Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.2004, Page 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.2004, Page 2
Stöðvum aðför að LSH Á sameiginlegum fundi trúnaðarmanna allra stéttarfélaga á Land- spítalanum 15. janúar síðastliðinn kornu fram hörð mótmæli við niðurskurði á þjónustu og uppsagnir innan heilbrigðisþjónustunnar og varað var við afleiðinguum þess, bæði til skemmri og lengri tíma litið. Fjöldauppsagnir starfsmanna á stærsta sjúkrahúsi landsins munu óhjákvæmilega bitna illa á sjúklingum auk þess sem þær munu hafa þær afleiðingar að þjónusta sem veitt hefur verið á vegum sjúkra- hússins verður flutt út fyrir veggi þess. Einkavæðing heilbrigðis- þjónustunnar mun ekki leiða til sparnaðar nema síður sé og auka hættu á félagslegri mismunun. Landspítali - háskólasjúkrahús er stærsta og tæknivæddasta sjúkra- hús landsins. Með stórfelldum niðurskurðarkröfum á hendur sjúkrahúsinu gerir ríkisstjórnin aðför að hátækni í heilbrigðisþjón- ustu landsmanna.Uppbygging þróaðs hátæknisjúkrahúss byggir á rnargra ára starfi færustu sérfræðinga og annarra starfsmanna. Upp- byggingarstarfið er erfitt en eyðileggingin auðveld. Engu er líkara en aðförin að Landspítalanum hafi verið undirbúin. I því samhengi er ástæða til að mótmæla metnaðarleysi heilbrigðis- ráðuneytisins að gera ekki athugasemd við ákvörðun Ríkisendur- skoðunar um að bera saman kostnað, mönnun og árangur af starfi Landspítalans við sjúkrahús á Bretlandi. Sjúkrahús þar í landi munu seint bíða þess bætur að hafa þurft að sæta niðurskurði og annarri aðför ríkisstjórnar Bretlands að heilbrigðisþjónustunni þar í landi sl. fimmtán ár. Árangri af markvissri uppbyggingu Landspitalans er stefnt í hættu með vanhugsuðum skammtímaaðgerðum af því tagi sem við nú stöndum frammi fyrir. Islendingar eiga að gera saman- burð við þau ríki sem státa af heilbrigðisþjónustu sem sómi er að. Vanhugsaður niðurskurður veikir stoðir öflugasta vísinda- og tæknisjúkrahúss landsins og grefur undan möguleikum til að hlynna að sjúku fólki. Nú er mál að linni. Snúum bökum saman til að tryggja að sjúkra- húsið geti sinnt þeirri þjónustu sem það hefur gert hingað til. Nú- verandi ákvörðun um samdrátt í þjónustunni mun valda þjóðinni óbætanlegum skaða. JA Aðalfundur SFR 2004 verður haldinn ab Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, laugardaginn 20. mars kl. 13.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Lagabreytingar. 4. Stjórnarkjör kynnt. 5. Kosinn löggiltur endurskoðandi, tveir skoðunarmenn og tveir til vara. 6. Kosnir fimm menn í kjörstjórn og jafnmargir til vara. 7. Akvörðun um iðgjald og skiptingu milli sjóða. 8. Tekin fyrir málefni starfsmenntunar- sjóðs SFR, skv. reglugerð sjóðsins. 9. Tekin íyrir málefni verkfallsjóðs SFR, skv. reglugerð sjóðsins. 10. Tekin fyrir málefni styrktar- og sjúkrasjóðs SFR, skv. reglugerð sjóðsins. 11. Fjárhagsáætlun. 12. Alyktanir aðalfundar afgreiddar. 13. Onnur mál. Á aðalfundinum verða teknar fyrir ýmsar laga- breytingar sem verða kynntar á vefsíðu félagsins www.sfr.is Felagstíðindi Ábyrgðarmaður: Jens Andrésson Ritnefnd: Birna Karlsdóttir, Jan Agnar Ingimundarson, Eyjólfur Magnússon, Sigríður Kristinsdóttir og Valdimar Leó Friðriksson. Umsjón: Árni St. Jónsson og Sara Hlín Hólfdanardóttir. Umbrot: Blaðasmiðjan Prentun: GuðjónÓ - vistvæn prentsmiðja Skrifstofa SFR er 3. hæð ó Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Sími 525-8340. Bréfasími 525-8349. Opið mónud. - fimmtud. 8 -16.30, föstud. 8-16. Símatími 9-16. Netfang sfr@bsrb.is Veffang www.sfr.is Starfsmenn skrifstofu SFR Árni Stefán Jónsson framkvæmdastjóri Guðlaug Hreinsdóttir, sérhæfður fulltrúi Guðlaug Sigurðardóttir sjóðstjóri Lilja Laxdal verkefnisstjóri Sara Hlín Hálfdanardóttir fræðslustjóri Sverrir Jónsson verkefnisstjóri Stjórn SFR Jens Andrésson formaður Ina H.Jónasdóttir varaformaður Ari B.Thorarensen ritari Guðrún Ivars gjaldkeri Guðjón Steinsson Gréta Sigurðardóttir Kristrún B.Jónsdóttir Olafur Hallgrímsson Svala Norðdahl Tryggvi Þorsteinsson Valdimar Leó Friðriksson arni@sfr.bsrb.is gulla@sfr.bsrb.is gudlaug@sfr.bsrb.is lilja@sfr.bsrb.is sara@sfr.bsrb.is sverrir@sfr.bsrb.is jens@sfr.bsrb.is ina@tr.is arith@simnet.is givars@hi.is gs@fmr.is greta@landspitali. is kristrun.b.jonsdottir@skattur.is oli@lhi.is svala@listdans.is iddi@vortex.is umfa@simnet.is 2

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.