Skessuhorn - 09.06.2021, Blaðsíða 20
miðVikUdAgUR 9. júNÍ 202120
Fjölskylduskemmtun var á hafnarsvæðinu á Akranesi á sjó-
mannadaginn. dagskráin hófst með minningarstund í kirkju-
garðinum að morgni og að aflokinni messu var lagður blóm-
sveigur að styttunni á Akratorgi. Sjóbaðsfólk var með leið-
sögn á Langasandi og var svo farið í guðlaugu að henni lok-
inni. Á hafnarsvæðinu hófst dagskrá eftir hádegi með dorg-
veiðikeppni, leiktæki voru fyrir börn og hægt að skoða lif-
andi fiska, negla í spýtur og veiða plastkúlur úr körum. Árleg-
ur kappróður var og ágæt stemning á bryggjunni þrátt fyrir
skúraveður. Björgunarfélag Akraness var með ýmislegt til sýn-
is, meðal annars tæki og búnað, sett var upp línuæfing og vett-
vangsstjórnstöð. Auk dagskrár á hafnarsvæðinu var Byggða-
safnið í görðum, Akranesviti og guðlaug opin og aðgang-
ur ókeypis.
mm/ Ljósm. ki
Sjómannadagurinn á Akranesi
Að aflokinni sjómannadagsmessu í Akraneskirkju var lagður blómsveigur að styttunni á Akratorgi. Þessi ungi maður veiddi stærsta fiskinn í dorgveiðikeppninni.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir stýrir eflingarverkefni með ungu Skagafólki.
Sigurvegarar í dorgveiðikeppninni.
Lið Brekkubæjarskóla og Breiðarinnar að sigla í mark.
Bæjarskrifstofan á Akranesi átti lið í kappróðrarkeppninni
Sigurvegarar í kappróðrarkeppninni voru lið Crossfit Ægir.
Lið Brekkubæjarskóla gerir klárt fyrir róðrakeppnina. Unga fólkið gat veitt plastkúlur úr körum.
Lifandi fiskar í körum vöktu mikla athygli. Björgunarfélag Akraness var með mikinn mannskap og
búnað á hafnarsvæðinu.