Víkurfréttir - 27.05.2021, Síða 4
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Þann 20. maí afhenti umhverfis-
svið Reykjanesbæjar, Suðurnesja-
deild Garðyrkjufélags Íslands
til varðveislu og rekstrar þrjátíu
gróðurkassa, sem hafa áður hafa
verið staðsettir á þremur stöðum í
bæjarfélaginu. Þeim hefur nú öllum
verið komið á einn varanlegan stað,
fjölskylduvænlegu útivistasvæði,
sem hlotið hefur nafnið Njarðvíkur-
skógar.
Heitið Njarvíkurskógar höfðar til
þess að í framtíðinni verði svæði
þetta gróðri vaxið með trjám og
runnum, þar sem bæjarbúar allir hafi
lagt sitt að mörkum til að svæðið
verði sem mest aðlaðandi til úti-
vistar. Það sem þegar hefur verið
gert af hálfu bæjarins ber merki um
metnaðarfulla græna framtíðarsýn
fyrir það fjölmenningarsamfélag
sem við búum í. Á svæðinu er þegar
til staðar grillaðstaða, þrautaleikja-
garður, afgirt leiksvæði fyrir hunda
og frisbígolfvöllur, svo nokkuð sé
nefnt. Fjölfarnar gönguleiðir liggja
um svæðið.
Það er heiður fyrir okkar litlu
garðyrkjudeild að taka þátt mótun
þessa svæðis með því að taka við
þessum gróðurkössum sem hér
hefur verið komið fyrir og verða
kveikjan að því sem kalla mætti
Grenndargarða Suðurnesja. Í
þessum gjörningi felast óendanleg
tækifæri. Hér geta bæjarbúar komið
saman sem samfélag þar, sem marg-
breytileikinn nýtur sín, lært hver af
öðrum, þroskað með sér hæfileika
og notið þess að rækta eigin mat-
jurtir. Aldrei bragðast grænmeti
betur en það sem ræktað er með
eigin höndum. Börn sem borða sínar
eigin ræktaðar radísur eða rófur fá
yfir andlitið sérstakan ljóma. Kass-
arnir veglegu, sem komnir eru,
svala grunnþörfum garðyrkju, það
er afmarkað beð fullt af mold. Það er
síðan hvers og eins að fá út úr slíku
beði sem mestan ávöxt. Við kunnum
að þurfa að bæta jarðveginn, byggja
yfir beðin einfalda boga til að vernda
plöntur þær sem settar verða niður
með akrýldúkum og hækka þannig
hitastig ræktunarsvæðisins. Þetta
verður þróunarverkefni, eins og allt
sem byrjað er á. Búið er að leiða vatn
að svæðinu og til stendur að flytja
þangað lítið hús, sem afdrep og til
varðveislu garðáhalda. Það kemur
í hlut deildarinnar að skipuleggja
almanak ræktunarmannsins og
eftir megni kenna viðeigandi hand-
brögð við ræktunina og umgengi á
svæðinu. Hér myndast grundvöllur
til samveru og kynna, þegar lagt er
af stað. Það er í okkar höndum að
móta svæðið til framtíðar. Við viljum
sérstaklega ávarpa nýbúa í samfélagi
okkar og fá þá með í þetta verkefni,
njóta þeirra samveru og vona að þeir
njóti okkar. Kassarnir eru tilbúnir
til notkunnar og því um að gera að
hefjast handa og leigja sér kassa, því
þeir renna út. Grunngjald á hvern
kassa er 5.000 krónur. Við hvetjum
áhugasama að hafa tölvusamband
við gjaldkera félagsins, Hannes Frið-
riksson, netfang aeinn@ver.is, gefa
upp kennitölu og reikningsnúmer í
heimabanka, svo hægt sé að gjald-
færa leigugjaldið. Við vonum að
sem flestir nýti sér þetta einstaka
tækifæri og veri með frá byrjun til
að byggja upp sameiginlega, grænt,
fjölskylduvænt samfélag.
Fyrir hönd Suðurnesjadeildar
Garðyrkjufélags Íslands,
Konráð Lúðvíksson,
formaður.
Afhending gróðurkassa
í Njarðvíkurskógum
Frá formlegri afhendingu gróðurkassanna.Larz sýnir í
Gallery Grásteini
Larz Jónsson opnaði fyrir nokkru ljósmyndasýningu í Gallery Grásteini við
Skólavörðustíg 4 í Reykjavík. Sýningunni, sem Larz nefnir Hugmynd, lýkur
30. maí en þar sýnir hann fjölda mynda sem hann hefur tekið.
„Þetta hefur engið framar vonum og sýningin kemur fólki skemmtilega á
óvart. Myndirnar vekja ímyndunaraflið og almenna hrifningu.Hún er ævin-
týraleg og dularfull,“ segir Larz.
Sýningin er opin virka daga kl. 11 til 18 og kl. 12 til 17 um helgar.
Hægt að skoða
verkin á larz.is
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
4 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár