Lögberg-Heimskringla - 01.03.2009, Blaðsíða 6
Visit us on the web at http://www.lh-inc.ca
6 • Lögberg-Heimskringla • 1 March 2009
A look at a new Icelandic classic
A student of the Icelandic language demonstrates her virtuosity
The following is an essay
in the Icelandic language by
Victoria resident and Icelandic
scholar Roxanne Pleshak, who
is enrolled as a long-distance
student at the University of
Manitoba. “Roxanne is one of
the best students we’ve had in
the Department of Icelandic,”
says Icelandic Studies depart-
ment head Birna Bjarnadóttir.
“Her knowledge of the lan-
guage is striking and she’s also
a fantastic reader of literature.
In her brief essay on Sjón´s
novella, Roxanne reflects upon
the name of the mysterious
protagonist, or the clergyman
Skugga-Baldur, and the possi-
ble reasons for his misfortunes.
Seemingly lacking in compas-
sion, and respect for the less
fortunate, the character of
Skugga-Baldur, in Roxanne’s
reading, inspires one to travel
in world literature, all the way
from the Book of Job to Shake-
speare’s Tempest.”
Sjón (the pseudonym of
Icelandic songwriter, poet and
singer Sigurjón Birgir Sigurðs-
son), is the Icelandic author
whose acclaimed 2003 novel
Skugga-Baldur, or The Blue
Fox, was recently translated
into English.
Roxanne Pleshak
I have always loved languag-es. I am studying German at the University of Victoria,
and have an interest in medieval
history. I started learning Icelan-
dic at 17. Eventually I learned to
read Lítil ferðasaga, by Eiríkur
Ólafsson frá Brúnum. He was
my great-grandfather, and when
my grandfather, Eric Olsen, em-
igrated from Iceland in 1907 as
a young boy, he brought some
books with him and settled in
Fort McLeod, Alberta. I would
like to thank my professors at
the University of Manitoba for
their excellent instruction.
Af hverju er presturinn
kallaður Skugga-Baldur?
Sagan Skugga-Baldur eftir
höfundinn Sjón er um prest sem
hét Baldur Skuggason, en var
alltaf kallaður Skugga-Baldur.
Hann naut ekki virðingar sem
prestur, af því að hann var ekki
mjög góður við fólk sem honum
fannst ekki nógu gott fyrir hann.
Þroskaheftir eru dæmi um slíkt
fólk, eins og Hafdís Jónsdóttir,
sem er kölluð Abba, og kæras-
tinn hennar Hálfdan Atlason.
Þrátt fyrir allt sem Baldur reyndi
til að auka virðingu sína, líkaði
engum vel við hann. Svona var
Baldur óheppinn.
Helsta ástæðan fyrir þeirri
óvirðingu sem fólk sýnir Baldri
er sveipuð leynd, allt þar til í
síðasta kafla sögunnar. Friðrik,
sem er vinnumaður hjá séra
Baldri, hatar hann mikið og
lesandi veit ekki af hverju.
Þroskahefta stúlkan Abba
bjó líka hjá Baldri og hann
meðhöndlaði hana eins og þræl.
Hún á eigið tungumál sem hljó-
mar líkt og íslenska en orðin eru
samt ólík. Til dæmis segir hún
„í bó”, sem þýðir „að sofa.” Þetta
er af því að Abba getur ekki ta-
lað rétt vegna Downs heilkenni
síns, hún þarf að breyta íslenska
tungumálinu í það sem hún getur
sagt.
Mikið af Skugga-Baldri
er um skyldleika þessa fólks.
Eiginlega er tilgangur sögunnar
týndur ef maður hugsar ekki um
þessi tengsl. Sagan er um teng-
slin milli mennsku, náttúru og
trúar á Guð.
Í Skugga-Baldri er auðvelt
að sjá að presturinn er kannski
mikilvægasti maðurinn í bænum.
Hálfdan og Friðrik virða Baldur
á vissan hátt og eru næstum því
hræddir við hann. En það er
ekki skrítið að fólkið í bænum
óttist Baldur, held ég. Hann er
leyndardómsfullur og lesandi
bókarinnar byrjar bráðum að
skilja að fortíð hans er myrk.
Hann talar oft við anda og sér
þá líka. En hver er þessi myrka
fortíð? Þetta er aldrei útskýrt að
fullu í bókinni. Þess vegna er
sagan svona góð og spennandi.
En spurningin er ekki sú
hvort Baldur sé í sambandi við
djöfullinn. Fyrst hélt ég það og
hvernig það gæti útskýrt hræðs-
lu fólks við að verða vinur Bal-
durs. En ef þetta er svona, hvers
vegna kemur þá djöfullinn að
áreita Baldur? Mín skoðun er sú,
að það sé hægt að líkja þessari
skáldsögu við Jobsbók.
Ekki er þetta alveg sama ef-
nið, en það er sterkt samband á
milli þessara tveggja sagna. Þe-
gar Baldur er að veiða tófuna (en
hann eltir hana út um allt) byrjar
hann að skilja, að það er verið að
prófa trú hans. Hann gerir sér
ljóst að hann er að svíkja boðorð
Guðs um að drepa ekki. En
hann hugsar ekki mikið um það.
Baldur syrgði alls ekki Öbbu,
sem hann hefði átt að gera. Í lok
bókarinnar sér lesandi að Baldur
tók Öbbu í fóstur fyrir peninga
sem einhver maður borgaði ho-
num. Baldur vildi bara fé.
Jafnvel þótt presturinn ber-
jist við djöfullinn eftir að tófan
byrjar að tala mannamál, kemur
almáttugur Guð ekki til að bjar-
ga Baldri. Í staðinn verður pres-
turinn að tófu þegar hann klæðir
sig í skinnið af henni. Í þessu
efni er sagan Skugga-Baldur
mjög ólík Jobsbók, af því að þar
græðir Guð sár Jobs. Kannski
vildi höfundurinn Sjón segja ok-
kur að framkoma mannsins við
fólk er eins mikilvæg og fram-
koma hans við Guð.
Baldur varð tófa af því að
þetta var eiginlega hann. En af
hverju var hann kallaður Skug-
ga-Baldur? Í byrjun sögunnar
virðist Baldur vera góður dren-
gur. En lífið hans í þessu litla
þorpi er umlukið skugga.
Friðriki líkar vel við Öbbu
og ber virðingu fyrir henni, en
Baldur fer illa með hana og er
alls ekki góður drengur; af því
að honum finnst gaman að koma
Hálfdani og Öbbu í uppnám.
Baldur neitar að leyfa stúlkun-
ni að hjálpa sér við messuna í
kirkjunni. Og fólkið í bænum
ber þess vegna kala til hans, úr
því að það veit að stúlkan er
bara að reyna að hjálpa. Meira
að segja þvingaði Baldur Hálf-
dan til að hlusta á óhugnanlegt
bréf um Öbbu, kærustuna hans,
sem er lesið upphátt. Þrátt fyrir
að Baldur fékk peninga fyrir að
fóstra Öbbu, er það Friðrik sem
gætir hennar og Hálfdans. Þetta
virðist vera hið sanna eðli prest-
sins.
“Þér kennduð mér tungumál,
og ávinningur minn, ég kann
að blóta!” Svo segir Caliban í
leikriti Shakespeares, Ofviðrinu.
Mér finnst sagan Skugga-Baldur
vera mjög lík Ofviðrinu, þótt um
ákveðnar andstæður sé að ræða.
Til dæmis má skoða sögu Cali-
bans í leikritinu. Caliban, sem er
villimaður, er þræll aðalsmanns
á lítilli eyju. Prospero, herra
Calibans, er galdramaður og
hann þvingar karlinn til að vinna
fyrir sig. Caliban kvelst mikið,
en Prospero og dóttir hans,
Miranda, kenndu honum bara
það sem er gagnlegt fyrir þau.
Í Skugga-Baldri þvingar Baldur
Skuggason einnig Hálfdan til að
þjóna sér. Baldur kenndi Hálf-
dani ekki mikið, það er Friðrik
sem sér um það. Presturinn ski-
paði meira að segja vangefnum
manni að sækja lík kærustu sin-
nar og hugsaði ekkert um líðan
Hálfdans. Hálfdan gat kannski
ekki tjáð tilfinningar sínar jafn
fallega og Caliban, en ég held
að höfundurinn Sjón hefni fyrir
Hálfdan. Prospero drottnaði yfir
Caliban, en Sjón lætur Baldur
verða skugganum að bráð. Svo-
na er leikið með nafn prestsins,
hann hét Baldur Skuggason og
var alltaf að feta stigu skuggans.
Loks gleypir skugginn hann.
Þess vegna hét presturinn Skug-
ga-Baldur.
Name
Address
City/Town Prov/State
Post/ZIP Code
ContaCt the InL of n/a offICe
103-94 First Avenue, Gimli, MB R0C 1B1 204-642-5897 or inl@mts.net
(or the INL Chapter/Society nearest to you)
OR, within North America, clip and mail this order form. Send to:
Lögberg-Heimskringla, 100-283 Portage Avenue, Winnipeg, MB R3B 2B5 Canada
Yes, I’d like to order _______ (qty) of the 2009 INL Visual Arts Calendar.
Please send to:
I enclose $10.00 plus $2.00 CDN / $3.00 USD shipping for each.
Make cheques payable to: Lögberg-Heimskringla, Inc.
SEPTEMBER ARTW
ORK: JONN EINERS
SEN
CO
VE
R
AR
TW
OR
K:
P
AT
RI
CI
A
PE
AC
OC
K
The INL of NA
2009 VISUAL ARTS CALENDAR NOW AVAILABLE
Gimli lumber & Supply ltd.
642-7496
1-800-224-1449
Delivery available
Complete Line of Building Supplies
HArdwAre diviSioN
109-091 Hwy. #9, Gimli
BuildiNg Supply diviSioN
24 South Colonization Rd. South Beach, Gimli
Greg Harrop Dolores Harrop
Les Thordarson
Editorial and ad dead-
lines for the next few issues
of Lögberg-Heimskringla are
as follows:
March 15, 2009, Issue 6:
deadline is March 2
April 1, 2009, Issue 7:
deadline is March 23
Writers interested in contrib-
uting are invited to contact
Caelum Vatnsdal at (204)
927-5645. Advertisers are
encouraged to contact Cath-
erine McConnell at (204)
927-5643
Deadlines
for L-H