Fréttablaðið - 30.03.2021, Blaðsíða 18
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 6944103.
Árið 2017 reis fyrsta Svansvottaða
nýbyggingin á Íslandi og eftir það
fór boltinn að rúlla hérlendis.
„Fyrsta húsið er einbýlishús í Urr-
iðaholti sem byggt var af Finni
Sveinssyni og var það ákveðið
frumkvöðlaverkefni og fyrsta
kynning byggingargeirans hér-
lendis af viðmiðum Svansins fyrir
nýbyggingar. Síðan þá hefur verið
veldisvöxtur í nýjum umsóknum
um Svansvottuð verkefni. Í dag
er einungis tveimur verkefnum á
Íslandi lokið en þar undir eru 35
íbúðareiningar. Þá eru rúmlega 40
einingar í viðbót í byggingu eins og
er, og mörg verkefni að bætast við
þessa dagana þar sem bygging er
ekki hafin,“ segir Bergþóra Kvaran,
sérfræðingur Svansins.
„Þegar byggt er eftir viðmiðum
Svansins er áherslan fyrst og
fremst á að minnka neikvæð
áhrif á umhverfið, en byggingar-
iðnaðurinn er sá iðnaður sem losar
mest af gróðurhúsalofttegundum á
heimsvísu. Einnig er mikil áhersla
lögð á að draga úr skaðlegum
efnum sem notuð eru í byggingum
til þess að tryggja betri innivist
fyrir íbúa eða aðra notendur bygg-
ingarinnar. Með því að draga úr
skaðlegum efnum eru auknar líkur
á að hægt verði að endurnota eða
endurvinna efnin við lok líftíma
byggingar. Þannig styðja kröfur
Svansvottunar líka við hringrásar-
hagkerfið,“ segir hún.
Viðmið Svansins fyrir einstaka
vöruflokka, svo sem nýbyggingar
og endurbætur húsnæðis, eru
endurskoðuð reglulega og hert.
Þetta tryggir að kröfurnar sem við
setjum byggi á nýjustu vitneskju
og taki tillit til þróunar á mark-
aðnum.
Hagrænir hvatar styðja við um-
hverfisvottaðar framkvæmdir
„Enn sem komið er hafa einungis
verið byggð Svansvottuð íbúðar-
húsnæði hér á landi en til stendur
að byggja fyrsta Svansvottaða
grunnskólann, Kársnesskóla, og
er Kópavogsbær þannig fyrsta
sveitarfélagið sem sækir um
Svansvottun fyrir framkvæmd
á vegum sveitarfélagsins,“ segir
Bergþóra og bætir við að sveitar-
félögin spili stórt hlutverk þegar
kemur að umhverfisvottuðum
byggingum og hafa ýmis tækifæri
til að greiða götu slíkra verkefna.
„Bæði með því að leggja sjálf
áherslu á vottanir í sínum fram-
kvæmdum en líka með því að beita
hagrænum hvötum. Til að mynda
veitir Hafnarfjarðarbær nú afslátt
af lóðarverði fyrir Svansvott-
aðar byggingar og byggingar með
BREEAM-vottun.“
Góðir hvatar
„Það hefur einnig færst í aukana
að fjármálastofnanir séu með
hagræna hvata sem styðja við
umhverfisvottaðar framkvæmdir,
þar má nefna bæði betri lána-
kjör fyrir framkvæmdaaðila og
niðurfelling lántökugjalda fyrir
einstaklinga sem kaupa vottað
íbúðarhúsnæði,“ segir Elva Rakel
Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Svansins, og bætir við að með
vorinu klárist fyrsta verkefnið
utan höfuðborgarsvæðisins þar
sem Faktabygg er að klára parhús
fyrir Þingeyjarsveit sem er staðsett
á Stóru-Tjörnum. „Einnig komu
í þessum mánuði fyrstu Svans-
vottuðu íbúðirnar á almennan
markað, en þar er um að ræða 16
íbúðir í raðhúsum í Urriðaholti
sem Vistbyggð stendur á bak við.
Við hjá Umhverfisstofnun sjáum
einnig aukinn áhuga frá stórum
byggingarverktökum á að taka
uppbyggingu heilla íbúðahverfi
í gegnum vottunina þannig að
þróunin hérna heima er bara rétt
að byrja,“ segir hún. Dæmi um slíkt
verkefni er nýi miðbæjarkjarninn
á Selfossi, en þar mun allt íbúðar-
húsnæði vera Svansvottað og
allt annað rými fylgja viðmiðum
Svansins í einu og öllu.
Veldisvöxtur á Norðurlöndunum
Í nýrri tölfræði frá Norrænni
umhverfismerkingu sést skýr
þróun í umfangi Svansvottaðra
bygginga en það hefur þrefaldast
frá byrjun janúar 2018 til janúar
2021. Í dag eru um 18.000 Svans-
vottaðar byggingar á Norðurlönd-
unum og um 31.000 til viðbótar í
byggingu. Á Íslandi hefur mála-
flokkurinn líka stækkað mjög
hratt síðustu misseri og mörg stór
verkefni eru í farvatninu. Þá hefur
áhuginn einnig aukist umtalsvert
og fyrirspurnum fjölgar hratt til
Umhverfisstofnunar varðandi
umhverfisvottaðar nýbyggingar og
endurbætur.
Hvað er það sem einkennir
Svansvottaða byggingu
Auk þess sem Svansvottaðar bygg-
ingar hafa góð áhrif á umhverfið er
einnig lögð áhersla á:
• Strangar kröfur um innihald
skaðlegra efna í bygginga- og
efnavöru.
• Góða innivist þar sem kröfur eru
gerðar til dagsbirtuhönnunar,
loftræsingu, rakamælinga o.fl.
• Lægri orkunotkun.
• Krafa um að nota við úr sjálf-
bærri skógrækt.
• Gæðakerfi á byggingartímanum.
Svansvottunin miðast einungis
við sjálfa bygginguna og geta
eftirfarandi tegundir húsnæðis
fengið vottun: Fjölbýlishús, ein-
býlishús, þjónustuíbúðir aldraðra,
frístundahús, grunnskólar og
leikskólar
Svanurinn hefur einnig gefið út
viðmið fyrir endurbætur á hús-
næði sem nær yfir sömu tegundir
ásamt skrifstofuhúsnæði. Fyrsta
endurbótaverkefnið á Norður-
löndunum var einmitt á Íslandi, en
Reitir fasteignafélag luku við vott-
aðar endurbætur á skrifstofurými
Umhverfisstofnunar í september
2020.
Bergþóra og
Elva segja að
Svansvott-
uðum húsum sé
alltaf að fjölga
á Íslandi. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
Svansvottunin miðast einungis við bygginguna sjálfa og er mikil áhersla lögð á góða innivist, lága orkunotkun og
gæðakerfi á byggingartíma. Mynd af raðhúsum Vistbyggðar í Urriðaholti.
Fyrstu Svansvottuðu endurbætur á skrifstofuhúsnæði á Norðurlöndunum
voru hér á landi. Skrifstofa Umhverfisstofnunar í eigu Reita. MYND/REITIR
Fyrsta Svansvottaða húsið á Íslandi. MYND/FINNUR SVEINSSON
Sveitarfélögin
spila stórt hlut-
verk þegar kemur að
umhverfisvottuðum
byggingum og hafa
ýmis tækifæri til að
greiða götu slíkra
verkefna.
Bergþóra Kvaran
2 kynningarblað 30. mars 2021 ÞRIÐJUDAGURSVANSVOTTUN