Fréttablaðið - 07.05.2021, Qupperneq 2
Hreiðurgerð á níundu hæð
ÖRYGGISMÁL „Við erum ekki að
rekast á neina fjársjóði en þeir
fundu eitt hlaupahjól strákarnir,“
segir Guðjón Guðjónsson, aðstoð-
arvarðstjóri hjá Slökkviliðinu
á höfuðborgarsvæðinu og einn
umsjónarmanna köfunarnám-
skeiðs í Reykjavíkurhöfn.
Um er að ræða fyrsta kafaranám-
skeiðið í þrjú ár á vegum slökkvi-
liðsins, Landhelgisgæslunnar og
ríkislögreglustjóra. Guðjón segir
að á námskeiðinu séu stýrimaður
og háseti frá Landhelgisgæslunni,
tveir sérsveitarmenn frá ríkis-
lögreglustjóra og sjö slökkviliðs-
og sjúkraf lutningamenn. Fyrsti
hlutinn hafi farið fram í Sundhöll
Reykjavíkur þar sem mannskapur-
inn hafi kynnst kafarabúnaðinum í
vernduðu umhverfi.
„Við erum búnir að vera í krikan-
um hjá Hörpu síðan á mánudag og
þeir hafa verið að æfa leitarkerfi og
að nota ákveðin línumerki til þess
að hafa samband hver við annan
eða fá fyrirmæli frá yfirborðinu,“
útskýrir Guðjón viðfangsefnin.
„Kafarar Landhelgisgæslunnar
enda mest í því að sinna skipa-
þjónustu. Lögreglumennirnir enda
meira í að rannsaka. Slökkviliðið
er að nýta þetta til þess að teygja
sjúkraf lutningaþjónustuna niður
í vatn og sjó,“ segir Guðjón. Menn
með mismunandi bakgrunn sam-
einist í köfuninni og liðsinni hver
öðrum. „Ef til að mynda verður
stórt slys þá höfum við allir saman
grunninn.“
Að sögn Guðjóns fengu kafararnir
smíðaverkefni neðansjávar í gær.
„Þeir höfðu með sér hamar, nagla,
sög og 3,6 metra langa spítu. Og upp
kom kassi sem var sextíu sinnum
sextíu,“ lýsir hann. Mjög frábrugðið
sé að vinna verk á borð við þessi í
vatni. „Þegar komið er í hálfgert
þyngdarleysi þarf að beita sér allt,
allt öðru vísi heldur en þegar staðið
er í bílskúrnum heima hjá sér.“
Dagurinn í gær endaði á leitar-
æfingu. „Þeir voru að æfa björgun
á kafara í vandræðum. Það gekk
ljómandi vel,“ segir Guðjón.
Aðspu rðu r k veðu r Guðjón
skyggni í höfninni ekki upp á marga
fiska. „Þetta er eins og aspassúpa,
maður sér eiginlega ekki neitt.
Maður kemur niður á botninn og
þá þyrlast drullan í kring um mann
og allt verður svart. Reglan er sú að
við sjáum nánast ekkert. Þá lokar
maður bara oft augunum og vinnur
með því að þreifa sig áfram.“
Námskeiðið heldur áfram í sept-
ember. „Þá förum við að vinna í að
láta þá kafa með lofti frá yfirborð-
inu þannig að þeir hafa lengri tíma
til að vinna,“ segir Guðjón. Endað
verði á því að kafa niður á fimmtíu
metra frá varðskipi.
„Þeir eru að minnsta kosti ekki
leiðir hérna strákarnir en eru
kannski svolítið þreyttir,“ segir
Guðjón þegar honum er bent á að
æfingarnar líti út fyrir vera svolítið
skemmtilegar. gar@frettabladid.is
Læra köfun í höfninni
er minnir á aspassúpu
Liðsmenn Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn og sérsveitarmenn eru nú
við köfunaræfingar í Reykjavíkurhöfn. Þar þurfa kafararnir meðal annars að
bjarga hver öðrum og leita að skrúfboltum í skyggni sem minnir á aspassúpu.
Skrefin tekin í átt að undirdjúpum Reykjavíkurhafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Reglan er sú að við
sjáum nánast
ekkert. Þá lokar maður bara
oft augunum og vinnur með
því að þreifa sig áfram.
Guðjón Guðjónsson, aðstoðarvarð-
stjóri hjá Slökkviliðinu á höfuð-
borgarsvæðinu
ELDGOS Prófanir á hraunrennslis-
vörnum í Meradölum út frá núver-
andi gosi í Geldingadölum eru
nýttar til að afla reynslu og þekk-
ingar á uppbyggingu varnargarða
sem gæti þurft að byggja síðar til að
verja mikilvæga innviði eða íbúða-
byggð á Reykjanesskaga.
Björn Oddsson jarðeðlisfræðing-
ur kom á fund bæjarráðs í vikunni
til að fara yfir stöðu mála. Var lagt
fram minnisblað frá Verkís, Ef lu
og Háskóla Íslands um prófanir á
hraunrennslisvörnum.
Bæjarráð Grindavíkur leggur
mikla áherslu á að þær aðstæður
sem nú eru til staðar í Meradölum
verði tafarlaust nýttar til að fram-
kvæma prófanir á hraunrennslis-
vörnum að veittum tilskildum
leyfum til framkvæmdanna, segir
í fundargerð bæjarráðs. – bb
Vilja prófa
hraunvarnir
Gosið er enn vinsæll áfangastaður.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Birni B. Berthelsen, íbúa í þjónustuíbúð í Furugerði 1, brá í brún þegar dóttir hans opnaði grillið hans á níundu hæð fyrir skömmu. Við blasti
þrastarhreiður þar sem ljóst er að vandað hefur verið til verka. „Ég hef aldrei lent í svona. Ég var búinn að sjá fuglana þegar þeir voru að bera inn strá
og svoleiðis,“ segir Björn. Fyrst komu fjögur egg og svo urðu þau sex. „Þetta eru greinilega duglegir fuglar,“ segir hann og hlær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SKIPULAGSMÁL Borgarráð Reykjavík-
ur hafnaði í gær beiðni á breytingu
á deiliskipulagi um þá kvöð íbúa
að hafa berjarunna á sérafnotareit.
Berjarunninn skal því fara niður.
Sjálfstæðisf lokkurinn lagði fram
bókun þar sem bent er að for-
ræðishyggjan birtist víða. „Þá vekur
athygli að þótt ekki eigi að tryggja
íbúum frelsi um ráðstöfun eigin
garða, er ekki fyrirhugað að fram-
kvæma lokaúttekt á sérafnotareit-
unum,“ segir í bókun flokksins.
Hildur Björnsdóttir, borgarfull-
trúi flokksins, spurði hverjar afleið-
ingarnar yrðu ef íbúar myndu hafa
reitinn eins og þeir vildu. Svarið
sem hún fékk var að ekki yrði fram-
kvæmd lokaúttekt á umræddum sér-
afnotareitum. Aðrir íbúar gætu hins
vegar kvartað til borgarinnar og þá
yrði skilmálaeftirlitið sent á svæðið.
„Þetta eru auðvitað fráleit afskipti
af heimilum fólks. Kerfið verður að
vera sveigjanlegt,“ segir Hildur hissa.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfull-
trúi Miðf lokksins sem einnig er
garðyrkjufræðingur, veit varla
hvort hún eigi að hlæja eða gráta
yfir þessari niðurstöðu. Í bókun
hennar segir að þetta séu trúlega
minnstu garðar í heimi þar sem
verði að vera berjarunni til að
gróðurþekjan og líffræðileg fjöl-
breytni á svæðinu haldi sér. „Það er
ekki hægt að skálda svona vitleysu
upp – en allt er greinilega hægt í
Reykjavík.“ – bb
Berjarunninn skal niður
en þó án lokaúttektar
Guðmundur Helgi á heima í Voga-
byggð í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
7 . M A Í 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð