Fréttablaðið - 07.05.2021, Síða 9
Áður fyrr var jafnan talað
um það, að fyrstu 100
dagarnir í embætti væru ein-
hvers konar brúðkaupsferð.
Biden skorar á hólm sjálfa
ofurkredduna sem grasserað
hefur í Bandaríkjunum allt
frá Ronald Reagan … um að
ríkið sé hið illa.
Guðmundur
Steingrímsson
Í DAG
Frumvarp
forsætisráðherra
um breytingar á stjórnarskrá
færir útgerðunum ótímabundinn
ráðstöfunarrétt á fiskimiðunum.
Einföld breyting á frumvarpinu
um að greiða eigi fullt gjald fyrir
tímabundin afnot af auðlindunum
tryggir greiðslu til þjóðarinnar.
HVAÐ ÆTLAR FLOKKURINN ÞINN AÐ GERA?
Í vikunni gerðust þau tímamót sem gjarnan eru eftirtektarverð í lífi stjórnmálafólks, að forseti
Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur
verið 100 daga í embætti. Áður fyrr
var jafnan talað um það, að fyrstu
100 dagarnir í embætti væru ein-
hvers konar brúðkaupsferð. Enska
hugtakið „honeymoon“ nær þeirri
pælingu reyndar aðeins betur, í
örlítilli mótsögn við þau vísuorð
Einars Benediktssonar að til séu á
íslensku orð yfir allt sem er hugsað
á jörðu, en hvað um það. Í þessa
100 daga eiga nýkjörnir leiðtogar
að njóta vafans og fá næði frá fjöl-
miðlum og öðrum gagnrýnisöflum
til að skipuleggja sig. Að þeim
dögum liðnum á fólk að vera til-
búið í slaginn, og koma endurnært
og hresst inn í þjóðfélagserilinn,
með ráð undir rifi hverju og plön
við flestu.
Þessi nálgun hefur almennt
látið undan síga. Eins og stjórn-
málin eru orðin, og út af því hvað
hraði umræðunnar hefur færst
mjög í vöxt — svo ekki sé talað
um krísurnar sem jafnan dynja á
þjóðfélögunum — er enginn tími
fyrir einhverja 100 daga afslöppun
í upphafi valdatíðar. Allt þarf að
ganga upp frá fyrstu mínútu, sér-
staklega þegar tekið er við taum-
unum í miðjum heimsfaraldri og
eftir að stjörnuvitlaus forveri hefur
hvatt til uppreisnar með lygum og
þvættingi.
Margir héldu að Biden væri
afskaplega óáhugavert gamal-
menni sem ætti ekkert erindi
í þennan valdastól. Þess gætti
að gert væri grín að stami hans
og mismælum. Að fylgjast með
upphafsdögum þessa reynslu-
bolta, og hversu magnaðir þeir
dagar hafa verið, hefur af þessum
sökum verið einstaklega endur-
nærandi, umhugsunarvert og
frískandi. Joe Biden hefur sýnt
heimsbyggðinni að það er hægt að
taka réttar ákvarðanir í pólitík,
að pólitík skiptir óendanlega
miklu máli og það eru til pólitík-
usar sem eru ekki í stjórnmálum
einungis til að sigra í leðjuslögum
og gera fólk þunglynt. Auðvitað
er allt umdeilanlegt. Sumir vilja
fara aðrar leiðir, gefa meira í eða
vilja hnika til áherslum. Það er
eðlilegt. Stóru fréttirnar eru engu
að síður glimrandi. Tiltekið tíst
á Twitter var lýsandi við upphaf
forsetatíðar Bidens, frá evrópskum
loftslagsvísindamanni til banda-
rískra kollega. Það var einfaldlega
svona: „Veriði velkomin aftur“. Það
var eins og öll vísindaakademía
Bandaríkjanna, eins mikilvæg og
hún er heimsbyggðinni allri, hefði
verið endurheimt úr tímaferðalagi
Dagar Bidens
til miðalda, þar sem hún húkti í
dýflissum með skinnpjötlu á höfði.
Nú var hún aftur á meðal okkar. Á
tímum þegar veröldin þarf á þekk-
ingu og vísindum að halda, sem
aldrei fyrr, er ekki nokkur leið að
vanmeta þýðingu þess að fólk fyrir
vestan fái loksins að sýna hvað í
því býr, taka þátt í að leysa vanda-
mál heimsins, án þess að forseti
þjóðarinnar brjálist í hástöfum.
Það skiptir máli hver stjórnar.
Um Biden hefur verið sagt, að
hann sé þannig gerður að hann
líti aldrei svo á að hann sé klárasta
manneskjan í herberginu. Þetta
er mikilvægt. Margir hafa þá trú
að það sé mjög áríðandi að vera
klárastur í öllum herbergjum.
Biden hins vegar ku hlusta á aðra,
sem eru klárari en hann. Á hitt
hefur einnig verið bent, að Biden
er ekki mikill kreddukarl. Hann
er þess vegna reiðubúinn að hlýða
á lausnir, án þess að fyllast bræði
yfir því að lausnin kunni mögu-
leika ekki endilega að samrýmast
einhvers konar fyrir fram mótuðu
hugtakakerfi hans. Hann er ekki í
keppni í því að hafa rétt fyrir sér,
eins og sumir segja að háð hafi
vinstri mönnum á Íslandi um
langt skeið, heldur virðist Biden
raunverulega keppa að árangri,
fyrir samfélagið. Persónuleg áföll
hans og bakgrunnur gerir það að
verkum að hann virðist einlæglega
hafa áhuga á því að bæta líf fólks
og hjálpa því upp úr efnahags-
legum ömurleika. Ákvarðanirnar
á fyrstu 100 dögunum eru sem vel
samin tónlist: Bandaríkin ætla að
taka á loftslagsmálunum, það á að
byggja upp græna innviði, byggja
íbúðir handa fólki, skattleggja hina
ofurríku og nú síðast, í vikunni,
lýsti Bandaríkjastjórn því yfir
að hún styddi hugmyndir um að
framleiðsla á bóluefni við Covid-19
yrði ekki bundin einkaleyfi. Það
yrði stórbrotið fyrir fátækustu ríki
heims.
Breytt mynd blasir við. Kær-
komin skynsemisbylgja fer nú um
veröldina. Biden skorar á hólm
sjálfa ofurkredduna sem grasserað
hefur í Bandaríkjunum allt frá
Ronald Reagan með tilheyrandi
smitáhrifum til annarra þjóða,
um að ríkið sé hið illa. Það er
fásinna. Sé ríkinu, í lýðræðislegu
umboði, beitt rétt er ríkið grund-
vallarkraftur sem getur umbreytt
þjóðfélögum til meiri skynsemi,
réttlætis, frumkvæðis og farsældar.
Megi hann stama, mismæla
sig og hrasa í f lugvélastigum sem
lengst þessi maður. Af kláru fólki á
heimsbyggðin blessunarlega ara-
grúa. Til að leiða þarf gott fólk.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9F Ö S T U D A G U R 7 . M A Í 2 0 2 1