Fréttablaðið - 19.03.2021, Qupperneq 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Bólusetning-
arklúður
stjórnvalda,
sem er
einkum á
ábyrgð
heilbrigðis-
ráðherra, eru
afglöp af áður
óþekktri
stærðar-
gráðu.
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Ríkisstjórnin er í bobba með sjálfsákvörðunar-rétt sveitarfélaga. Það stefnir til dæmis í að stjórnin verði gerð afturreka með frumvarp
um lögbundna sameiningu sveitarfélaga sem og
frumvarp um hálendisþjóðgarð en bæði málin hafa
verið gagnrýnd fyrir að ganga of nærri rétti sveitar-
félaga til að ráða eigin málum. Í hópi þeirra sem
spyrna hvað fastast við fótum til varnar þessum
rétti sveitarfélaga eru stjórnarþingmenn, jafnvel ráð-
herrar.
Nú liggur hins vegar fyrir Alþingi mál frá sam-
gönguráðherra sem hlotið hefur brautargengi í
þingflokkum stjórnarflokkanna, mótmæla- og fyrir-
varalaust að því er virðist. Í því máli felst heimild til
samgönguráðherra til að setja skipulagsreglur fyrir
f lugvelli sem gengju framar skipulagi sveitarfélaga.
Reykjavík yrði þannig einfaldlega svipt skipulags-
valdi á Reykjavíkurflugvelli. Í því felst grundvallar-
breyting sem er þvert á núgildandi lög og um leið
þvert á samkomulag ríkis og borgar um framtíðar-
skipulag innanlandsflugsins.
Skipulagsvald sveitarfélaga er vitaskuld ekki án
takmarkana, en með þessu er verið að setja það for-
dæmi að almennar skipulagsreglur geti vikið lögum
til hliðar. Hér er því miður ekki um eina áhlaup
ríkisstjórnarinnar á sjálfsákvörðunarrétt Reykja-
víkurborgar að ræða, en þetta er það alvarlegasta.
Í ríkisstjórn sitja nú fimm þingmenn Reykjavíkur
þó þess sjáist sannarlega ekki glögg merki. Einn ráð-
herra í viðbót hefur lýst yfir framboði í Reykjavík í
næstu kosningum. Að auki eiga Reykvíkingar fimm
aðra þingmenn í stjórnarflokkunum þremur.
Kannski gilda önnur lögmál um Reykjavík hjá
ríkisstjórnarflokkunum þremur. Allavega virðist
umhyggjan fyrir sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga
ekki ná til höfuðborgarinnar. Tengist það kannski
því að þar stýra aðrir f lokkar í umboði Reykvíkinga?
Getur verið að VG sé tilbúið að fórna hagsmunum
borgarbúa fyrir loforð um áframhaldandi setu í rík-
isstjórn eftir kosningar? Eru hagsmunir Reykvíkinga
bara skiptimynt hjá þessum þremur flokkum?
Skiptimyntin Reykjavík
Hanna Katrín
Friðriksson
þingmaður Við-
reisnar í Reykja-
víkurkjördæmi
suður
Þorbjörg Sig-
ríður Gunn-
laugsdóttir
þingmaður Við-
reisnar í Reykja-
víkurkjördæmi
norður
Óskhyggjuvitið …
Óvísindalegar netkosningar
á vef Útvarps Sögu eru líklega
ekki mjög áreiðanlegur mæli-
kvarði á geðsveif lur í samfélag-
inu því þá væri Guðmundur
Franklín Jónsson forseti Íslands
og Miðf lokkurinn og Flokkur
fólksins burðarásar í ríkis-
stjórn. Þetta er engu að síður
áhugaverður þjóðarbrotspúls
sem sýnir meðal annars fram
á að 67,42% hlustenda eru svo
þreytt á jarðskjálftunum að
þau eru til í eldgos á Reykjanesi.
Þótt ólíklegt þyki að gosi fylgi
miklar hamfarir má ætla að
útsendingar stöðvarinnar náist
annað hvort illa í Grindavík og
nágrenni eða það 15,91% hlust-
enda sem svarar spurningunni
neitandi búi á þeim slóðum.
… er í sprauturnar látið
Viss tortryggni í garð bólusetn-
inga hefur ítrekað komið fram
hjá innhringjendum í símatíma
Útvarps Sögu. Óttinn við hið
óþekkta er þó ekki meiri en svo
að þegar spurt var í netkönnun
hvaða bóluefni fólk treysti
best völdu f lestir, eða 40,19%,
hið rússneska Spútnik V sem
er bruggað í lokuðu samfélagi
þaðan sem yfirvöld hafa til-
hneigingu til að skammta upp-
lýsingar. Minna kemur á óvart
að næstf lestir, 24,61%, vilja ekki
bólusetningu en 4,36% treysta
sér í AstraZeneca-sprautuna
sem er í gjörgæslu þessa dagana.
toti@frettabladid.is
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
Þín útivist - þín ánægja
HELLA Sundpoki
Kr. 2.590.-
STEINAR
Coolmax göngusokkar
Kr. 1.490.-
GOLA Barna regnjakki
Kr. 5.990.-
GOLA Barna regnbuxur
Kr. 4.990.-
FJÖRÐUR
Hanskar með gripi
Kr. 2.990.-
DÖGG Regnkápa
Kr. 11.990.-
BRIM Regnkápa
Kr. 8.990.-
VALUR hettupeysa
Kr. 9.990.-
ARIEL
Angora ullarsokkar
Kr. 1.298.-
SALEWA
MS Dropline GTX
Kr. 29.990.-
VIÐAR Ullarhúfa
Kr. 3.990.-
Eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis. Ísland er eitt þróaðasta ríki í heimi, efnað land með fáa íbúa og öfluga innviði, þar sem vilji til bólusetningar er ríkur. Þjóðin ætti, við venjulegar kringumstæður, að hafa alla burði til þess að bera sig saman við vestræn
ríki sem standa utan Evrópusambandsins, á borð við
Bretland og Bandaríkin. Í Bretlandi stendur öllum sem
komnir eru yfir fimmtugt nú til boða bólusetning og í
Bandaríkjunum stendur til að nægt bóluefni verði til
fyrir alla í lok maí, auk þess sem bæði ríkin hafa fest
eins konar frelsisdaga í dagatalið í vor og sumar, þegar
öllum hömlum verður aflétt.
Á meðan höfum við horft upp á tafir og meiriháttar
klúður í bólusetningaráætlun stjórnvalda, sem var af
óskiljanlegum ástæðum útvistað til ESB. Enn er ekki
einu sinni búið að bólusetja alla eldri borgara hér á
landi og fyrirætlanir um bólusetningar hafa nú tafist
um heilan mánuð, og ráðamenn yppa bara öxlum við
þeim tíðindum. „Þetta er graut fúlt, en svona er þetta og
svona er þessi veira,“ voru viðbrögð forsætisráðherra
við því þegar fréttir bárust um að AztraZeneca-bólu-
efnið, stór liður í bóluefnisöflun landsins, hefði tíma-
bundið verið sett til hliðar. Fáir leggja traust sitt á að
áætlun stjórnvalda um að búið verði að bólusetja alla
Íslendinga yfir 16 ára aldri í lok júlí muni ganga eftir.
Hver dagur sem þjóðin er óbólusett er óheyrilega
dýr. Ferðaþjónustan er mikilvægari fyrir okkur en
flestar nágrannaþjóðir, ríkissjóður tapar milljörðum
ofan á milljarða og safnar skuldum á hverjum degi –
en hreinar skuldir ríkisins hafa aukist um nærri 300
milljarða á síðustu tólf mánuðum. Þá er tæpast hægt
að setja verðmiða á tjónið sem skorður á athafnafrelsi,
ferðafrelsi og almennum mannréttindum kosta; glötuð
tækifæri, skortur á annarri heilbrigðisþjónustu, versn-
andi andleg heilsa og einfaldlega glötuð lífsgæði, því
líf sem lifað er undir þrúgandi boðum og bönnum til
lengdar getur vart talist líf. Því miður hefur faraldurinn
hins vegar festi í sessi þann hugsunarhátt hjá stórum
hópi að ávallt sé réttlætanlegt að hefta frelsi fólks ef
einhver hætta kann að vera á ferðinni.
Með öflugri forystu hefði mátt bólusetja þjóðina
mun fyrr, opna landið og afnema um leið þær skerð-
ingar á daglegu lífi sem við höfum búið við. Baráttan
um bóluefnin er enginn leikur heldur alvöru slagur. Við
sjáum það af því kalda stríði sem nú ríkir á milli Bret-
lands og ESB, þar sem útflutningsbanni er svarað með
efasemdum um gagnsemi breska bóluefnisins. Stjórn-
völd hefðu átt að berjast fyrir því með kjafti og klóm
að tryggja nægt bóluefni fyrir löngu, en af einhverjum
ástæðum virðist þeim ráðherrum sem fóru með málið
hafa skort þar vilja eða getu, eða hvoru tveggja. Ótrú-
legt er að ríkisstjórn, þar sem flokkarnir áttu fátt sam-
eiginlegt annað en andstöðu við ESB, skyldi ákveða að
hengja sig alfarið á misheppnaða bólusetningaráætlun
sambandsins. Hvernig í ósköpunum var komist að
því að það væri þjóðinni fyrir bestu, og á sama tíma
að ekkert Plan B var fyrir hendi? Bólusetningarklúður
stjórnvalda, sem er einkum á ábyrgð heilbrigðisráð-
herra, eru afglöp af áður óþekktri stærðargráðu.
Klúður
1 9 . M A R S 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN