Fréttablaðið - 30.03.2021, Síða 20

Fréttablaðið - 30.03.2021, Síða 20
Svanurinn er opinbert um- hverfismerki Norðurlandanna sem komið var á fót af Norrænu ráðherranefndinni árið 1989. Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfis- vænni kosti. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansvottunarinn- ar og vinnur náið með skrifstofum Svansins á öllum Norðurlönd- unum. Svansmerkið er lífsferils- merki sem þýðir að í allri við- miðaþróun er leitast við að hanna kröfur sem taka á öllum lífsferli vörunnar eða þjónustunnar sem um ræðir. Kröfur Svansins tryggja að vottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna, með því að: • skoða allan lífsferilinn og skil- greina helstu umhverfisþætti • setja strangar kröfur um helstu umhverfisþætti sem skilgreind- ir hafa verið svo sem; efnainni- hald og notkun skaðlegra efna, f lokkun og lágmörkun úrgangs, orku- og vatnsnotkun, og gæði og endingu • passa að þekkt hormónarask- andi og ofnæmis- eða krabba- meinsvaldandi efni séu ekki notuð • herða kröfurnar reglulega þannig að Svansvottaðar vörur og þjónusta séu í stöðugri þróun Til þess að vara eða þjónusta geti hlotið Svansvottun verður norræni Svanurinn að hafa mótað sértækar kröfur fyrir viðkomandi vöru- eða þjónustuflokk. Í dag eru viðmiðaflokkarnir 59 talsins. Svanurinn er umhverfismerki af Týpu 1 samkvæmt ISO 14024 umhverfisvottunarstaðlinum og er einn af stofnmeðlimum Global Ecolabelling Network. Í dag þekkja tæplega 90% Íslendinga Svaninn samkvæmt nýlegri neytendakönnun. Þekk- ingin hefur aukist mjög hratt síðustu ár og er nú á pari við hin Norðurlöndin. Svansvottun er fyrst og fremst skýr og metnaðarfull leið fyrir fyrirtæki að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með kerfis- bundnum hætti. Svanurinn gerir ríkar umhverf- iskröfur til þeirra sem sækjast eftir Svansvottun og þeim kröfum þarf að viðhalda til að missa ekki vottunina. Svanurinn er líka sterkt verk- færi til þess að skapa sér sérstöðu á samkeppnismarkaði. Sú ímynd- arsköpun sem fylgir Svansvottun getur laðað að sér ekki einungis nýjan kúnnahóp heldur einnig starfsfólk sem hefur metnað fyrir umhverfismálum. Svanurinn getur því verið leið til þess að auka skilning á umhverfisþáttum rekstursins sem hefur yfirleitt í för með sér rekstrarsparnað þar sem innkaup eru einfölduð og gerð skilvirkari. Opinbert umhverfismerki Norðurlandanna Í Svansvott- un er verið að skoða allan lífs- feril vöru eða þjónustu VELDU SVANSVOTTAÐ FYRIR UMHVERFIÐ OG HEILSUNAsvanurinn.is 4 kynningarblað 30. mars 2021 ÞRIÐJUDAGURSVANSVOTTUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.