Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2021, Page 16

Víkurfréttir - 27.05.2021, Page 16
Sjólyst, söguhús Unu í Garði, verður formlega opnað gestum sunnudaginn 30. maí eftir gagngerar endurbætur. Húsið verður opið frá klukkan 14:00 til 16:00. Á dagskrá verða meðal annars ávörp og tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Garði. Boðið verður upp á veitingar og húsið sýnt. Húsið Sjólyst var byggt árið 1890 og seinna var byggt við það. Sjólyst þarfnaðist mikilla endurbóta þegar Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Garði tók við húsinu en eigandi þess er Suðurnesjabær. Eitt af markmiðum félagsins var að styðja við sveitarfélagið í þeim framkvæmdum sem framundan voru. Það hefur Hollvinafélagið gert og margir lagt verkefninu lið. Holl- vinafélagið sótti um styrki til verk- efnisins, ber þar helst að nefna Hús- friðunarsjóð og Uppbyggingarsjóð Suðurnesja. Fá þeir miklar þakkir fyrir veittan stuðning sem og aðrir sem stutt hafa við félagið með fram- lögum eða sjálfboðavinnu. Þann 18. nóvember 2020, á fæðingardegi Unu, var húsið til- búið. Stjórn Hollvinafélagsins hefur síðan lagt mikla vinnu í að búa húsið munum sem gefnir hafa verið eða tilheyrðu Unu á sínum tíma. Vegna sóttvarnareglna var ekki hægt að sýna húsið fyrr. Afar vel hefur tekist til með end- urgerð hússins sem er friðað. Smiðir verksins eru þeir Ásgeir Kjartansson og Bjarki Ásgeirsson. Arkitekt er Magnús Skúlason. Fá þeir miklar þakkir fyrir vel unnin störf sem og allir aðrir sem að verkinu komu. Suðurnesjabær fær ennfremur þakkir fyrir samstarfið og traustið í þessu verkefni. Í sumar verður Sjólyst opin fyrir gesti um helgar frá klukkan 14:00 til 16:00 Heitt verður á könnunni og sagan rifjuð upp. Stjórn Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst Duus Safnahús og Listasafn Reykjanesbæjar vilja bjóða til samstarfs í sumar við fólk sem ástundar myndlist. Hugmyndin er að bjóða Bíósal undir tvær myndlistarsýningar annars vegar frá 12. júní til 11. júlí og hins vegar frá 17. júlí til 22. ágúst. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sýningarpláss. Með umsókn þarf að fylgja greinargóð lýsing á þeirri sýningu sem fyrirhuguð er og ljósmynd með sýnishorni af þeim verkum sem til stendur að sýna. Margs konar listform kemur til greina svo sem málverk, grafík, teikningar, ljósmyndir, skúlptúrar o.fl. Ekki er þó gert ráð fyrir raf- rænni miðlun að þessu sinni. Notast verður við sýningakerfi Bíósalar sem eru brautir með nælonþráðum. Ekki er heimilt að negla í veggi. Val á sýnendum er í höndum Listasafns Reykjanesbæjar. Sýnendur bera sjálfir ábyrgð á sýningunni og sjá um uppsetningu með aðstoð frá Listasafni Reykjanes- bæjar. Sýnendur fylgja þeim reglum sem gilda um starfsemi í Duus Safna- húsum. Listasafnið áskilur sér rétt til að velja úr verkum sýnenda í sam- starfi við þá. Allir sem stunda myndlist af ein- hverju tagi geta sótt um en þeir sem ekki hafa sýnt í húsunum áður hafa forgang. Hópar geta einnig tekið sig saman og sótt um í einu nafni. Þá er yngra fólk einnig sérstaklega hvatt til að sækja um. Umsóknir skulu sendar í tölvu- pósti á netfangið duushus@reykja- nesbaer.is í síðasta lagi 1. júní. Í efn- islínu (subject) skal skrifa: Sumar- sýning í Bíósal. Með umsókn skal fylgja: Grein- argóð lýsing á fyrirhugaðri sýningu, svo sem hvernig verk, fjöldi, stærð, efnisinntak o.s.frv. Ljósmynd/ljós- myndir með sýnishorni af verkum. Ferilskrá umsækjanda. Má bjóða þér að sýna í Duus Safnahúsum? Formleg opnun á Sjólyst á sunnudag FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Börn í Reykjanesbæ berjast fyrir eigin réttindum Húsið Sjólyst var byggt árið 1890 og seinna var byggt við það. Sjólyst þarfnaðist mikilla endurbóta þegar Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Garði tók við húsinu en eigandi þess er Suðurnesjabær. Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu verður við Ytri-Njarðvíkur- kirkju dagana 1.– 3. júní 2021. Opið frá klukkan 16:00 til 19:00. Heitt verður á könnunni alla dagana. Ágóði blómasölunnar rennur óskiptur til líknarmála. Lionsklúbburinn Æsa hefur styrkt ýmis málefni og fært gjafir á starfs- árinu. Nýjasta verkefnið var að færa Ytri-Njarðvíkurkirkju bekk sem gestir og gangandi geta hvílt lúin bein og notið. Þetta er sjötta árið sem blómamarkaðurinn er í höndum Æsu. Það er mikil tilhlökkun hjá Æsu- konum að taka á móti Suðurnesja- mönnum sem eru í sumarblómahug- leiðingum. Föstudagskvöldið 28. maí verður Bílabíó á bílaplaninu neðan við verslunina Kóda á Hafnargötu klukkan 21:00. Þar verður Suðurnesjamönnum boðið frítt á sýningu myndar- innar „Með allt á hreinu“ sem ætti að vera mörgum tónlist- aráhugamanninum hugleikin. Með allt á hreinu er löngu orðin sígild mynd í hugum Íslendinga og alltaf gaman að sjá myndina aftur. Það eru frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem bjóða Suð- urnesjamönnum upp á frítt bílabíó og eru allir hvattir til að mæta á sínum einkabílum. Myndin verður sýnd á led-skjá svo birta hefur engin áhrif á myndgæðin og síðan er hljóð myndarinnar sent út á FM tíðni og hlusta bíógestir á tal og tónlist myndarinnar hver í sínum bíl. Allir hjartanlega velkomnir. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. MEÐ ALLT Á HREINU Bílabíó í Keflavík á föstudagskvöld Blómamarkaður við Ytri-Njarð- víkurkirkju 16 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.