Fréttablaðið - 07.05.2021, Blaðsíða 4
Við vonumst til
þess að á næstu
mánuðum geti dómarar á
Íslandi komið til leiðar
einhvers konar réttlæti fyrir
fjölskyldu mína.
Sarah Wagstaff
Renndu við og fáðu lyn afgreidd beint í bílinn
www.lyfsalinn.is
BÍLAAPÓTEK
VIÐ VESTURLANDSVEG
DÓMSMÁL „Sá langi tími sem málið
hefur tekið hefur komið í veg fyrir
að við fjölskyldan getum haldið
áfram með líf okkar,“ segir Sarah
Wagstaff, sem rekur dómsmál gegn
Arngrími Jóhannssyni f lugstjóra
vegna andláts föður hennar í f lug-
slysi með Arngrími.
Arngrímur brotlenti ferjuflugvél
sinni í Barkárdal í Eyjafirði í ágúst
2015 og var þá á leið frá Akureyri
til Kef lavíkur. Með um borð var
Kanadamaðurinn Grant Wagstaff
sem Arngrímur hafði ráðið til að
flytja vélina með sér vestur um haf
og koma í hendur á nýjum eiganda.
Við brotlendinguna kom upp eldur.
Arngrímur náði að komast út úr vél-
inni en Grant lést.
Sarah Wagstaff höfðaði mál í
nóvember 2019 gegn Arngrími
og tryggingafélagi hans Sjóvá og
krafðist bóta fyrir föður sinn. Það
sama hafði Roslyn, ekkja Grants,
gert áður fyrir sitt leyti og síðar
yngri börn hennar tvö, Claire og
Tyler. Samtals eru því rekin fjögur
samhljóma dómsmál. Ekkjan er
með einn lögmann en börnin þrjú
leituðu annað og eru öll með sama
lögmanninn.
Fyrirtaka var í málunum fjórum í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar
var ákveðið að aðalmeðferð þess
færi fram í október, eftir fimm mán-
uði. Lögð hefur verið fram matsgerð
tveggja sérfróðra matsmanna með
svörum við tilteknum spurningum
sem lögmenn málsaðilanna lögðu
fyrir þá.
Meginniðurstaða matsmann-
anna er sú að orsök þess að flugvélin
hrapaði hafi verið ísing í blöndungi.
Þá hafna þeir þeirri niðurstöðu
rannsóknarnefndar f lugslysa að
f lugvélin hafi verið ofhlaðin og að
ekki hafi verið skilyrði til sjónflugs
þegar Arngrímur freistaði þess að
f ljúga upp yfir Tröllaskaga neðan
úr Barkárdal eftir að hafa reynt
fyrir sér í Öxnadal og Hörgárdal.
Taldi rannsóknarnefndin mann-
lega þætti hafa átt þátt í slysinu auk
blöndungsísingar.
Andstætt rannsóknarnefndinni
telja matsmennirnir ekki hægt að
skilgreina Grant Wagstaff sem flug-
mann um borð, eða Pilot Not Flying.
Slíka skilgreiningu lagði Sjóvá ein-
mitt til grundvallar þeirri ákvörðun
fyrir þremur árum að greiða ekki
bætur til fjölskyldu Grants þar sem
tryggingin fyrir f lugvélina hefði
aðeins gert ráð fyrir einum f lug-
manni og síðan farþegum ef þeim
væri til að dreifa.
„Ég er sannfærð um að koma
hefði mátt í veg fyrir lát föður míns
og að ákvarðanir og geta Arngríms
til að hafa stjórn á fluginu við þessar
fyrirsjáanlegu veðuraðstæður hafi
á endanum leitt til þess að faðir
minn lést,“ segir Sarah.
Þá segist Sarah telja að Sjóvá hafi
ranglega og á ósanngjarnan hátt
skýlt sér á bak við þá skilgreiningu
að faðir hennar hafi verið flugmað-
ur um borð í vélinni þennan dag og
þannig komið sér undan að taka á
sig nokkra fjárhagslega ábyrgð.
„Við vonumst til þess að á næstu
mánuðum geti dómarar á Íslandi
komið til leiðar einhvers konar rétt-
læti fyrir fjölskyldu mína og vegna
andláts föður míns þannig að við
getum lagt málið að baki okkur,“
segir Sarah Wagstaff.
Áður en til aðalmeðferðar kemur
í haust þarf að finna sérfróðan
meðdómara sem sest þá í dóminn
ásamt tveimur héraðsdómurum.
gar@frettabladid.is
Dómkvaddir matsmenn segja
ísingu orsök Barkárdalsslyss
Matsmenn í bótamáli á hendur Arngrími Jóhannssyni og Sjóvá segja blöndungsísingu hafa leitt til þess
að flugvél Arngríms brotlenti. Dóttir Kanadamanns sem lést í slysinu kveðst sannfærð um að koma hefði
mátt í veg fyrir það. Aðalmeðferð í bótamálinu er áætluð í október, rúmum sex árum eftir að vélin fórst.
Flak ferjuflugvélar Arngríms Jóhannssonar fannst í Barkárdal meira en
átta klukkutímum eftir að hún lagði upp frá Akureyri. MYND/AÐSEND
SAMFÉLAG Fangar gátu ekki nýtt sér
ferðagjöf stjórnvalda í fyrra og líkur
eru á að sú verði einnig raunin í ár.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, for-
maður Afstöðu – félags fanga, segir
leitt að stór hópur líkt og fangar geti
ekki nýtt sér sama kost og aðrir.
„Þeir hafa bara ekki tækifæri á
að komast í hana og nota hana. Það
er vegna þess að þeir eru ekki með
snjallsíma. Þeir eru ekki með rafræn
skilríki,“ segir Guðmundur.
„Þeir eru ekki með internet og
þeir eru ekki með neina verslun til
að taka á móti því. Ekki nema þá
bara verslanirnar í fangelsunum
en þær hafa auðvitað ekki verið að
taka á móti þessu.“
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir
ferðamálaráðherra sagði í síðasta
mánuði að til stæði að kynna ferða-
gjöfina að nýju í ár. Í fyrra var um
að ræða 5.000 króna upphæð sem
landsmenn gátu sótt sér í sérstakt
smáforrit með rafrænum skilríkj-
um. Þórdís hafði ekki svarað fyrir-
spurn Fréttablaðsins vegna málsins
fyrir birtingu þessarar fréttar.
„Það er náttúrulega mjög mikil-
vægt að allir fái að nýta þetta. Fang-
ar eru alveg jafn mikið að líða fyrir
Covid og hver annar,“ segir Guð-
mundur. Málið hafi verið rætt við
fangelsisyfirvöld en útfærslan og
hver sjái um hana talið flókið mál.
Hefur Afstaða meðal annars sent
Island.is og Ferðamálastofu erindi
vegna málsins til að finna lausnir
á því. Segir félagið að hægt væri að
hafa sérstakan síma til verksins, þar
sem fangar kæmust inn á Island.is
með Íslykli og smáforriti komið
fyrir í verslunum fangelsa svo þær
geti tekið á móti gjöfinni. – oæg
Vilja að fangar fái líka ferðagjöfina
Fangar á Litla-Hrauni fá ekki ferðagjöf stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
SJÁVARÚTVEGUR Rannsóknarskipið
Árni Friðriksson lagði í gær af stað í
leiðangur þar sem mæla á magn og
útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar
og annarra uppsjávartegunda á
hafsvæðinu á milli Íslands og Nor-
egs, svonefndu Austurdjúpi og á
Austur- og Norðausturmiðum.
Jafnframt verður ástand hafs og vist-
kerfis kannað. Þetta kemur fram á
vef Hafrannsóknastofnunar.
Leiðangurinn hefur verið farinn
árlega síðan 1995 og verða niður-
stöður hans nýttar við stofnmat og
veiðiráðgjöf norsk-íslenska síldar-
stofnsins.
Auk Árna Friðrikssonar taka
rannsóknarskip frá Noregi, Fær-
eyjum, Danmörku og Rússlandi þátt
í verkefninu. Áætlað er að leiðangur-
inn muni taka 20 daga. – jþ
Mæla síld fyrir
austan landið
Árni Friðriksson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
UMHVE RFISM ÁL R ík is lög reglu -
stjóri, í sam ráði við lög reglu stjóra
og slökkvi liðs stjóra á Vest ur landi,
höfuð borg ar svæðinu, Suður nesj-
um og Suður landi, hefur á kveðið
að lýsa yfir ó vissu stigi vegna hættu
á gróður eld um. Þetta segir í til-
kynningu.
Svæðið sem um ræðir nær frá
Eyja fjöll um að sunn an verðu Snæ -
fells nesi. Lítið hef ur rignt á þessu
svæði und an farið og veður spá á
næstunni fyrir svæðið gerir ekki ráð
fyrir úrkomu svo neinu nemi.
Skemmst er að minnast gróður-
elda í Heiðmörk í vikunni. Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur sendi í gær
frá sér tilkynningu þar sem segir að
göngustígar og akvegir í Heiðmörk
séu nú opnir gestum. Segir þar einn-
ig að reykingar og hvers kyns með-
ferð elds eða eldfæra sé bönnuð í
Heiðmörk á meðan jafn þurrt er í
veðri.
Ó vissu stig í þessu samhengi
þýðir að aukið eftir lit er haft með
at burða rás sem gæti leitt til að
heilsu og öryggi fólks, um hverfis
eða byggðar verði ógnað. Að lýsa
yfir ó vissu stigi er hluti af verk-
ferlum al manna varna til að tryggja
sam skipti og upp lýsinga gjöf á milli
við bragðs aðila og al mennings.
Almannavarnir hvetja al menning
til að sýna að gát með opinn eld á
þessum svæðum þar sem gróður er
þurr. Verði fólk vart við gróður eld
er það beðið um að hringja strax í
neyðar línuna. – oæg / jþ
Setja óvissustig á vegna rigningarleysis og mögulegra gróðurelda
Eldurinn í Heiðmörk í vikunni fór um 61 hektara lands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MOSFELLSBÆR Nýjasti grunnskóli
Mosfellsbæjar mun heita Kvíslar-
skóli en ákveðið var að efna til
samkeppni um nafn á nýja skólann
um miðjan mars. Góð þátttaka var
í samkeppninni og alls bárust 68 til-
lögur að nýju nafni. Nafnanefndin
setti sér starfsreglur og fundaðir
tvisvar sinnum. Skólinn verður
fyrir nemendur í 7. til 10. bekk
Nafn skólans var tilkynnt með
formlegum hætti í gær í eldri deild
Varmárskóla. – bb
Skólinn heitir
Kvíslarskóli
7 . M A Í 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð