Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Page 16
Margir SFR-félagar hafa
notaö tækifærið og hafið
nám í vefskólanum
simennt.is. Hér er
Matthildur Sif Jónsdóttir
að læra inn á leyndar-
dóma tölvumálsins.
Fræðslustarf á vegum SFR
Starfsmannafélag ríkisstofnana hef-
ur unnið markvisst að símenntunar-
málum félagsmanna þetta starfsár
líkt og undanfarin ár. Boðið hefur
verið upp á almenn námskeið og
fyrirlestra fyrir félagsmenn sem
auðga andann ásamt því að ýmsar
nýjungar komu fram sem styrkja þá
í starfi. Þar má nefna Rekspöl II, vef-
skóla SFR og aðgang félagsmanna
að tölvufræðslu BSRB hjá Nýja tölvu-
og viðskiptaskólanum. Einnig hafa
verið í boði ýmis námskeið á stofn-
unum sjálfum sem Þróunar- og sí-
menntunarsjóður hefur styrkt.
Starf fræðslunefndar
Meginstarf fræðslunefndar á starfs-
árinu var að ákveða dagskrá fyrir
námskeið og fyrirlestra sem gengið
hafa undir nafninu „Það er gott að
vital". Um er að ræða samstarfs-
verkefni SFR og Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar (St.Rv.). Góð að-
sókn hefur verið að fræðslunni og
metnaður verið lagður í að bjóða
upp á eitthvað nýtt efni á hverri önn
ásamt því að endurtaka þau
námskeið sem hafa verið vel sótt.
Hluti af dagskránni er fræðsla til fé-
lagsmanna um starfs- og námsráð-
gjöf en eins og margir vita getur oft
verið erfitt að finna það sem hentar
hverjum og einum í því fjölbreytta
framboði af fræðslu sem á
boðstólum er.
Sú nýbreytni var tekin upp að
bjóða upp á námskeið undir heitinu
„Það er gott að vita!" á Akureyri í
samvinnu við Starfsmannafélag Ak-
ureyrarbæjar. Aðsókn var mjög góð.
Einnig bauðst félagsmönnum á Suð-
urlandi að sækja námkeið um sið-
fræði vinnustaða á Selfossi.
Fræðslunefndin vann líka að
hugmyndum fyrir fræðslumorgna
trúnaðarmanna.
Vefskóli SFR
Nýmæli í símenntun opinberra
starfsmanna varð að veruleika fyrir
félagsmenn SFR þann 10. septem-
ber sl. þegar vefskóli SFR var form-
iega opnaður. Um er ræða víðtæka
fræðslumöguleika fyrir félagsmenn
á veraldarvefnum eða netinu, eins
og sumir kalla það. Þannig hafa
SFR-ingar átt þess kost að sækja
margvísleg námskeið án endurgjalds
í vefskólanum. Nú hafa rúmlega
400 félagsmenn hafið nám i skólan-
um.
Rekspölur II
Rekspeli II var hleypt af stokkunum
á haustönn 2001 og var fljótt full-
bókað á öll námskeiðin sex sem í
boði voru. í námsmati yfir nám-
skeiðið á haustönn kemur fram mik-
il og almenn ánægja. Þá telur fólk
einnig að námskeiðið nýtist sér í
starfi. Ákveðið var að halda 9 nám-
skeið af Rekspeli II á vorönn 2002.
Fimm þeirra verða í Reykjavík og
Munaðarnesi en góð reynsla var af
þeirri samsetningu á haustönn. Þó
komu ábendingar um að sumir fé-
lagsmenn ættu erfitt með að kom-
16
Félagstfðindi - mars 2002