Fréttablaðið - 07.05.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.05.2021, Blaðsíða 10
Það minnkaði ekki spennuna að sjá að bæjarbúar voru margir hverjir búnir að flagga á leikdegi. Hugrún Pálsdóttir FÓTBOLTI Það var sögulegur leikur sem spilaður var á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið. Þá mætti Þróttur í heimsókn í fyrsta leik Tindastóls í sögunni í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Hugrún Pálsdóttir skoraði tíma- mótamark fyrir Tindastól þegar hún kom liðinu yfir í leiknum en því miður fyrir heimakonur náðu gestirnir að jafna metin með marki sínu beint úr aukaspyrnu í upp- bótartíma leiksins. „Eftirvæntingin fyrir þessum leik var mjög mikil og það var mikil spenna í leikmannahópnum, ég get alveg viðurkennt það. Það minnkaði ekki spennuna að sjá að bæjarbúar voru margir hverjir búnir að flagga á leikdegi og maður fann alveg fyrir hversu mikið stolt var í bænum yfir að við værum að fara að spila í efstu deild í fyrsta skipti,“ segir Hugrún um aðdraganda leiksins. „Við pössuðum samt alveg upp á að draga andann djúpt áður en kom að leiknum og mér fannst spennu- stigið bara fínt þegar út í leikinn var komið. Við minntum okkur á það að við værum að fara út í fyrsta leik af mörgum og Þróttur væri lið sem við hefðum mætt áður með fínum árangri. Þannig að mér fannst við bara vel stilltar þrátt fyrir að það væri auðvitað smá hrollur í okkur,“ segir hún enn fremur. „Það hjálpar okkur líka að við erum með sama kjarna og hefur farið upp um deildir síðustu ár og leikmannahópurinn er svipaður og í fyrra. Það er gríðarlega góð liðs- heild í þessum hóp og ég held að það vinni með okkur að það eru sömu lykilleikmenn í liðinu og sáu um að koma okkur upp um deildir. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að við þurfum bæði að bæta okkur sem eru fyrir og styrkja okkur til þess að festa okkur í sessi í þessari deild sem er klárlega mark- miðið,“ segir Hugrún sem hefur allan sinn feril leikið með Tinda- stóli. „Að ná að skora í þessum leik var mögnuð tilfinning og ég trúði því eiginlega að þetta væri að gerast fyrst eftir að ég horfði á eftir bolt- anum fara í netið. Það tók smá tíma að fatta að þetta væri að gerast og ég áttaði mig eiginlega ekki á því að þetta væri veruleikinn fyrr en við vorum byrjaðar að fagna markinu. Það var súrsæt tilfinning inni í klefa eftir leik. Við erum ánægður með að vera komnar á blað og það er þægilegt að fá staðfestingu á því sem við vorum nokkuð viss á fyrir þennan leik að við eigum klárlega heima í þessari deild. Í þeirri stöðu sem var komin upp vildum við að sjálfsögðu fá þrjú stig og við vorum búnar að halda þeim vel í skefjum fram að markinu sem kom úr bara virkilega góðu skoti beint úr aukaspyrnu. Það var ekkert við markinu að gera en það var mjög svekkjandi að ná ekki að halda út. Mér finnst jákvætt að stemming- in inni í klefa var sú að við vorum pirraðar að hafa ekki unnið og við getum tekið þann pirring með okkur í næstu verkefni. Við náðum ekki að spila á okkar sterkasta liði í æfingaleikjunum fyrir þennan leik og vorum að spila með alla okkur sterkustu leikmenn í fyrsta sinn í langan tíma. Þeir leikmenn sem voru tæpir vegna meiðsla fyrir leikinn verða sterkari í næsta leik og svo er aldr- ei að vita hvort þjálfararnir séu að vinna í að styrkja liðið enn frekar. Það kemur bara í ljós,“ segir þessi 24 ára gamli leikmaður. Næsti leikur Tindastóls er á móti Fylki í Árbænum á þriðjudaginn kemur. hjorvaro@frettabladid.is Fundum vel hversu stoltið var mikið Hugrún Pálsdóttir skoraði fyrsta mark Tindastóls í efstu deild kvenna í knattspyrnu í sögu félagsins í miðri viku. Hugrún segir það hafa tekið tíma fyrir hana að átta sig á því að draumurinn væri orðinn að veruleika. Hún segir það hafa verið súrsætt að gera jafntefli. Leikmenn Tindastóls fagna sögulegu marki Hugrúnar Pálsdóttur í leiknum. MYND/ÓLI ARNAR Fimmtudaginn 20. maí 2021 kl. 16.30 1. Fundur settur 2. Skýrsla stjórnar 3. Gerð grein fyrir ársreikningi 4. Tryggingafræðileg úttekt 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt 6. Önnur mál Ársfundur SL lífeyrissjóðs 2021 Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Hægt verður að senda spurningar á meðan á fundinum stendur á tölvupóstfangið sl@sl.is DAGSKRÁ Reykjavík 20.05.2021 Stjórn SL lífeyrissjóðs Fundurinn er rafrænn og verður streymt, sjá slóðina www.sl.is Ef sóttvarnarreglur leyfa, eru fundargestir velkomnir á fundarstað á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík 7 . M A Í 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun leika í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hol- landi í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Slóvakíu og Ungverja- landi í janúar á næsta ári. Hollenska liðið leikur undir stjórn Erlings Richardssonar, þjálf- ara karlaliðs ÍBV. Hætt hefur verið við fyrirhugaða æfingaleiki Hol- lands við Ísland í aðdraganda loka- mótsins. Ísland var í þriðja styrkleika- flokki ásamt Frökkum, Slóvökum, Hvít-Rússum, Tékkum og Norður Makedóníu þegar dregið var í riðl- ana á mótinu í dag. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Þýskalandi etja kappi við Austurríki, Hvíta-Rússland og Pól- land. Riðill Íslands verður leikinn í New Budapest-höllinni í Búdapest en hún tekur um það bil 20.000 manns í sæti. Mótið fer fram dagana 11. til 31. janúar en leikjaniðröðun íslenska liðsins í riðlinum er eftir- farandi: Ísland leikur við Portúgal, svo Holland 16. janúar og að lokum Ungverjaland 18. janúar. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara í milliriðil mótsins. – hó Íslenska liðið mætir Erlingi á EM í janúar Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ísland mætir gestgjöf- unum, Ungverjalandi, Portúgal og Hollandi í lokakeppni EM 2022. Riðlarnir á EM n A-RIÐILL: Slóven ía, Dan mörk, Norður-Makedón ía, Svart- fjalla land. n B-RIÐILL: Portúgal, Ung verja- land, Ísland, Hol land. n C-RIÐILL: Króatía, Serbía, Frakk land, Úkraína. n D-RIÐILL: Þýska land, Aust ur- ríki, Hvíta-Rúss land, Pól land. n E-RIÐILL: Spánn, Svíþjóð, Tékk land, Bosn ía. n F-RIÐILL: Nor eg ur, Rúss land, Slóvakía, Lit há en.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.