Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Síða 12

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Síða 12
||Skýrs 1 a stjórnar SFR 2 0 0 1 mannaráðs með breytingartillögunni og var hún þannig samþykkt mótat- kvæðalaust. Önnur mál- Vaðnes Jens Andrésson lagði fyrir fundinn tillögu stjórnar þess efnis að skammtímaskuld orlofssjóðs við fé- lagssjóð verði bókfærð sem eignar- hlutur félagssjóðs í orlofshúsum fé- lagsins í Vaðnesi. Hann rakti forsögu máls og ástæður tillögunnar. Til um- ræddrar skuldar hefði verið stofnað þegar framkvæmdir stóðu yfir í Vað- nesi á níunda áratugnum og hefði hún fylgt orlofssjóði síðan. Á þeim tíma voru langt í frá glögg skil á milli sjóðanna tveggja en með þess- ari tillögu væri verið að þurrka end- anlega út áður óljós mörk þeirra á millum. Var orðið gefið laust og tók Pétur R. Elísson til máls og lýsti sig andsnúinn tillögunni. Pétur velti því einnig fyrir sér hver hagur félags- manna væri af rekstri orlofshúsa. Hann setti upp dæmi um félags- mann sem fengi úthlutað orlofshúsi á fimm ára fresti en á þeim tíma greiddi viðkomandi til félagsins á bilinu 20-30 þúsund kr. vegna þess- arar vikudvalar í húsinu. Árni Stefán Jónsson taldi ósann- gjarnt að varpa ábyrgð á umræddri skuld yfir á orlofssjóð og fór nokkrum orðum um útreikninga Péturs í tengslum við hag launafólks af félagslegum lausnum í orlofsmál- um. Um framlag í orlofssjóð væri samið við atvinnurekendur en það væri ekki tekið úr vasa einstaklings- ins. Hin félagslega leið í orlofsmál- um væri að sjálfsögðu vænlegust og hagfelldust öllu launafólki - áratuga reynsla segði sína sögu þar um. Fundarstjóri bar upp tillögu stjórnar. Var hún samþykkt með þorra at- kvæða, einn greiddi atkvæði á móti. Viðurkenning og þakkir Jens Andrésson formaður sté í pontu og átti lokaorðin á fundinum. Hann gat þess að á 60 ára afmæli félagsins hefði verið tekin upp sú nýbreytni að veita einum úr hópi trúnaðarmanna sérstaka viðurkenn- ingu fyrir framúrskarandi störf í þágu félagsins. Ætlunin væri að halda þessu merki á lofti og nú hefði orðið fyrir valinu Anna Atla- dóttir. Jens afhenti Önnu innramm- að skjal af þessu tilefni, sem og gjöf frá félaginu og færði henni þakkir fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu samtakanna. Anna þakkaði fyrir sig en lofaði um leið að draga sig ekki í hlé - eins og oft væri talið viðeigandi þegar fólk fengi viður- kenningar af þessu tagi. Að þessari athöfn lokinni minnti fundarstjóri stjórn SFR á þær ábendingar sem fram hefðu komið á fundinum - að reikninga félagsins mætti kunngera með betri fyrirvara fyrir aðalfundi í framtíðinni og eins ályktanir. Að lokum bar Jens Andrésson fram þakkir félagsins til Jónasar Hólmsteinssonar sem verið hefur endurskoðandi félagsins svo lengi sem elstu menn muna en hefur nú dregið sig í hlé. Þá þakkaði hann starfsliði fundarins vel unnin störf, félagsmönnum fyrir góðan fund og Áslaugu Haugland ráðskonu fyrir væntanlegar veitingar sem biðu fundarmanna. Lífeyrisþegadeild SFR er öflug deild knárra sveina og meyja sem heldur árlega uppi miklu félagslífi. Farið er í sumarferð og á veturna eru haldin þorrablót, jólafundur, sviðaveisla og skemmtifundur. Fréttabréf deildarinnar, Lífeyrisþeginn kom út í sex tölublöðum á árinu. Á starfsárinu sóttu þó nokkrir félagar námskeið og fengu til þess styrk frá deildinni. 12 Félagstfðindi - mars 2002

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.