Skessuhorn


Skessuhorn - 09.06.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 09.06.2021, Blaðsíða 6
miðVikUdAgUR 9. júNÍ 20216 Ekið á kindur SNÆFELLSNES: Ekið var á kindur á Snæfellsnesvegi, við Vindás, á fimmtudaginn í síð- ustu viku. Að sögn lögreglu er talsverð aukning í ákeyrslum á búfénað um þessar mund- ir enda stærstur hluti sauðfjár kominn af húsi en enn ekki farinn á fjall. Hvetur lögregla ökumenn til að gæta varúðar og að vera á varðbergi gagn- vart búfénaði á vegum úti. -frg Eldsneytis- dæla losnaði frá slöngu ÓLAFSVÍK: Á mánudag barst Neyðarlínu tilkynning um að eldsneytisdæla hefði losnað frá slöngu á bensínstöð í Ólafsvík. gusaðist eldsneyti yfir þann sem var að dæla á bíl og planið í kring. Það var þó aðeins eldsneytið sem var í sjálfri slöngunni því eldsneyt- isdælur eru útbúnar þannig að þær slá út ef þetta gerist. -frg Réttindalaus ökumaður VESTURLAND: Lögreglu- menn á eftirlitsferð stöðvuðu ökumann á Vesturlandsvegi á móts við Fannahlíð á laugar- dag. mældist hann á 126 kíló- metra hraða. Sekt fyrir slíkan hraðakstur er samkvæmt sekt- arreikni lögreglu 120 þúsund krónur auk punkts í ökuferils- skrá. -frg Laus hross BORGARFJ: Á sunnudag barst Neyðarlínu tilkynning um laus hross á Borgarfjarð- arbraut, við Hvanneyri. Lög- regla hafði samband við eig- endur hrossanna sem gengu í málið og komu þeim á réttan stað. -frg Brot á sóttkvíarskyldu BORGARFJ: Lögreglu- menn stöðvuðu um helgina bíl á Vesturlandsvegi, við Sel- eyri. Þegar lögreglumennirn- ir ræddu við þá sem í bílnum voru viðurkenndi einn þeirra strax að hann ætti að vera í sóttkví. Hafði hann fyrr um daginn fengið tilkynningu um sóttkvíarskyldu. Hann var þá staddur á Ísafirði. Hann ákvað að halda til síns heima í Hafn- arfirði. Í bílnum voru farþegar á unga aldri. Því var haft sam- band við barnaverndaryfirvöld auk rakningarteymisins. All- ir í bílnum voru í framhaldinu skikkaðir í sóttkví. -frg Innbrot í geymslu SKORRADALUR: Síðdeg- is á fimmtudag í síðustu viku barst Neyðarlínu tilkynning um að brotist hefði verið inn í geymsluskúr við sumarbú- stað í Skorradal. Skemmdir voru unnar á hurð og vegg og Weber grill tekið en gaskútur skilinn eftir. málið er í rann- sókn. -frg Tveir teknir á 134 SNÆFELLSNES: Síðdeg- is á mánudag í síðustu viku var ökumaður stöðvaður á Snæfellsnesvegi. Hraði hans mældist 134 kílómetrar á klukkustund. Ökumaður- inn þarf að greiða 120 þús- und krónur í sekt auk tveggja punkta í ökuferilsskrá. Þá var annar ökumaður tekinn á sama hraða á Vesturlands- vegi og hlýtur sömu refs- ingu. Að sögn lögreglu er of hraður akstur algengur um þessari mundir og auk þess mælast hærri hraðatölur en í meðalári. -frg Fullur ökumaður ÓLAFSVÍK: Lögreglu- menn í hefðbundnu um- ferðareftirliti stöðvuðu öku- mann síðastliðinn laugardag, rétt eftir hádegi, í Ólafsvík. Blés ökumaður yfir mörkum og er grunaður um ölvun- arakstur. Ökumaðurinn var handtekinn og fór mál hans í hefðbundið ferli. -frg Hraðakstur á Stykkishólms- vegi SNÆFELLSNES: Lög- reglumenn stöðvuðu öku- mann á Stykkihólmsvegi á móts við gríshól á mánudag. mældist ökumaðurinn á 123 kílómetra hraða en leyfileg- ur hraði á þessum kafla eru 90 kílómetrar. Sekt fyrir slíkt brot samkvæmt sektarreikni lögreglunnar nemur 80 þús- und krónum auk eins punkts í ökuferilsskrá. -frg. út er komin hjá Hafrannsókna- stofnun skýrsla um netarall sem fór fram dagana 25. mars til 27. apríl sl. Í skýrslunni eru sýndar lífmassa- vísitölur helstu fisktegunda er fást í netaralli, ásamt útbreiðslu háfiska, krabba, sjófugla og sjávarspendýra. Einnig er fjallað um merkingar á hrygningarþorski sem fram hafa farið í netaralli síðustu tvö ár og gerð grein fyrir fyrstu niðurstöð- um. Stofnvísitala hrygningarþorsks við Ísland hefur verið há frá árinu 2011 og náði hámarki árin 2015-2018. Hún hefur lækkað aftur síðustu tvö ár og er orðin svipuð og árið 2011. Rekja má lækkun stofn- vísitölunnar til þess að árgangur 2013 (8 ára) er lítill og minna fékkst af 9 ára fiski en undanfarin fjögur ár. Lækkun stofnvísitölu er mest í Breiðafirði og á Faxaflóa en það eru svæðin sem mest hafa lagt til hækkunar stofnvísitölu síðastliðinn áratug. Breytingar á stofnvísitölu eru mun minni á öðrum svæðum. Undanfarin ár hefur orðið aukn- ing á hrygningu þorsks fyrir suð- austan og norðan land en kantur- inn fyrir austan Eyjar sker sig áfram úr og lítið fæst af þorski þar. Ágætt samræmi er á þróun stofnvísitalna þorsks úr SmN og stofnmælingum með botnvörpu í mars og október (SmB og SmH). Einnig er sterkt samband milli aldursskiptra fjölda- vísitalna hrygningarþorsks úr SmN og fjölda eftir aldri í hrygningar- stofni skv. stofnmati, sem sýnir að netarall gefur góða mynd af stærð hrygningarstofnsins á hverjum tíma. Nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar á vef Hafró. mm Á Íslandi eru tæplega 90 tónlist- arskólar starfandi með 15 þúsund nemendur. Flestir þessir skólar taka þátt í Netnótunni, nýjum tón- listarþáttum sem unnir eru í sam- starfi við Félag kennara og stjórn- enda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra og sýndir verða á sjónvarpsstöðinni N4. Í þáttun- um gefst kostur á að skyggnast inn í starfsemi tónlistarskólanna, grasrót tónlistarsköpunar í landinu. meðal þeirra skóla sem heimsóttir verða eru Tónlistarskólinn á Akranesi og Tónlistarskólinn í Borgarnesi. Frá árinu 2010 hefur Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla lands- ins, verið haldin árlega með pompi og prakt. Árið 2020 átti hátíðin tíu ára afmæli en lítið varð úr há- tíðarhöldum vegna Covid. Í ljósi aðstæðna brugðust tónlistarskólar landsins við með síma og ipada að vopni og tóku upp eigin tónlistar- atriði. Saman eru þessi myndbönd orðin að Netnótunni, þriggja þátta sjónvarpsseríu sem sýnd verður á N4. Fyrsti þáttur fer í loftið 13. júní en í þáttunum eru myndbönd- unum sem hver þátttökuskóli útbjó heima í héraði púslað saman og sér leikarinn Vilhjálmur Bragason um að kynna atriðin. Eins og sést í þáttunum er starf tónlistarskólanna mjög fjölbreytt, tónlistarnemendur eru á öllum aldri og á öllum stigum tónlistarnámsins. mm Lækkun stofnvísitölu þorsks á Breiðafirði og í Faxaflóa Nemendur Tónlistarskóla Árnesinga. Netnótan - Tónlistarskólar landsins láta ljós sitt skína

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.