Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2021, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.05.2021, Qupperneq 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Sérstaða Reykjaness felst ekki síst í því hvað það er aðgengilegt og stutt til okkar. Fólk áttar sig oft ekki á því að hér eru heimsklassaúti- vistarsvæði, fjöll, gönguleiðir og aðrar leyndar perlur,“ segir Eyþór Sæmundsson hjá Markaðsstofu Reykjaness. Meiri tími fyrir upplifun „Stundum er eins og fólki þyki of stutt að koma hingað í ferðalag frá höfuðborgarsvæðinu en þegar þú ferð í ferðalag þá er keyrslan eða ferðalagið oftar en ekki stór hluti af upplifuninni. Hjá okkur er hægt að spara ferðalagið og nota meiri tíma í upplifun.“ Eyþór segir að með eldgosinu séu sífellt fleiri að kveikja á því hvað Reykjanesið sé frábært svæði til útivistar og ferðalaga. „Það er eins og fólk hafi aðeins áttað sig á Reykjanesinu sem eins konar útivistarsvæði og áfangastað fyrir höfuðborgarsvæðið. Það hefur stundum verið smá áskorun að sýna fólki Reykjanes sem áfanga- stað, af því að þetta er svo stutt frá,“ útskýrir hann. „Við höfum reynt að hvetja fólk til að staldra við og skoða í kringum sig en með tilkomu gossins er það að breytast. Núna eru fjölmargir búnir að keyra á svæðið og ef þau hafa til dæmis farið Krýsuvíkurleiðina þá hafa þau kannski séð ýmsar perlur eins og til dæmis Kleifarvatn þar sem nú verður boðið upp á snorkl yfir neðansjávar háhitasvæði, sem er ákaflega spennandi.“ Afþreying fyrir alla Eyþór segir Reykjanesið hafa upp á allt að bjóða. „Þú getur farið örstutt frá heimilinu og sparað löngu keyrsluna en er samt upplifað sveitasælu. Hér er hægt að skella sér á fjórhjól, kajak eða sjóstöng og hér eru golfvellir, sundlaugar og svæði fyrir reiðhjólafólk.“ Á Reykjanesinu er einnig að finna gróin svæði sem eru tilvalin fyrir fjölskylduferðalög. „Það er fullkomið fyrir fjölskyldur að koma hingað og fara í lautarferð í Sól- brekkuskógi eða að Háabjalla. Það er lítið og skjólsælt svæði, eiginlega bara á leið að eldgosinu, þar eru rjóður með bekkjum og borðum, grill, göngusvæði og svo er Seltjörn og Snorrastaðatjarnir skammt frá,“ segir Eyþór. „Við fjallið Þorbjörn er svo að finna Selskóg, sem er skógur Grind- víkinga og glæsilegt útivistarsvæði líka. Þetta eru að mörgu leyti faldar perlur.“ Eyþór segir einnig vinsælt að fara á rúntinn, skoða jafnvel söfnin og fá sér ís eða jafnvel fara í langar gönguleiðir sem taki lengri tíma. „Síðan er hægt að skreppa yfir nótt og gista á glæsilegum hótelum sem er að finna í hverju sveitar- félagi. Úti á Garðskaga er til dæmis hótel sem er ekki nema fimm mínútur frá flugvellinum en það er alveg eins og þú sért staddur í sveit við sjóinn. Fólk fattar þetta ekki alveg, það fer kannski oft Reykja- nesbrautina en um leið og þú ferð inn á Reykjanesskagann þá fyrst uppgötvarðu hann.“ Kynngimagnaður kraftur Eyþór segir ótal leyndar náttúru- perlur að finna á svæðinu. „Það kemur fólki svo oft á óvart hvað leynist hérna. Eins og Fagradalsfjall sem er hæsta fjallið á svæðinu og á ótrúlega ríka sögu í tengslum við flugslys í seinni heimsstyrjöldinni.“ Þá nefnir hann einnig Kleifar- vatn sem er stærsta vatn Reykja- nesskagans. „Það er einhver kynngimagnaður kraftur yfir Kleifarvatni. Fólk beygir oft ekki að Kleifarvatni en ef þú ferð þá eru þar svartar strendur og magnað fjall- lendi. Þar er Seltún háhitasvæðið sem er mikil perla, eins og Gunnu- Snorklað í kampavínsglasi Bráðum verður hægt að snorkla í Kleifarvatni en það er stærsta vatnið á Reykjanesskaganum. Í Kleifarvatni eru neðanjarðar- hverir og hefur upplifuninni verið lýst á þann veg að það sé eins og að snorkla í kampa- vínsglasi. Undir sandinum er jarðhiti en sagan segir að hægt sé að sjóða egg í sandinum. Það er fyrirtækið dive.is sem mun halda utan um þessa einstöku upplifun. Sogin er litríkt og sérkennilegt háhitasvæði á Reykjanesi sem tilvalið er að heimsækja á góðum degi. Það er ólýsan- leg upplifun að snorkla í Kleifarvatni. MYND/DIVE.IS Djúpavatn er ein af náttúruperlunum á Reykjanesi en umhverfið í kring er einstaklega fallegt og í vatninu er að finna bleikju. MYNDIR/ÞRÁINN KOLBEINSSON Eyþór Sæmundsson hjá Markaðs- stofu Reykjaness. Kleifarvatn er vinsælt veiðivatn sem sagt er heimili stórfiska. Í vatninu er urriði og bleikja og tímabilið nær til 30. september. Háhitasvæðið Seltún er með fallegri stöðum á landinu. hver, heimsklassaháhitasvæði með öllum þessum litum, lyktinni og gufustrókum,“ segir Eyþór. „Síðan er þarna fjallshryggurinn eða Sveifluhálsinn fyrir ofan sem fólk er náttúrulega búið að sjá endalaust núna á skýringarmynd- um eða loftmyndum úr fréttunum. Öðruvísi sérðu þetta ekkert, ef þú ert ekki að labba þarna upp. Núna er þá bara spurning um að mæta og upplifa. Gosið kirsuberið á kökunni Eyþór segir að á sama tíma og gosið veki mikla athygli þá sé það í raun ekki síður enn ein staðfestingin á því hversu merkilegt svæðið er en Reykjanes nýtur þeirrar stór- merkilegu sérstöðu að vera einn af tveimur stöðum hér á landi sem hlotið hefur nafnbót frá Menn- ingarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO. „Reykjanes er UNESCO Global Geopark en þeir eru bara tveir hérna á landinu. Mið-Atlantshafs- hryggurinn gengur hér á land og er eini staðurinn í heiminum þar sem jarðflekarnir mætast, það er Brúin á milli heimsálfa. Hérna er jarðhitinn og hraunið og svo kemur eldgosið sem er kirsuberið á kökunni og undirstrikar allt varðandi jarðfræðina sem var nógu merkileg til að UNESCO gæfi okkur þennan stimpil,“ segir Eyþór. „Þessi stimpill fæst með menn- ingu og fræðslu til hliðsjónar af jarðfræðinni en ef jarðfræðin væri ekki svona einstök hérna þá hefði kannski ekki byggst upp þetta svæði og vegna hennar eru hérna góðar hafnir og búsetuskilyrði. Þetta tengist allt og við erum ákaf- lega stolt af þessu svæði og þessari viðurkenningu.“ 2 kynningarblað A L LT 7. maí 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.