Víkurfréttir - 27.05.2021, Blaðsíða 21
Látum verkin tala
Núna fer að líða að kjördegi
í prófkjöri Sjálfstæðismanna
í Suðurkjördæmi.
Ég er í framboði og tel mig
hafa sýnt það í verki að mér
er annt um svæðið og tel
mig geta nýtt krafta mína
á Alþingi Íslendinga, með
ykkar umboði.
Þið þekkið mig eflaust flest í
gegnum Stopp hingað og ekki
lengra en við stofnuðum þann hóp
til að berjast fyrir tvöföldun Reykja-
nesbrautarinnar. Í dag er hópurinn
ennþá mjög virkur og með 17.000
fylgjendur. Þar erum við enn að
berjast fyrir ýmsum hagsmuna-
málum okkar Suðurnesjamanna eins
og t.d. að klára tvöföldun á Reykja-
nesbrautinni, leggja Suðurnesjalínu
2 og viljum betri heilbrigðisþjónustu
á Suðurnesjum.
Við Elsa þekkjum það af eigin
raun hversu erfitt það er að vera
ekki með öfluga heilbrigðisþjónustu.
Til dæmis þegar tvær dætur okkar
fæddust þurftum við að keyra með
látum til Reykjavíkur vegna
þess að fæðingardeildin var
í sumarfríi eða skurðstofan
lokuð.
Þetta er bara eitt dæmi
um upplifun okkar Suður-
nesjamanna af heilbrigðis-
þjónustunni. Það er ekki
boðlegt að mörg þúsund
Suðurnesjamanna skuli sjá sig
knúna til að skrá sig á heilsugæslur
í Reykjavík. Við þurfum aðra heilsu-
gæslu núna!
Allir geta tekið þátt í prófkjörinu
hjá Sjálfstæðisflokknum sem er á
laugardaginn næstkomandi. Ég bið
um ykkar stuðning og hvet ykkur
öll til að taka þátt í prófkjörinu og
hafa áhrif á það hverjir eru fulltrúar
okkar svæðis.
Látum verkin tala!
Guðbergur Reynisson
Höfundur er frambjóðandi í
þriðja sæti í prófkjöri sjálfstæðis-
manna í Suðurkjördæmi.
Vilhjálm Árnason
í fyrsta sætið!
Vilhjálmur Árnason, alþingis-
maður og varaformaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, gefur nú kost
á sér í fyrsta sæti á lista flokksins í
Suðurkjördæmi fyrir komandi al-
þingiskosningar.
Vilhjálmur er heiðarlegur og
hæfur stjórnmálamaður með
öfluga framtíðarsýn á mörgum
sviðum. Hann hefur þann kost
að geta unnið með fólki úr öllum
flokkum.
Honum er treyst í pólitíkinni,
ekki eingöngu af samflokksfólki
sínu heldur þvert á allt litróf
stjórnmálanna. Slíkur kostur er
afar mikilvægur en því miður föru-
nautur fárra er starfa í pólitík.
Eftir hverju erum við að leita
þegar horft er til framtíðarleið-
toga? Viljum við ekki öðruvísi
leiðtoga í dag? Ungan leiðtoga
sem skilur og skynjar tækifærin
sem eru framundan en jafnframt
leiðtoga sem ber sér ekki á brjóst
né lætur hátt til að ná markmiðum
sínum fram. Leiðtogi sem starfar af
dugnaði á bak við tjöldin, skapar
og finnur leiðir, hnikar málum
áfram og endanum skilar góðu
dagsverki í hús, þannig pólitíkus
er Vilhjálmur, sannur alla leið.
Vilhjálmur er búinn að sanka
að sér ómetanlegri reynslu og
þekkingu á gangverki Alþingis og
öðrum ríkisstofnunum. Það má
ekki kasta slíkri þekkingu á glæ,
hvað þá í tilfelli hæfra einstaklinga
sem enn eru ungir að árum. Ekki er
síður mikilvægt að leiðtogi okkar
sjálfstæðismanna í kjördæminu
hafi traust kjósenda sem og for-
ystunnar sem ég veit að Vilhjálmur
hefur áunnið sér með störfum
sínum á Alþingi síðastliðin níu ár.
Vilhjálmur er gríðarlega vel að sér
um málefni kjördæmisins og má
þar nefna til sögunnar nokkur mál
er varða okkur Suðurnesjamenn.
Hugmyndir Vilhjálms um fram-
kvæmdir og breytingar á heilsu-
gæslusviði eru mjög spennandi en
hann heimsótti fyrir skemmstu
fyrirtækið okkar IceMar ehf. í
Reykjanesbæ og fangaði athygli
allra á vinnustaðnum með fram-
setningu sinni á þeim baráttu-
málum sem hann stendur fyrir. Ef
þær leiðir sem Vilhjálmur hefur
unnið að á síðustu misserum verða
fetaðar þá mun vandamál á heilsu-
gæslusviði að mínu mati heyra
sögunni til hér Suðurnesjum.
Það þarf skýra framtíðarsýn í
svona stór mál, virkja þarfa krafta
fagaðila frá bæði hinu opinbera
sem og einkageiranum svo hægt
verði að tryggja framúrskarandi
þjónustu fyrir alla íbúa á svæðinu.
Við Suðurnesjamenn viljum
bætta þjónustu og er Vilhjálmur
maðurinn í verkið. Hann hefur
verið framsögumaður sjálfstæðis-
manna á Alþingi í stórum málum
er snúa að tvöföldun Reykjanes-
brautarinnar, nýja skjólgarðinum í
Njarðvík fyrir Skipasmíðastöðina,
framkvæmdir í höfnum innan
svæðisins o.s.frv.
Það er enginn að mínu viti sem
þekkir málefnin og verkefnin á
Suðurnesjum eins vel og hann.
Vilhjálmur hefur skýra fram-
tíðarsýn um hvernig Suðurnesin
geta endurheimt virðingu sína og
er áberandi hæfur til að taka að
sér ráðherraembætti. Hann hefur
allan pakkann eins og við segjum
stundum um fjölhæfa körfubolta-
menn sem geta náð langt. Eftir
að hafa starfað hnökralaust í níu
ár sem alþingismaður og þar af
í nokkur ár sem varaformaður
þingflokks sjálfstæðismanna, þá
get ég með vissu sagt – Vilhjálmur
er tilbúinn og hann mun ég kjósa í
fyrsta sætið.
Gunnar Örlygsson
Höfundur er fyrrverandi al-
þingismaður
og framkvæmdastjóri IceMar
ehf. í Reykjanesbæ.
Einnig birt á www.naudungarsolur.is
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eign verður háð á skrifstofu sýslu-
manns, Vatnsnesvegi 33, Keflavík,
sem hér segir:
BJÖRGVIN, GK, Gullbringusýsla,
(FISKISKIP), fnr. 2209, þingl. eig.
Útgerðarfélagið Dolli ehf., gerðar-
beiðandi Arion banki hf., þriðju-
daginn 1. júní nk. kl. 09:00.
Framhald uppboðs á eftirfar-
andi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Bogabraut 18, Sandgerði, fnr.
228-7281, þingl. eig. Sunna Rós
Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðandi
Guðrún Ólafsdóttir Boyd, þriðju-
daginn 1. júní nk. kl. 09:30.
Þórustígur 32, Njarðvík, fnr. 209-
4225, þingl. eig. Didzis Gaters,
gerðarbeiðendur Reykjanesbær
og TM hf., þriðjudaginn 1. júní nk.
kl. 10:00.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-
0531, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5
ehf., gerðarbeiðandi Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 1.
júní nk. kl. 10:20.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr.
232-0532, þingl. eig. Vatnsnes-
vegur 5 ehf., gerðarbeiðendur
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
og Skatturinn, þriðjudaginn 1. júní
nk. kl. 10:23.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr.
232-0533, þingl. eig. Vatnsnes-
vegur 5 ehf., gerðarbeiðendur
Reykjanesbær og Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun og Skatturinn,
þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 10:26.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr.
232-0534, þingl. eig. Vatnsnes-
vegur 5 ehf., gerðarbeiðendur
Reykjanesbær og Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun og Skatturinn,
þriðjudaginn 1. júní nk. kl. 10:29.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr.
232-0535, þingl. eig. Vatnsnes-
vegur 5 ehf., gerðarbeiðendur
Reykjanesbær og Vörður trygg-
ingar hf. og Húsnæðis- og mann-
virkjastofnun, þriðjudaginn 1. júní
nk. kl. 10:32.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr.
232-0536, þingl. eig. Vatnsnes-
vegur 5 ehf., gerðarbeiðendur
Reykjanesbær og Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun, þriðjudaginn
1. júní nk. kl. 10:35.
Sýslumaðurinn
á Suðurnesjum
25. maí 2021
uPPbOÐ
Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu
Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur
opnað heimasíðu, slóðin er: orlofksgk.wordpress.com,
þar sem fyrirhugaðar ferðir verða auglýstar. Einnig verða
settar inn fréttir o.þ.h.
Þær konur sem ekki hafa tölvuaðgang, eru hvattar til
að leita aðstoðar hjá vinum og vandamönnum eða kanna
með aðgang að tölvum á bókasöfnum.
Skjáskot af vef Orlofsnefndar
húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Sumarátak námsmanna - Safnfulltrúi
Sumarátak námsmanna - Verkamenn í garðyrkju
Velferðarsvið – Stuðningsfjölskyldur
Háaleitisskóli – Starfsfólk skóla
Heiðarsel – Deildarstjóri
Fræðslusvið – Sálfræðingur
Velferðarsvið – Forstöðumaður á heimili fatlaðra
Velferðarsvið – Félagsráðgjafi í fjölskylduþjónustu
Myllubakkaskóli – Þroskaþjálfi
Umsóknir í auglýst störf skulu berast
rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar,
Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt
nánari upplýsingar um auglýst störf.
Viltu halda
sýningu í Duus
safnahúsum?
Duus Safnahús og Listasafn Reykjanesbæjar vilja
bjóða til samstarfs í sumar við fólk sem ástundar
myndlist. Hugmyndin er að bjóða Bíósal undir
tvær myndlistarsýningar.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um
sýningarpláss.Umsóknarfrestur til 1. júní.
Nánari upplýsingar má finna í tilkynningum
á vef Reykjanesbæjar
SKil á aÐSENdu EFNi
Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birt-
ist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir
hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 21