Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Page 10

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Page 10
Aðalfundur SFR árið 2001 62. aðalfundur SFR var haldinn í Fé- lagamiðstöðinni að Grettisgötu 89 laugardaginn 31. mars 2001. Jens Andrésson, formaður SFR, setti fundinn. Fundarstjórar voru kjörnir Valdimar Leó Friðriksson og Svala Norðdahl, fundarritarar Val- borg Einarsdóttir og Þorleifur Ósk- arsson. Valdimar Leó tók við stjórn fundarins, rakti dagskrána og bar upp fundargerð síðasta aðalfundar til samþykktar. Var hún samþykkt samhljóða. Því næst var gengið til auglýstrar dagskrár. Skýrsla stjórnar -landnám á nýjum slóöum Formaður SFR, Jens Andrésson, flutti skýrslu stjórnar. Flann hóf mál sitt á því að fara yfir nýgerðan kjarasamning, sagði hann mikilvægan áfanga með mörgum félagslegum ávinningum. í tengslum við samningagerðina fjall- aði hann um launamálaráð, vinnu ráðsins við mótun kröfugerðar og ábyrgð þess við gerð kjarasamninga. Þá hófst almenn leiðsaga for- manns yfir starfsemina á síðasta ári. Hann gerði grein fyrir störfum trún- aðarmannaráðs, skrifstofu, fræðslu- nefndar, menningar- og skemmti- nefndar og orlofsnefndar. f orlofs- málum var formanninum ofarlega í huga landnám félagsins í Húsafells- skógi, en síðla árs var undirritaður samningur um smíði á tveimur or- lofshúsum þar. Þá minnti hann á að með nýjum kjarasamningi væru í augsýn aukin framlög til orlofssjóðs. Jens rakti öfluga útgáfustarfsemi félagsins og vaxandi upplýsingaflæði til félagsmanna með heimasíðunni, fór yfir helstu þætti í erlendu sam- starfi og staldraði einnig við þing BSRB síðastliðið haust þar sem gerð- ar voru róttækar breytingar á stjórn- kerfi bandalagsins. Sömuleiðis sagði hann frá starfi þróunar- og símennt- unarsjóðs sem var einn ávinningur kjarasamningsins árið 1997. Loks ræddi formaðurinn um mikilvægi verkalýðshreyfingarinnar, stöðu hennar og framtíð. Samstarfið innan BSRB hefði að venju verið gott og þá væri góð og vaxandi samvinna milli SFR og Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar. Innan vé- banda SFR og meðal forystu og fé- lagsmanna Reykjavíkurfélagsins væri mikill áhugi á að útvíkka þetta sam- starf enn frekar; auka samráð og samvinnu á næstu misserum. Lagöir fram reikningar félagsins- önnur fundarstörf Birna Karlsdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins. Hún fór yfir rekstrarreikning, heild- artölur og einstaka liði, efnahags- reikning og skýringar með ársreikn- ingi. Þá gerði hún grein fyrir reikn- ingum orlofssjóðs. Hófust þá umræður um skýrslu stjórnar, reikninga félagssjóðs og or- lofssjóðs. Magnús Pálsson, Birna Karlsdóttir og Árni Stefán Jónsson tóku þátt í umræðunum. Fundarstjóri bar upp til sam- þykktar reikninga félagssjóðs og or- lofssjóðs og voru þeir samþykktir samhljóða. Engar tillögur um þriðja fundar- lið, lagabreytingar, lágu fyrir fundin- um og var þegar gengið til næsta máls á dagskrá, 4. liðs, sem var kosning endurskoðenda félagsins. Fundarstjóri bar upp tillögu trún- aðarmannaráðs um Eyjólf Magnús- son, Hollustuvernd ríkisins og Sigríði Jakobsdóttur, Siglingastofnun. Þessu næst óskaði hann eftir tillögum úr sal en engin barst og var upp borin tillaga samþykkt samhljóða. Þá bar fundarstjóri upp tillögu um vara- menn, Láru Hansdóttur, Trygginga- stofnun ríkisins og Valborgu Einars- dóttur, Landspítala. Tillagan var samþykkt. Ákvöröun um iðgjald og skipt- ingu milli sjóða. Fundarstjóri greindi frá því að engin tillaga hefði borist um breytt iðgjald. Það yrði því óbreytt. Þá bar hann fram tillögu stjórnar um að skipting milli sjóða yrði sú sama og verið hefur, þ.e.a.s. að 0,87% renni í fé- lagssjóð og 0,23% í verkfallssjóð. Var tillagan samþykkt samhljóða. 10 Félagstfðindi - mars 2002

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.