Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Síða 8
Skfrsla sljórnar SFR 2001
Spjallað við sagnfræðing SFR
Það verða
allir að þekkja
sögu sína
Þorleifur Óskarsson
sagnfræðingur að leggja
lokahönd á sögu SFR
Saga félagsins kemur væntanlega
út á þessu ári, segir Þorleifur Ósk-
arsson sagnfræðingur í stuttu
spjalli við tíðindamann ársskýrslu.
-Sögunni er skipt eftir tímabil-
um, en þetta er samfelld saga og
brotin upp með Ijósmyndum. Fé-
lagið var stofnað í nóvember 1939
en því miður voru menn ekki mjög
myndaglaðir í öndverðu. Það eru
engar myndir til frá fyrstu starfsár-
um félagsins. Fyrstu myndirnar af
vettvangi félagsins eru frá sjöunda
áratugnum. Þetta er tiltölulega
slétt og felld saga og ekki mikið
um innri átök og spennu. Segja má
að það komi mikill kraftur í félagið
á sjöunda áratugnum með vaxandi
samningsrétti sem BSRB aflaði fyrir
aðildarfélög sín.
-Jú, það hafa orðið átök um
forystu félagsins, til dæmis í lok
sjötta áratugarins en það er ekki
fyrr en með auknum baráttuþrótti
Fyrsta verkfall opinberra
starfsmanna i október árið
1977.Mótmælafundur var
haldinn fyrir utan Háskóla
íslands, þar sem
samningaviðræður fóru
fram.
BSRB og samningsréttinum að líf
og fjör færist í félagið okkar.
-Já, það eru hæðir og lægðir í
starfseminni. Á sumum tímabilum,
eins og á sjötta áratugnum, var
nánast um hnignun að ræða,
stöðnun ríkti í félagafjölda og engu
líkara en reynt væri að halda aftur
af þróun félagsins og vaxtamögu-
leikar þess hvergi nýttir. Þetta
breyttist nokkrum árum síðar.
-Fjöldaþróun félaga segir
kannski dálítið til um aukinn þrótt
þess og kraft á síðustu árum.
Stofnendurnir voru ríflega eitt
hundrað, tíu árum síðar voru þeir
orðnir um 500, svo kom til eins
konar stöðnunar en fjölgaði svo
aftur um hríð vegna átaka um for-
ystuna um 1960. Það er svo á sjö-
unda áratugnum sem verulega
fjölgar í félaginu. 1970 eru félag-
arnir 1483. Á þessurm tíma var
ekki ennþá skylda að vera í verka-
8
Félagstfðindi - mars 2002