur í allsherjarat-
kvæðagreiðslu og tilkynnt um
úrslit 18. apríl. Á kjörskrá voru
4878 félagsmenn en 2484
greiddu atkvæði, eða 51% fé-
lagsmanna. Þar af sögðu 70%
já og 28% nei, auð og ógild at-
kvæði voru 2%.
6
Félagstíðindi - mars 2002