Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2021, Side 8

Víkurfréttir - 27.05.2021, Side 8
HÚSMÆÐRAORLOF Gullbringu- og Kjósarsýslu Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur opnað heimasíðu, slóðin er: orlofksgk.wordpress.com, þar sem fyrirhugaðar ferðir verða auglýstar. Einnig verða settar inn fréttir o.þ.h. Þær konur sem ekki hafa tölvuaðgang, eru hvattar til að leita aðstoðar hjá vinum og vandamönnum eða kanna með að- gang að tölvum á bókasöfnum. VINNUEFTIRLITIÐ REYKJANESBÆ HÚSNÆÐISÖFLUN - LEIGUHÚSNÆÐI 21437 - Ríkiskaup f.h. Ríkiseigna óska eftir að taka á leigu skrifstofu- húsnæði fyrir Vinnueftirlitið í Reykjanesbæ. Um er að ræða hefðbundið skrifstofuhúsnæði. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu til 10 ára með möguleika á að framlengja samninginn um 5 ár í senn, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og næg bílastæði. Gerð er krafa um að húsnæðið sé staðsett í Reykjanesbæ. Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 70 - 90 fermetrar. Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar í rafræna útboðskerfinu TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/. Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulag þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, afhendingatíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum. Fyrirspurnir varðandi verkefni 21437 skulu sendar rafrænt í gegnum útboðskerfið TendSign og verða svör birt þar. Fyrirspurnarfrestur rennur út fimmtudaginn 10. júní en svarfrestur er til og með 14. júní 2021. Leigutilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en kl. 12:00, miðvikudaginn 16. júní 2021. Tilboð verða opnuð kl. 13:00 sama dag. Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a-liður, 1. mgr. 11. gr. laganna. Sjá nánar á www.utbodsvefur.is Hvalsneskirkja -Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Sandgerðiskirkju, safnaðarheimili, mánudaginn 7. júní kl. 17.00. Sóknarnefnd. Keilir og Háskóli Íslands bjóða nú í annað sinn upp á fag- háskólanám í leikskólafræðum fyrir starfsfólk leikskóla á Suðurnesjum. Um er að ræða starfstengt og hagnýtt nám á háskólastigi. Námið er sett upp sem 60 ECTS einingar og skilgreint sem nám með vinnu og er áætlað að það taki tvö ár. Stefnt er að því að námið hefjist í byrjun september næstkomandi og fara umsóknir fram á vef Háskóla Íslands. Umsóknarfrestur er til 12. júní. Hagnýtt, atvinnutengt nám Um er að ræða hagnýtt, atvinnu- tengt nám á háskólastigi sem lýkur með veitingu sérstaks próf- skírteinis. Námið veitir haldgóða þekkingu á starfi með börnum í leikskólum og hentar einkum þeim sem hafa starfað sem leið- beinendur í leikskólum og hyggjast bæta við hæfni sína og/eða hefja leikskólakennaranám. Nemendur munu fá námseiningar metnar sæki þeir um áframhaldandi nám í leikskólafræðum við Háskóla Ís- lands. Fyrra árið fer námið fram í Keili og verður skipulagt sem sveigjan- legt nám með starfi. Kennarar í leikskólakennarafræðum heim- sækja nemendur í heimabyggð, í húsnæði Keilis þar sem þunginn af náminu fer fram. Nemendur fara í heimsóknir á vettvang og heim- sækja einnig Menntavísindasvið Háskóla Íslands í Stakkahlíð, sem ber faglega ábyrgð á náminu. Seinna árið verða nemendur hluti af leikskólakennaranema- hópnum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, kennslan fer þá fram í húsnæði Menntvísindasviðs en einnig geta nemendur stundað námið í fjarfundi frá Keili. Fagháskólanám í leik- skólafræðum kennt í annað sinn við Keili Guðný Margrét Jóns- dóttir hóf nám í leik- skólafræðum ef t i r ábendingu frá leik- skólastjóranum við leik- skólann sem hún hefur starfað hjá í þrjú ár. Segir hún námið henta vel með fullri vinnu og ung börn á heimilinu. Guðný segir leikskólastjóra og samstarfsfólk hafa sýnt mikinn stuðning og viljað fylgjast með náminu. Guðný segist hlakka til að halda áfram að bæta við þekkingu sína á starfinu með hverri önninni. „Þetta nám er frábært fyrir alla þá sem hafa ekki verið í skóla lengi og þora ekki að byrja í námi eftir langa pásu. Það er vel haldið utan um fólkið í náminu og auðvelt að fá skjót svör frá kennurum og námsráð- gjöfum. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á að vinna með börnum að sækja um í Fagháskólanám í leik- skólafræðum. Guðríður Sæmunds- dóttir, nemandi á fyrsta ári í fagháskóla- námi í leikskólafræðum segist lengi hafa velt háskólanámi á sviðinu fyrir sér en alltaf hafa miklað það fyrir sér. Hún hafi að endingu látið slag standa og sér ekki eftir þeirra ákvörðun. Hún segir námið hafa nýst sér vel í starfi „Maður horfir allt öðruvísi á starfið, ég er stöðugt að ígrunda og reyna að gera betur. Skilningurinn á starfinu og hvað felst í því að vera leikskólakennari hefur aukist.“ Guðríður segir námsálagið temmilegt, ekki of mikið eða lítið með vinnu og rekstri á fimm manna heimili „Það hefur gengið mjög vel og eiginlega betur en ég þorði að vona. Fjöl- skyldan hefur stutt vel við mig og allir hjálpast að þegar það hefur verið álag hjá mér í náminu. Leikskólastjórar og samstarfskonur hafa einnig sýnt stuðning og það hefur mikið að segja.“ Þá segir hún skólann halda vel um nemendur „Það er stanslaust verið að huga að því hvernig við höfum það og hvort við séum nokkuð að bugast. Námsráðgjafarnir eru frábærir og alltaf tilbúnir að peppa okkur ef þess þarf.“ Frábært fyrir þau sem hafa lengi verið frá námi Aukinn skilningur á starfinu Staða skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur var nýlega auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 12. maí sl. og bárust níu umsóknir, en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst næstkomandi en það er ráð- gjafafyrirtækið Intellecta sem sér um ráðningarferlið, segir á vef Grinda- víkurbæjar. Eftirfarandi sóttu um stöðuna: Anna Björg Ingadóttir skólastjóri, Anna Kristjana Eyfjörð Egilsdóttir grunnskólakennari, Eysteinn Þór Kristinsson skólastjór, Guðlaug Er- lendsdóttir aðstoðarskólastjóri,Jó- hanna Sævarsdóttir aðstoðarskóla- stjóri, María Óladóttir deildarstjóri, Ólafía María Gunnarsdóttir verk- efnastjóri og Þórdís Sævarsdóttir grunnskólakennari. Níu sóttu um stöðu skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA 898 2222 8 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.