Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 10.03.2002, Síða 17
Mennt er máttur.
Fjöldi manna bókaði
sig á námskeiðið
Rekspölur II.
ast í Munaðarnes af fjölskyldu-
ástæðum og því verður eitt nám-
skeið haldið eingöngu í Reykjavík.
Þá verða tvö námskeið haldin á
Akureyri og eitt á Selfossi.
Vika símenntunar
Þann 8. september sl. tók SFR þátt í
fræðsluhátíð í Kringlunni í tilefni af
viku símenntunar. Fulltrúar úr stjórn
SFR og starfsmenn fræddu gesti og
gangandi um fræðslumöguleika
SFR-félaga. Einnig voru heimsóknir á
vinnustaði þar sem kynnt var fram-
boð SFR í fræðslumálum.
Fræðslusetrið Starfsmennt
SFR, St.Rv., Kjarni og Samflotið
stofnuðu á haustdögum Fræðslu-
setrið starfsmennt í samvinnu við
fjármálaráðuneytið sbr. bókun 1 í
kjarasamningi SFR og fjármálaráð-
herra sem skrifað var undir 25. mars
2001. Um er að ræða samstarf sem
snýr að þeim ríkisstarfsmönnum sem
eru félagsmenn fyrrgreindra félaga.
Fllutverk fræðslusetursins er að
vera hugmyndabanki/umsjónarað-
ili/framkvæmdaaðili og að meta þörf
fyrir fræðslu hjá einstökum stofnun-
um eða stofnanahópum og hafa
frumkvæði að því að búa til nám-
skeið sem svara þeirri þörf. Stjórn
Fræðslusetursins starfsmennt hefur
ráðið Þórarin Eyfjörð sem fram-
kvæmdastjóra þess.
Starfsnám stuðnings-
og meðferðarfulltrúa
Tvö grunnnámskeið voru haldin á
haustönn, eitt í Reykjavík og annað
á Selfossi. Á vorönn voru síðan hald-
in framhaldsnámskeið í Reykjavík og
á Selfossi. Á starfsárinu hefur verið
unnið að endurskoðun á námsskrá
fyrir starfsnám stuðningsfulltrúa. Að
endurskoðuninni vinna Erna Einars-
dóttir, Styrktarfélagi vangefinna, Þór
Þórarinsson, Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra á Reykjanesi og Sal-
ome Þórisdóttir, Svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra í Reykjavík. Áætlað
er að endurskoðuninni Ijúki í vor.
Tölvufræðsla BSRB
Tölvulæsisátak BSRB sem hófst sl.
haust fékk frábærar viðtökur hjá fé-
lagsmönnum SFR. Fræðslan er í
samvinnu við Nýja tölvu- og við-
skiptaskólann (NTV) í Kópavogi,
Flafnarfirði og Selfossi ásamt því að
samvinna er við ýmsa tölvuskóla á
landsbyggðinni. Samningurinn sem
gerður var við þessa aðila gerir ráð
fyrir að á skólaárinu 2001 til 2002
verði haldin 100 námskeið og er
áætlað að um 1500 manns úr að-
ildarfélögum BSRB sæki fræðsluna.
Þau verja réttinn. SFR-félagar á trúnaðarmannanámskeiði í nóvember.
Félagstiðindi - mars 2002
17