Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.2004, Side 17

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.01.2004, Side 17
Suraar- hús á Spáni Eins og undanfarin ár verða Cvö orlofshús á Spáni í boði í sumar. Húsin eru staðsett á Torrevieja, sem er líflegur ferðamannabær með miklu mannlífi, um það bil 50 km til suðurs frá flugvellinum í Alicante, en þangað er flogið vikulega yfir sumartímann. Húsin verða í boði á tímabilinu frá 26. maí til 22. september og hvert leigutímabil er tvær vikur. Myndir af húsunum er að finna á vefsíðu SFR undir orlof/orlofshús. Annað húsið (Casa Dona Lily í Playa Flamenca) er 3ja herbergja raðhús með svefnaðstöðu fyrir 6-7. Húsið er glæsilegt og afar vel búið, með frábæru útsýni, góðri loftkælingu, sólbaðsaðstöðu á þaki og sér garði með útigrilli og garðhúsgögnum. Sameiginleg sundlaug fyrir götuna er í bakgarði.Verð fyrir tvær vikur í þessu húsi er 45.000 kr. Hitt húsið ( Casa Dulita í Los Altos) er 2ja herbergja parhús á einni hæð. Svefnaðstaða er fyrir 5-6. Þar er góð loftkæling, sér garður með sólbaðaðstöðu, útigrilli og garðhúsgögnum. Sameiginleg sundlaug fyrir götuna er rétt við húsið.Verð fyrir tvær vikur í þessu húsi er. 40.000. Miðað er við að gestir ræsti sjálfir húsin að dvöl lokinni, en einnig er möguleiki á að kaupa þá þjónustu hjá húseigendum. Þvottur á rúmfatnaði og handklæðum við brottför er hins vegar innifalinn í leigu. Eigendur húsanna eru hjónin Asgerður Agústa Andreasen og Birgir Gestsson, sem búsett eru á svæðinu. Þess má geta að þau eru með 7 manna bifreið og geta sótt gesti á flugvöllinn gegn vægu gjaldi (50 evrur). Einnig eru þau til þjónustu reiðubúin uin nánast hvað sem óskað er, t.d. aðstoð við útvegun bílaleigubíla, akstur á markverða staði o.fl. Síminn hjá þeim er (0034) 677 31 2632, netfang aaandreasen@hotmail.com og veffang http://home.no/aaandreasen. Skiptidagar eru á miðvikudögum. Heims- ferðir, (heimsferdir.is) og Sumarferðir (sumarferdir.is) hafa þegar auglýst flug til Alicante, en nefna má að Félag húseigenda á Spáni er með sérstakan samning við Heimsferðir um flugfargjöld til Alicante og geta félagsmenn í SFR gengið inn í þann samning með því að gefa upp nafn eigenda hússins. Nánari upplýsingar veitir Lilja á skrifstofu SFR, sími 525-8340. Umsóknir þurfa að ber- ast til SFR, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, í síðasta lagi þann 11. febrúar nk. Fyrirhugað er að úthlutun verði lokið og svör póstlögð til umsækjenda eigi síðar en 17. febrúar nk. Umsókn um orlofshús ó Spóni sumariö 2004 - UMSÓKNARFRESTUR TIL OG MEÐ 11. FEBRÚAR Kennitala:__________________ Nafn:______________________________________________________ Vinnustaður________________________________________________ Heimas./GSM: ____________________________Vinnusími____________Netfang____________ Tímabil sem sótt er um. Fyrsta ósk skal merkt með 1, síðan 2, 3 o.s.frv. A - Playa Flamenca Casa Dona Lily (6-7 manna) __26. maí - 9. júní __9. júní - 23. júní __23. júní - 7. júlí __7. júlí -21. júlí _ 21. júll - 4. ógúst __4. ógúst - 1 8. ógúst 1 8. ógúst - 1. september __ 1. september - 15. september B - Los Altos Casa Dulita (5-6 manna) __2. júní - 16. júní __ 16. júni - 30. júní __30. júní - 14. júlí _ 14. júlí - 28. júlí __28. júlí -11. ógúst __ 11. ógúst - 25. ógúst __25. ógúst- 8. september __8. september - 22. september Umsóknarfrestur er til og með 1 1. febrúar 2004

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.