Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.2021, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 27.05.2021, Blaðsíða 23
Deiliskipulag í Reykjanesbæ Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftirfarandi tillögu að breytingu á skipulagi: Kirkjuvegur 8 Breyting á deiliskipulagi svæði A (gamli bærinn), kirkjuvegur 8, Reykjanesbær. Breytingin felst í að lóðinni Kirkjuvegi 8 er skipt upp í tvær lóðir undir húsin sem nú standa við Hafnargötu 22 og 24 Reykjanesbæ í samræmi við uppdrátt JeES arkitekta dags. 14.04.2021. Tillögurnar eru til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar frá og með 27. maí 2021 til 12. júlí 2021. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. júlí 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is Reykjanesbær, 26. maí 2021. Skipulagsfulltrúi. Minningarsjóði Ölla bárust góðar gjafir á fertugasta afmælisdegi Ölla Minningarsjóði Ölla bárust góðar gjafir síðasta föstudag, á afmælisdegi Örlygs Arons, en Ölli, eins og hann var kallaður, hefði orðið fertugur þann dag hefði hann lifað. Nýstofnaður samfélagssjóður HS Orku færði sjóðnum eina milljón króna og er þetta fyrsta styrk- veiting þess sjóðs. Með styrknum vill HS Orka leggja sitt af mörkum til íþróttaiðkunar barna og heiðra það góða starf sem sjóðurinn hefur unnið fyrir börn undanfarin ár. Það var samfélagsráð HS Orku sem af- henti styrkinn með þau Sigurð Markús Grétarsson, Petru Lind Ein- arsdóttur og Jóhann Snorra Sigur- bergsson í farabroddi. Eigendur Icemar, þau Gunnar Örlygsson, frændi Ölla, og Guðrún Hildur Jóhannsdóttir, færðu sjóðnum einnig eina milljón króna. Með gjöf- inni vilja þau leggja sitt af mörkum til að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónar- manna og um leið heiðra minningu Ölla sem gaf mikið af sér til allra sem voru honum samferða á hans stutta lífsskeiði. Erna Agnarsdóttir, amma Ölla, og Guðrún Hildur Jóhannsdóttir, eigandi Icemar, afhentu gjöfina. Það hefur skapast hefð fyrir því hjá Minningarsjóði Ölla að börn taki á móti gjöfum til sjóðsins enda eru það börn sem njóta góðs af. Í þetta sinn tóku þau Kristín Arna Gunn- arsdóttir, Stefán Logi Agnarsson, Berglind Rún Sigurðardóttir, Jó- hanna Valdís Branger og Oddur Óðinn Birgisson við gjöfunum sem sérstakir sendifulltrúar sjóðsins. Þau eru öll frændsystkini Ölla og tóku stolt á móti þessum veglegu gjöfum, sem eiga án vafa eftir að koma sér vel fyrir börn á Íslandi sem þurfa á aðstoð að halda til að geta stundað sína íþrótt. Þær Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla og stofnandi sjóðsins, og María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, þakka kærlega fyrir þessar veglegu gjafir á afmælisdegi Ölla. Sjóðurinn var stofnaður árið 2013 og hefur síðan þá aðstoðað fjölda barna með greiðslum á æfingagjöldum, æf- ingabúnaði og kostnaði við æfinga- og keppnisferðir. Þær stöllur segja sífellt fleiri leita til sjóðsins enda er hann skilvirkur og rekinn án alls kostnaðar sem þýðir að öll fjár- framlög til sjóðsins renna óskipt til barna. Þær hvetja öll þau sem þurfa á aðstoð að halda til að standa straum af kostnaði við íþróttaiðkun barna sem og öll þau sem vita af börnum sem þurfa á aðstoð að halda, að setja sig í samband við sjóðinn en hægt er að sækja um styrki á heimasíðunni minningarsjodurolla.is. Erna Agnarsdóttir, amma Ölla, og Guðrún Hildur Jóhannsdóttir, eigandi Icemar, afhentu Minningarsjóði Ölla eina milljón króna í Ljónagryfjunni síðasta föstudag, á fertugasta afmælisdegi Ölla. VF-myndir: JPK Samfélagsráð HS Orku afhenti frændsystkinum Ölla gjöfina við HS Orkuvöllinn í Keflavík. Það var hörkuviðureign milli Grindavíkur og Stjörnunnar í Grindavík á mánudagskvöld þegar heimamenn tryggðu sér oddaleik í úrslita- keppni Domino's-deildar karla í körfuknattleik. Jafnræði var á með liðunum og allt stál í stál en Grindvíkingar náðu þó yfirhöndinni eftir því sem leið á leikinn. Í síðasta leikhluta sóttu Stjörnumenn hart að Grindvík- ingum en heimamenn stóðust áhlaup þeirra og héldu fjögurra til sex stiga forystu þar til í blálokin er Stjarnan minnkaði muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu og nítján sekúndur eftir á klukk- unni. Það var svo Grindavík sem tryggði sér 95:92 sigur úr víta- köstum í lokin. Grindavík og Stjarnan leika því oddaleik í Garðabænum á föstudag þar sem ræðst hvort liðið komist í undanúrslit úrslita- keppni Domino’s-deildar karla. Grindavík og Njarðvík leika til úrslita í fyrstu deild kvenna Grindavík og Njarðvík unnu einnig sínar viðureignir síðasta mánu- dagskvöld í undanúrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik og sigruðu bæði lið því allar viðureignirnar í sínum einvígjum. Það verða því Suðurnesjaliðin því berjast um sigurinn í 1. deild kvenna og fer fyrsti leikurinn fram á heimavelli Njarðvíkinga mánudaginn næstkomandi. grindvíkingar knúðu fram oddaleik M yn d: K ar fa n. is M yn d: K ar fa n. is VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.