Víkurfréttir - 27.05.2021, Side 20
Settu saman
vinningslið!
Þessa dagana drífur fólk að til að
taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi. Ég hvet
íbúa á Suðurnesjum til að taka
þátt í að móta lista sem getur náð
góðum árangri í kosningum til Al-
þingis í haust. Öflugt lið fólks sem
getur unnið saman að frekari upp-
byggingu betra samfélags, hjálpað
íbúum Suðurkjördæmis að nýta þau
tækifæri sem gefast í kjördæminu og
lagt grunninn að bjartri framtíð unga
fólksins okkar.
Ég hef á undanförnum vikum lagt
áherslu á mikilvægi þess að einfalda
rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði til
að styrkja rekstrargrundvöll þeirra
en ekki síður til að veita ungu fólki
tækifæri á að spreyta sig á markaði
þar sem því er gert kleift að njóta
ávaxta dugnaðar síns og hugmynda-
auðgi.
Ekkert nema það besta
Þá legg ég mikið upp úr því að fólk
sjái sér hag í því að búa utan höfuð-
borgarsvæðisins en þá verða þættir
eins og samgöngur og heilbrigðismál
að vera í lagi. Það gengur ekki að ör-
yggi fólks sé sett í annað sætið hvað
rekstur skurðstofa og fæðingar-
hjálpar varðar. Auðvitað á fólk að
geta gengið að fyrsta flokks þjónustu
í heilbrigðismálum á sínu svæði, og
þá ber að líta til þess að fleiri geti
tekið þátt í að veita þá þjónustu, þótt
kostnaður sé greiddur af opinberum
aðilum. Læknar og hjúkrunarfólk vill
líka ólmt búa á landsbyggðinni eins
og við hin.
Það eru til lausnir
Umhverfismál ber að taka alvarlega
og úrlausnir í þeim efnum er hægt
að sækja í smiðju hins frjálsa mark-
aðar, rétt eins og við erum að verða
vitni að í bindingu kolefna og betri
nýtingu orku í tengslum við ýmsar
tækniframfarir. Við þurfum því alls
ekki að binda okkur í kláfa risastórra
ríkisbattería líkt og lagt hefur verið
upp með í tengslum við miðhálendis-
þjóðgarð. Valdið og valið í því máli á
heima hjá fólkinu í landinu og skipu-
lagsmálin hjá sveitarfélögunum.
Ég horfi til aukinnar þekkingar á
sviði meginatvinnugreina Íslendinga,
svo sem í sjávarútvegi, ferðaþjónustu
og landbúnaði. Með þekkingu og
þróun verða þessar stoðir íslensks
hagkerfis grunnur að uppbyggingu í
nýsköpun og eflingu hátækniiðnaðar.
Þitt er valið
Þetta er aðeins fátt eitt af því sem
þarf að gera betur þegar málefni
kjördæmisins okkar eru annars
vegar. Sterkur og fjölbreyttur hópur
þingmanna á að vera íbúum kjör-
dæmisins til aðstoðar til að bæta
hag okkar allra. Ég er til þjónustu
reiðubúinn, hef til þess þekkingu og
brennandi áhuga. Því bið ég þig um
stuðning í þriðja sætið í prófkjöri
sjálfstæðismanna á laugardag.
Björgvin Jóhannesson
Höfundur býður sig fram í 3. sæti
í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Suðurkjördæmi á laugardag.
Á staðnum með fólkinu
Næstkomandi laugardag, 29. maí,
verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi. Það er mikilvægt
að sjálfstæðismenn og stuðnings-
menn flokksins og frambjóðenda
fjölmenni í prófkjörið og geri það
eins glæsilegt og kostur er. Hópur
frambjóðenda sem endurspeglar
fjölbreytileika kjördæmisins, ungir
og reyndir, konur og karlar, er í fram-
boði. Fólk sem er tilbúið að leiða lista
Sjálfstæðisflokksins til stórsigurs í
næstu Alþingiskosningum 25. sept-
ember næstkomandi.
Eins og í þingmannsstarfinu hef ég
lagt mig fram um að tengjast fram-
bjóðendum í prófkjörinu eins og ég
hef tengst íbúum í Suðurkjördæmi
þau níu ár sem ég hef setið á þingi.
Ég býð mig fram í 2. sætið á list-
anum. Ég mun áfram standa á mínu
og vera óhræddur að segja mína
skoðun. Það eru margir mér þakk-
látir fyrir að hafa verið eini þing-
maðurinn sem var á móti þátttöku
Íslands í viðskiptabanni á Rússland
og hafði alvarlegar afleiðingar fyrir
útflutning á lambakjöti og fiski til
Rússlands. Fyrir að hafa greitt at-
kvæði á móti Orkupakka III, staðið
vaktina í málefnum hælisleitenda og
sagt eitt stórt NEI við Miðhálendis-
þjóðgarði og þora að segja það sem
aðrir þora ekki.
Á Alþingi hef ég látið atvinnu
og velferðarmál mig mestu varða.
Mín pólitíska sýn birtist í grund-
vallargildum Sjálfstæðisflokksins,
frelsi einstaklingsins og stétt með
stétt. Með auknu frelsi er það líka
mikilvægt hlutverk okkar að verja
þá sem minna mega sín, fíkla og
sjúka. Aðgengi fyrir alla að heil-
brigðisþjónustu, fæðingarþjónustu
og sjálfsákvörð-
unarrétt fjölskyld-
unnar hvar sem
er á landinu til að
hafa val um heilsu-
gæsluþjónustu.
Öflugt atvinnulíf
og fjölbreytt vel
launuð störf eru forsenda fyrir góðri
afkomu heimilanna. Lágir skattar og
álögur eru því forsenda blómlegs at-
vinnulífs og aukins kaupmáttar. Full-
veldi landsins byggir á yfirráðum yfir
auðlindum þess og við stöndum
vörð um afkomu bænda og veljum
Íslenskt.
Ég óska því eftir stuðningi ykkar í
2. sætið og ég verð áfram á staðnum
fyrir fólkið.
Ásmundur Friðriksson,
alþingismaður.
Matur
Heimurinn er á krossgötum. Með nú-
verandi aðferðum við matvælafram-
leiðslu er gengið of nærri mörgum
helstu auðlindum okkar. Nýtingin er
ekki sjálfbær á heimsvísu. Því hefur
verið spáð að á næstu 40 árum þurfi
mannkynið að framleiða jafnmikið
af mat og það hefur gert seinustu
8.000 árin. Á sama tíma er þekkt að
matvælavinnsla er ábyrg fyrir losun
um 30% af gróðurhúsalofttegundum
(allir einkabílar í heiminum losa um
2%). Við Íslendingar, með okkar
miklu hreinu auðlindir, eigum ekki
bara tækifæri hvað þetta varðar,
okkur ber hreinlega skylda að stíga
fast fram.
Ísland hefur í gegnum tíðina
haft sterka stöðu hvað varðar mat-
vælaframleiðslu. Þar skipta sjávar-
útvegur og landbúnaður miklu
enda standa þær greinar undir 7%
af vergri landsframleiðslu sem er
næstum helmingi yfir heimsmeðal-
tali. Þrátt fyrir það höfum við dregist
langt aftur úr hinum Norðurlanda-
þjóðunum hvað varðar sjálfbærni í
matvælaframleiðslu. Við flytjum of
stóran hluta þess, sem við neytum,
inn með tilheyrandi tjóni fyrir um-
hverfið. Við ættum að vera að út-
flutningsþjóð en erum innflutnings-
þjóð.
Á yfirstandandi kjörtímabili hafa
ákveðin skref verið stigin. Matvæla-
stefnan, sem kynnt var í lok síðasta
árs, er mikilvægt stefnumótandi
plagg. Framganga íslenska sjávar-
klasans er þannig að eftir er tekið og
víða eigum við fyrirtæki og mannvit
sem um munar. Fiskeldi hefur styrkt
stöðu sína, sjávarútvegur okkar er
einn sá sterkasti í heimi og mjólkur-
geirinn hefur hafið sókn í útflutningi
bæði á hrávöru og hugviti. Garðyrkja
stendur víða sterk og framþróun
í kjötframleiðslu hefur tekið kipp.
Hvarvetna má sjá sprotana. Meira
þarf þó til, eigi árangur að nást.
Ábyrgð stjórnvalda er hér rík.
Kjörnir fulltrúar þurfa að skapa
þessari mikilvægu
grein tækifæri til
vaxtar í stað þess
að þvælast fyrir
góðum verkum með íþyngjandi
regluverki og álögum. Græn orka
fallvatna og jarðvarma skapar okkur
sem þjóð einstaka stöðu. Við þurfum
að ganga langtum lengra í virkjunum
til matvælaframleiðslu, verðlag á
orku þarf að vera með þeim hætti
að virðisaukinn með fullvinnslu sé
mögulegur og framleiðendur þurfa
að fá orkuna til sín. Við þurfum
samhliða að byrja að líta á matvæla-
framleiðslu sem hátækni- og nýsköp-
unargrein sem kallar á vel menntað
vinnuafl og þekkingu. Fjölga þarf fyr-
irtækjum, efla hringrásarhagkerfið
og fullnýtingu náttúruauðlinda með
skattalegum hvata. Við eigum mörg
spor ógengin á þessari leið en hvert
spor er okkur mikilvægt og mun skila
okkur ávinningi.
Fá, ef einhver, svæði eiga meiri
tækifæri á sviði matvælaframleiðslu
en Suðurkjördæmi. Landbúnaður
er þar einstaklega sterkur, mörg
stærstu og öflugustu sjávarútvegs-
fyrirtækin eru þar. Þekkingin, mann-
auðurinn og auðlindirnar eru hvar-
vetna í þessu magnaða kjördæmi.
Hvergi á landinu er meiri nýtan-
legur jarðvarmi, hvergi er aðgengið
að fersku vatni meira, landrýmið er
mikið, útflutningshafnir einstakar,
alþjóðaflugvöllur og lengi má áfram
telja.
Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálf-
stæðismanna, meðal annars með
það að leiðarljósi að leggja lóð á þá
vogarskál að Suðurkjördæmi og Ís-
land allt verði leiðandi aðili í fram-
leiðslu á umhverfisvænum mat-
vælum. Við vitum af tækifærunum
og nú er komið að aðgerðum.
Jarl Sigurgeirsson, 4. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi.
Ég á erindi við þig
Komið er að því að sjálfstæðismenn í
Suðurkjördæmi velji frambjóðendur
sína til Alþingis í kosningunum í
haust . Nú er tækifæri til að skipa
nýja forystusveit með konu fremsta
meðal jafningja. Ég hvet flokksfólk
til að taka þátt í prófkjörinu á laugar-
daginn kemur, 29. maí, og vænti
stuðnings til að skipa fyrsta sætið á
væntanlegum D-lista í kjördæminu.
Þetta tækifæri nota ég jafnframt
til að þakka fyrir viðtökur, samtöl
og kynni af fólki og fyrirtækjum í
Suðurkjördæmi undanfarna daga
og vikur. Ég er bæði þakklát og auð-
mjúk yfir hlýju viðmóti og meðbyr
sem ég skynja að framboð mitt hafi
í prófkjörinu og oddvitasæti fram-
boðslistans þannig skipað í fram-
haldinu.
Við blasa brýn og stór verkefni á
ýmsum sviðum í kjördæminu og ekki
annað í boði en að takast á við þau.
Í hluta kjördæmisins er hlutfall at-
vinnulausra það hæsta sem mælist
á Íslandi og skrifast að stórum hluta
á veirufaraldurinn. Vonir standa hins
vegar til að þar sé loksins tekið að
birta og að ferðaþjónustan taki við
sér með tilheyrandi áhrifum á at-
vinnulífið og efnahagslífið.
Heilbrigðismál og aðbúnaður
aldraðra er sömuleiðis á margra
vörum í kjördæminu og skyldi nú
engan undra. Eyjamenn spyrja sig
til að mynda hvort stjórnvöld hafi
gert það ástand viðvarandi að konur
þurfi að fara upp á meginlandið til
að fæða börn sín með tilheyrandi
raski og útgjöldum fyrir fjölskyld-
urnar? Ástandið á Suðurnesjum er
kapítuli út af fyrir sig og óboðlegt
með öllu. Í Suðurnesjabæ er hvorki
heilsugæslustöð né hjúkrunarheimili,
í samfélagi um 3.600 íbúa! Á Suður-
nesjum eru þúsundir manna skráðir
á heilsugæslustöðvum á höfuð-
borgarsvæðinu af því eina heilsu-
gæslustöðin í heimabyggð annar ekki
nema hluta af þjónustu sem íbúarnir
ætlast til að þeir fái og hafa rétt á.
Tvennt hef ég verið spurð um
nær alls staðar á ferðum mínum um
kjördæmið og því sé ég ástæðu til
að svara því líka
hér og nú. Önnur
spurningin varðar
aðild að Evrópu-
sambandinu. Ég
er á móti inngöngu
Íslands í Evrópu-
sambandið og tel
ekki að það fari með hagsmunum
Íslands. Hin spurningin lýtur að Mið-
hálendisþjóðgarði. Ég er ekki hlynnt
þeim hugmyndum um risastóran
Miðhálendisþjóðgarð eins og lagt er
upp með í frumvarpi umhverfisráð-
herra.
Ég er stolt af því að tilheyra
Suðurkjördæmi og býð mig fram til
þjónustu fyrir það og íbúa þess með
framboði til forystusætis á fram-
boðslista Sjálfstæðismanna.
Ég brenn fyrir öflugu Suðurkjör-
dæmi – öflugu Íslandi!
Guðrún Hafsteinsdóttir
Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi.
Kjósum mann sem vill
styrkja atvinnulíf og fjölga
tækifærum á Suðurnesjum
Suðurkjördæmi er lengsta kjördæmi landsins
og fjölbreytilegt eftir því. Þar er fjölbreytt at-
vinnulíf og flestir af vinsælustu ferðamanna-
stöðum landsins. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður
þá eru margir sameiginlegir fletir og klárlega
er það vilji okkar að fá gott fólk á þing.
Ásmundur Friðriksson býður sig fram í 2.
sæti á lista í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
fyrir komandi kosningar. Það eru góðar fréttir
fyrir kjördæmið í heild sinni. Það hefur ekki farið
framhjá neinum sá mikli dugnaður sem Ásmundur
hefur sýnt þau átta ár sem hann hefur setið á þingi.
Hvort sem það er með heimsóknum, stuðningi við hin
ýmsu málefni, aðstoð við einstaklinga og fyrirtæki eða
þor við að tjá sig um hin ýmsu málefni.
Það er okkur mikil gæfa að hafa slíkann mann inni
á þingi og í raun ætti hann að vera öðrum til eftir-
breytni. Hann hefur verið ötull talsmaður fyrir Suður-
nesin og veit ég að hann mun halda áfram á þeirri
góðu braut. Með baráttu fyrir betri heilbrigðisþjón-
ustu, uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli, Helguvík og
í samgöngum.
Ég hef þekkt Ása í dágóðan tíma og það áður en
hann settist á þing. Þann tíma er ég þakklátur fyrir,
því þar hef ég fengið að sjá mann sem vill hjálpa til
og gefur mikið af sér. Ekki bara fyrir nærumhverfið,
heldur eins víða og hann getur. Það eru ekki bara þær
góðgerðarsamkomur sem hann hefur komið að því
að skipuleggja eða störf hans fyrir ákveðin
samtök sem ylja manni um hjartarætur.
heldur hvernig hann tekur á móti öllum sem
til hans leita.
Ásmundur er mannlegur og hefur gert sinn
skammt af mistökum um ævina, rétt eins og
aðrir. Hann vann sig í gegnum sína erfiðleika
með dugnaði og góðri fjölskyldu og hefur
gefið mikið af sér í framhaldi. Ég veit um
mörg dæmi þar sem hann hefur aðstoðað fólk sem til
hans hefur leitað með ýmis málefni. Jafnvel í prófkjör-
sbaráttu gefur hann sér tíma til að aðstoða meðfram-
bjóðendur sína og leggja sitt af mörkum til að skapa
góða liðsheild í prófkjörinu.
Það hefur verið gaman að fylgjast með störfum Ás-
mundar á þingi og það gladdi mjög að heyra að hann
ætlaði að halda áfram. Hann talar ekki bara um hlutina
heldur leggur hann fram tillögur í atvinnumálum og er
talsmaður öflugs atvinnulífs. Þá lætur hann verkin tala
fyrir sköpun nýrra atvinnutækifæra með því að leggja
fram frumvarp um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnes-
jalínu 2. Sem er forsenda framfara í atvinnumálum og
öryggi í raforkuafhendingu fyrir Suðurnes og íbúa hér.
Það væri okkur mikil gæfa að fá að njóta starfa hans
áfram á komandi þingi, en það gerist eingöngu ef fólk
mætir á kjörstað og kýs Ásmund Friðriksson í 2. sæti.
Eiður Ævarsson
20 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár