Fréttablaðið - 30.03.2021, Side 11

Fréttablaðið - 30.03.2021, Side 11
Samtök iðnaðarins (SI) glöddu landsmenn fyrir stuttu með sérriti Mbl. sem dreift var í hús a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Ritið, ásamt öðrum útgáfum sam- takanna, er hugsað sem hvatning til þjóðarinnar til að efla nýsköpun og láta einskis ófreistað að fá erlend fyrirtæki til landsins. Þar er mikið talað um nýsköpun, starfsum- hverfi og eftirsótt hálaunastörf í nýjum atvinnugreinum, allt í nafni aukinnar verðmætasköpunar sem sókn til betri lífskjara. Talað er um að markaðssetja Ísland sem nýsköp- unarland og beina því sérstaklega að erlendum fjárfestum, frumkvöðlum og erlendum sérfræðingum. Einnig er minnt á að stöðugt, hagkvæmt og skilvirkt starfsumhverfi sé ein lykil- forsenda samkeppnishæfs atvinnu- lífs og góðra lífskjara. Hverra hagsmuna eru SI að gæta? Allt satt og rétt en hvernig er hægt að gefa út bækling um allt það brýna sem þörf er á til að standa fyrir fram- förum í iðnaði án þess að minnast á þær hindranir sem fólgnar eru í því að búa við íslenska krónu? Hvaða hagsmuni eru SI eiginlega að verja með því að þykjast ekki sjá fílinn sem fyllir út í skrifstofur þeirra? SI eru einu samtök sambærilegra syst- ursamtaka í nágrannalöndunum sem hafa ekki á stefnuskrá sinni aðild að ESB. Í ritinu er spurt hvort Ísland ætti að fara sömu leið og Malta og laða til landsins fjölbreyttan hátækniiðnað. Greint er frá ákvörðunum stjórn- valda á Möltu sem réðist í „metn- aðarfulla stefnumótun fyrir þetta litla land“ í því skyni til að fá þangað hátækniiðnað með mikla framlegð og sem gerir kröfu um hátt mennt- unarstig. Forsendan fyrir þessu átaki hjá Möltu var innganga landsins í ESB og upptaka evru en samt dugir þessi frásögn ekki til að SI dragi af því viðeigandi ályktanir fyrir Ísland. Því miður er það svo að ákall SI um samkeppnishæfni er í besta lagi hlægilegt á meðan iðnrekendur þora ekki að taka afstöðu til ESB og evrunnar. Samtök Iðnaðarins verða að taka sig á og sýna meiri metnað og sjálfstæði ef þau ætlast til að vera tekin alvarlega. Fíll iðnrekenda Bolli Héðinsson hagfræðingur Gott menntakerfi er grund-völlur þess að samfélag geti þróast í takt við áskoranir hvers tíma og að atvinnulífið stand- ist alþjóðlegt samkeppnisumhverfi. Alþingi samþykkti nýlega í fyrsta sinn menntastefnu frá mennta- málaráðherra, tekur hún fyrir tíma- bilið 2020-2030. Umsagnaraðilar voru einróma um að gott væri að stefnan væri komin fram. Við gerð innleiðingaráætlunar er mikilvægt að horfa til allra fimm stoða menntakerfisins, þ.e. leik-, grunn- og framhaldsskóla og sí- og endurmenntunar. Menntakerfið verður að vera til þess gert að hægt sé að tryggja að vinnandi fólk geti aukið hæfni sína til að fylgja ákalli atvinnulífsins um þekkingu og hæfni starfsfólks. Menntun kostar peninga og því er það þjóðhagslega verðmætt að menntunin skili sér til uppbyggingar samfélagsins. Við þurfum að vera markvissari á þessu sviði og kortleggja menntunar- og færniþörf til að bæta samspil menntakerfis og vinnumarkaðar. Nauðsynlegt er að fyrir liggi góð þekking, greining eða mat á starfs- tækifærum í einstökum fögum, greinum og starfssviðum til nokk- urra ára og munu færnispár nýtast í öllu skóla- og fræðslustarfi. Tækifæri til náms eiga að vera þau sömu alls staðar á landinu og fyrir alla hópa þjóðfélagsins. Tæknin gerir okkur kleift að mæta ólíkum þörfum fólks. Hún getur nýst til að skapa aukin tækifæri til menntunar á landsbyggðinni, aukið aðgengi fatlaðs fólks og þeirra sem þurfa óhefðbundnari nálgun í námi. Við eigum að sjálfsögðu að efla nám án staðsetningar og með aukinni stafrænni námsgagnaút- gáfu á öllum skólastigum verður auðveldara að uppfæra námsgögn- in í takt við tímann. Aðsókn hefur aukist í kennara- nám en á sama tíma er ekki næg endurnýjun í stéttinni. Fyrir því eru margar ástæður. Ein þeirra er starfsumhverfi kennara, sem er oft krefjandi. Létta mætti álagi af kennurum og bæta þjónustu við nemendur með því að styrkja stöðu annarra fagstétta í skólum eins og félagsráðgjafa, sálfræðinga, iðju- þjálfa o.s.frv. Síðast en ekki síst þarf að sjá til þess að þroskapróf verði endurskoðuð og uppfærð í takt við tímann. Nú er staðan sú að engin stofnun ber ábyrgð á útgáfu þroska- prófanna sem eiga að meta hvort og hvaða stuðning börn þurfa að fá. Menntastefnan er fyrsta skrefið á langri vegferð. Góðar innleið- ingaráætlanir, samráð, styrk verk- stjórn og fjármögnun verkefna er það sem mun skila okkur alla leið. Áfram veginn! Varða á veginum Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknar- flokksins Páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is · Verslum utan annatíma · Munum 2ja metra regluna · Nýtum snertilausar greiðslur SÝNUM SKYNSEMI OG FYRIRHYGGJU Við hvetjum viðskiptavini til að sýna aðgát og draga úr smithættu eins og kostur er. SKÍRDAGUR 1. APRÍL LOKAÐ FÖSTUDAGURINN LANGI 2. APRÍL LOKAÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 11-18 PÁSKADAGUR 4. APRÍL LOKAÐ ANNAR Í PÁSKUM 5. APRÍL LOKAÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 11-19 Dalvegur, Skeifan og Skútuvogur 10-20 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 11-18 Dalvegur, Skeifan og Skútuvogur 10-20 VÍNBÚÐIRNAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU, AKUREYRI, SELFOSSI OG REYKJANESBÆ OPNUNARTÍMI UM PÁSKA Samtök Iðnaðarins verða að taka sig á og sýna meiri metnað og sjálfstæði ef þau ætlast til að vera tekin alvar- lega. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 3 0 . M A R S 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.