Fréttablaðið - 30.03.2021, Page 1

Fréttablaðið - 30.03.2021, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —6 2 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 3 0 . M A R S 2 0 2 1 Gæðabílar á góðu verði!Klettháls 13 · Sími 590 5040 · www.hnb.is VIÐSKIPTI Samtök atvinnulífsins (SA) hvetja Alþingi til að kalla eftir stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoð- unar á Samkeppniseftirlitinu og framferði stofnunarinnar. Eftir- litsstofnunin þurfi meðal annars að svara áleitnum spurningum um ákvarðanir tengdar verslun Festar hf. á Hellu og óhóflegan kostnað af kunnáttumanni. „Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hlýtur að kalla eftir skýr- ingum Samkeppniseftirlitsins á þessum samskiptum og ákvörð- unum þeim tengdum,“ segir Hall- dór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri SA. Kostnaður Festar af óháðum kunnáttumanni vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið, frá því að hann tók til starfa haustið 2018, nemur samtals 56 milljónum króna. Umræddur kunnáttumaður, Lúðvík Bergvinsson héraðsdóms- lögmaður, var skipaður af Sam- keppniseftirlitinu í kjölfar þess að olíufélagið N1 ehf. og eftirlitið náðu samkomulagi um sátt vegna kaupa þess á eignarhaldsfélaginu Festi hf. í lok júlí árið 2018. Halldór Benjamín bendir á að Festi hafi ítrekað gert efnislegar og rökstuddar athugasemdir við störf óháða kunnáttumannsins og gagn- rýnt óhóf lega þóknun sem hann hefur krafið félagið um. „ Samkeppniseftirlitið hef ur svarað því til að það sé ekki í verka- hring þess að taka afstöðu til álita- efna sem risið geta vegna útgjalda tengdra óháðum kunnáttumanni. Við blasir að óeðlilegt er að setja fyrirtækið í þá stöðu að standa í deilum um reikninga frá kunnáttu- manni sem hefur verið fært vald til að hafa veruleg áhrif á hag þess.“ Halldór Benjamín segir að sam- skipti Festar og Samkeppniseftir- litsins veki upp áleitnar spurningar. „Þetta mál er aðeins eitt af mörgum,“ segir Halldór Benjamín. „Stjórnarformenn skráðra fyrir- tækja hafa undanfarið gert sam- skipti sín við Samkeppniseftirlitið að umtalsefni í ávörpum á aðal- fundum, sem lýsir því öngstræti sem samskipti eftirlitsstofnunar- innar og fyrirtækja hafa lent í. Á þann hnút verður að höggva. Fullt tilefni er til þess að Alþingi kalli eftir stjórnsýsluúttekt Ríkisendur- skoðunar á Samkeppniseftirlitinu og einstökum ákvörðunum þess. Eftirlitsstofnunin ætti að fagna slíkri úttekt,“ segir hann. „Þögn eða aðgerðaleysi þings er óboðlegt þegar ríkisstofnun gengur fram með þessum hætti,“ bætir Halldór Benjamín við. „Setja verður Samkeppniseftirlitinu skýr mörk og veita því nauðsynlegt aðhald, en hvort tveggja skortir.“ – þfh Vilja úttekt á Samkeppniseftirlitinu SA kalla eftir stjórnsýsluúttekt á Samkeppniseftirlitinu. Framkvæmdastjóri SA segir samskipti fyrirtækja og eftirlitsins komin í öngstræti. Setja þurfi stofnuninni skýr mörk og veita henni aðhald. Segir hvort tveggja skorta. Mál Festar sé aðeins eitt af mörgum. Þögn eða aðgerða- leysi þings er óboðlegt þegar ríkisstofnun gengur fram með þessum hætti. Halldór Benja- mín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri SA Þúsundir hafa lagt leið sína undanfarið að gosstöðvunum í Geldingadölum. Á síðari hluta stikuðu leiðarinnar að gosinu þarf að fara um nokkuð bratta brekku og þar myndast gjarna nokkur þvaga fólks þar sem göngumenn lesa sig bæði upp og niður eftir kaðli sem þar hefur verið komið fyrir. Ekki er að sjá að sóttvarnir séu áberandi á þessum slóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.