Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.2004, Blaðsíða 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.2004, Blaðsíða 3
| Heimsókn á vinnustað Landspítali - háskólasjúkrahús Sá vinnustaður sem hvað rnest er í umræðunni þessa dagana er Landspítali - háskólasjúkrahús og vart þarf að taka fram hvers vegna. Miklar breytingar eru frarn undan á rekstri spítalans eftir að stjórnvöld ákváðu að verða ekki við ósk stjórnenda hans um aukið rekstrarfjárframlag. Það hefur í for með sér að skera verður niður þá þjónustu sem veitt hefur verið á staðnum og segja upp starfsfólki. Félagstíðindum lék forvitni á að vita hvernig starfsfólkinu liði og tóku því þgá þeirra tali. Þórir Kristmundsson, rábgjafi á geðdeild Ég hef starfað á Landspítalanum í 14 ár og lengst af sem starfsþjálfi á lokaðri deild þar sem málið snýst um að hafa ofan af fýrir sjúklingunum þar til þeir öðlast bata. Síðastliðið ár hef ég hins vegar unnið sem áfengisráðgjafi hér á 32E en það er göngudeild fyrir fólk sem hefur átt við áfengis- og vímuefnavanda. Hér beitum við svokölluðu 12 spora kerfi og öðrum tiltækum aðferð- um til að hjálpa einstaklingum til að ná tökum á vandanum. Þeim fer því miður ört fjölgandi sem þurfa að takast á við fíkn sína og sérstaklega hefur ungu fólki, sem hefur misst stjórn á neysl- unni, fjölgað. Ég vona að sá nið- urskurður sem nú vofir yfir eigi ekki eftir að koma niður á þeim einstaklingum sem hér sækja sér hjálp. Það yrði mikill skaði ef það starf sem við erum að vinna lendir undir niðurskurðarhnífn- um, segir Þórir og bætir við að hann verði ekki var við annað en starfsfólkið, sem vissulega sé hálf- lamað vegna ástandsins, reyni eftir bestu getu að hlífa sjúkling- unum við því ástandi sem nú ríkir á spítalanum. Sigrún Hjartardóttir, læknaritari ó hjartadeild Hlutverk okkar læknaritaranna er að flokka, skrá og ganga frá öllum læknabréfum sem verða til hér á deildinni. Þessi vinna krefst mikillar nákvæmni því menn verða að geta gengið að öllurn upplýsingum vísum um hvern þann sjúkling sem hingað leitar. Hér eru allir með lífið í lúk- unum vegna yfirvofandi upp- sagna, Ég er nýskriðin úr skóla þar sem ég sótti mér réttindi senr læknaritari, en hafði að vísu starfað við þetta í eitt ár áður. Mér finnst brýnt að almenningur geri sér grein fýrir hvað það kostar að halda úti almennilegri heilbrigðisþjónustu. Það er sorg- legt að heyra fólk, sem hefur ekki þurft á slíkri þjónustu að halda, tala stöðugt um að hér sé mikið sukk í gangi. Það er oft ekki fyrr en menn finna það á eigin skinni að það rennur upp fyrir þeim að hér er ekkert sukk á ferðinni, heldur eru þvert á móti allir að reyna standa sig við erfiðar aðstæður, segir Sigrún sem vonar að þjóðin og og þá ekki hvað síst stjórnvöld átti sig á því að vel hefur verið með pen- inga farið á spítalanum og hún telur að sá niðurskurður sem nú hefur verið boðaður muni skerða þjónustuna verulega. Jóhanna S. Gunnarsdóttir, aðstoóarmaóur ó svæfingardeild Ég sinni störfum aðstoðarmanns á svæf- ingardeild. Hlutverk okkar er að sjá um þau tæki og tól sem notuð eru þegar sjúklingar eru svæfðir fýrir skurðað- gerð. Það má eiginlega segja að við séum hægri hönd svæfmgarhjúkrunar- fræðinganna.Við erum sex sem störfum við þetta hérna á Hringbrautinni og það er samhentur hópur sem gaman er að vinna með.Við vinnum óreglulegar vaktir og þurfum að standa bakvaktir um lielgar. Vinnustaðir okkar eru allar skurðstofurnar við Hringbraut og þannig flökkum við á milli eftir ákveðnu kerfi. Stundur er vinnudagur- inn langur því alltaf að lokinni aðgerð er gengið frá og gildir þá einu hversu lengi aðgerðin hefur staðið yfir, segir Jóhanna sem ekki er hress með það ástand sem nú ríkir á spítalanum. Það er sama hvar maður kemur innan spítalans, alls staðar hittir maður fýrir niðurdregið starfsfólk. Það eru allir undrandi og hissa á þessari ákvörðun og jafnframt leiðir yfir því ástandi sem hér hefur skapast. 3

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.