Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2021, Side 19

Víkurfréttir - 27.05.2021, Side 19
Verð : Tilboð Jörðin Stóri-Hólmur er staðsett við hliðina á 18 holu golfvelli (Leiran) • Jörðin er skráð 4,7 hektari og hefur verið notuð fyrir lítinn æfingavöll, stuttan par 3 völl. • Húsið sem stendur á lóðinni er ónýtt. • Sögulegar minjar. • Fallegt útsýni. • Frábær staðsetning á Reykjanes skaganum. Stóri Hólmur 251 Garður 569 7000 | Lágmúla 4 | miklaborg.is Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar FÁIÐ UPPLÝSINGAR hjá Jason í síma 775 1515 Nánari upplýsingar veitir: Jason Kr. Ólafsson lögg. fasteignasali sími: 775 1515 jko@miklaborg.is „Við höfum ákveðið að láta betur í okkur heyra á næstu mánuðum þar sem það var ekki hægt að gera mikið á afmælisárinu 2020 en þá fögnuðu samtökin áratugsafmæli,“ segir Guð- mundur Pétursson, formaður SAR, Samtaka atvinnurekenda á Reykja- nesi en fyrsti stjórnarfundur sam- takanna eftir aðalfund var haldinn í síðustu viku. Ný fyrirtæki hafa gengið til liðs við samtökin en eins og kom fram í við- tali við Guðmund í síðasta tölublaði er eitt af markmiðum SAR að tengja saman fyrirtæki og atvinnurekendur á Reykjanesi, efla tengsl þeirra. „Við erum ekki hagsmunasamtök líkt og stéttafélög heldur er öll áhersla lögð á að fylgja eftir ýmsum mál- efnum sem tengjast atvinnulífinu á svæðinu,“ segir Guðmundur. Á stjórnarfundinum var greint frá samstarfi SAR og Víkurfrétta sem felst í kynningu á starfi samtakanna. SAR mun verða með reglulega fundi frá og með næsta hausti þar sem for- svarsfólk fyrirtækja á svæðinu mun koma og kynna starfsemi sína. Á fundinum var samþykkt að taka undir áskorun Bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar um nýja heilsugæslustöð á Suðurnesjum. „Ætlum að láta betur í okkur heyra“ Frá stjórnarfundi í SAR. Guðmundur Pétursson, formaður Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi. Rekstur Sveitarfélagsins Voga var erfiður á síðast ári. Gjöld umfram tekjur voru rúmar 170 milljónir króna, sem er afar slæm útkoma, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Hann segir að margt skýri erfiða afkomu síðasta árs. Laun og launatengd gjöld fóru talsvert fram úr áætlun á árinu og eru nú orðin um 65% af útgjöldum sveitarfélagsins. „Æskilegt er að ná þessu hlutfalli niður í a.m.k. 55% og er nú unnið hörðum höndum í að leita leiða til að hagræða þannig í rekstrinum að svo geti orðið. Tekjuhliðin fór betur en á horfðist á árinu en þó er vert að geta þess að fjárhæð tekjujöfnunarfram- lags dróst verulega saman á milli ára, sem að mestu má rekja til innbyrðis tilfærslu milli sveitarfélaga,“ segir Ásgeir í pistli sem hann skrifaði í lok síðustu viku. Bæjarstjórn hélt aukafund þann 11. maí síðastliðinn, þar sem eina verkefni fundarins var umfjöllun um ársreikning sveitarfélagsins árið 2020. Síðari umræða í bæjar- stjórn um ársreikninginn var mið- vikudaginn 26. maí en niðurstaða fundarins var ekki ljós þegar blaðið fór í prentun. Laun orðin um 65% af útgjöldum Voga Forsetahjónin Elíza og Guðni Jóhannesson kynntu sér starfsemi Lögreglunnar á Suður- nesjum sem fram fer í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Hjónin hittu starfsmenn lögreglunnar sem eru um áttatíu í flugstöðinni og sinna þar ýmsum störfum, m.a. landamæraeftirliti, smit- rakningum og fleiru tengdu Covid-19, vegabréfa- rannsóknum og fleiru. Fjömörg ný verkefni urðu til í heimsfaraldri og þakkaði forseti Íslands starfsfólki lögreglunnar fyrir þeirra mikilvægu störf. Víkurfréttir voru með í för og í Suður- nesjamagasíni vikunnar sýnum við frá þessari heimsókn forsetahjónanna til lögreglunnar í flugstöðinni. Víkurfréttir hittu líka veitinga- konuna Höllu Svansdóttur úr Grindavík og fengu söguna af því hvernig var að opna veitingastað í flugstöðinni rétt fyrir mörg áföll sem hafa dunið yfir síðustu tvö árin, með falli Wow air, vand- ræða vegna Max flugvélanna og heimsfaraldurs. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður í rúmt ár. Á myndinni eru forsetahjónin á göngu um flug- stöðina með forsvarsmönnum Lögreglunnar á Suðurnesjum. VF-mynd: pket Forsetahjónin heimsóttu flugstöðvarlögguna VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 19

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.