Skessuhorn - 09.06.2021, Blaðsíða 23
miðVikUdAgUR 9. júNÍ 2021 23
Veiði hófst í Norðurá
í Borgarfirði síðastlið-
inn föstudag. guðna
Ágústssyni fyrrverandi
þingmanni og ráðherra
var boðið að egna flugu
fyrir þann silfraða. Ekki
leið löng stund þar til
hann var búinn að setja
í fisk og skömmu síð-
ar var 14 punda hæng-
ur kominn á land. Þetta
var jafnframt fyrsti lax-
inn sem guðni veiðir á
flugu. „mér dettur helst
í hug orðið kraftaverk,
líkt og hjá jesús forð-
um þegar hann gekk
á vatninu. Tilfinning-
in var í það minnsta
góð,“ sagði guðni þeg-
ar hann hampaði ný-
gengnum laxinum fyrir
ljósmyndara á árbakk-
anum. Á myndinni er
hann ásamt Þorsteini
Stefánssyni leiðsögu-
manni við Norðurá.
mm/ Ljósm. María
Gunnarsdóttir
kastað til bata nefnist skemmtilegt
endurhæfingarverkefni á vegum
Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna
og krabbameinsfélagsins. Um er að
ræða veiðiferð þar sem konur hittast
og fara saman að veiða og er veiði-
ferðin hluti af endurhæfingarferli
eftir meðferð við brjóstakrabba-
meini. Ferðirnar hafa gefið afar
góða raun og létt lundina svo eftir
er tekið. komin er reynsla á að ferð-
irnar hafa haft jákvæð áhrif á and-
lega uppbyggingu eftir erfiða með-
ferð.
Verkefnið hófst árið 2010 og
er hugmynd frá Bandaríkjunum,
„Casting For Recovery“ og hugs-
að sem endurhæfing fyrir konur
sem lokið hafa meðferð við brjósta-
krabbameini. Í rauninni skiptir
ekki máli hversu langur tími er síð-
an meðferðinni lauk. Tvær ferðir
voru farnar nú fyrir skömmu, báðar
í Langá á mýrum. Fyrra hollið var
dagana 30. maí - 1. júní og svo 1.- 3.
júní með þátttöku 12 kvenna. Þessi
ævintýraferð var þátttakendum að
kostnaðarlausu.
Gerast einhverjir töfrar
Blaðamaður Skessuhorns ræddi
við Auði Elísabetu jóhannsdóttur,
verkefnastjóra verkefnisins og ráð-
gjafa hjá krabbameinsfélaginu um
verkefnið. „Veiðiferðirnar hafa ver-
ið ein á hverju ári en vegna Covid
féll ferðin í fyrra niður. Við ákváð-
um því að hafa ferðirnar tvær í ár. Í
byrjun hverrar veiðiferðar fara kon-
urnar í vöðlur, fá veiðikastkennslu
og vaða síðan yfir ána og til baka.
Þær halda þrjár, fjórar í hvor aðra og
styðja þannig við hver aðra, það er
eins og þær fari yfir einhvern hjalla.
Þeim finnst þetta frábært og eru
himinlifandi.
margar af konunum hafa aldrei
farið í veiði og eru því að stíga sín
fyrstu skref. „Þetta er frábær æf-
ing fyrir brjóstvöðvann og flestar
eru með strengi eftir ferðirnar. Þá
eru sumar konurnar að tala um sína
reynslu og meðferð í fyrsta sinn og
finna fyrir þessari samkennd sem
ríkir þeirra á milli,“ segir Auður.
„Það er svo dásamlegt að sjá hvað
konurnar eru fljótar að tengjast og
deila sínum persónulegu sögum sem
næra þær bæði á líkama og sál. Það
gerast einhverjir töfrar í þessum að-
stæðum. Og þó umræðurnar snú-
ist stundum um alvarleg málefni er
hláturinn aldrei langt undan.”
Eins og áður sagði eru það Brjósta-
heill – Samhjálp kvenna, stuðnings-
og baráttuhópur kvenna sem grein-
ast með brjóstakrabbamein sem er
aðal styrktaraðili verkefnisins ásamt
krabbameinsfélaginu. Brjóstaheill
leggur til tvo til þrjá starfsmenn og
krabbameinsfélagið kostar síðan
þátttöku Auðar Elísabetar. „Stuðn-
ingur styrktaraðila skiptir höfuð-
máli til að gera þetta skemmtilega
endurhæfingarverkefni að veru-
leika. Brjóstaheill hefur leitað til
Velunnarasjóðs krabbameinsfélags-
ins með styrk til að halda þetta flotta
verkefni,“ segir Auður.
Með bleikan veiðibúnað
Veiðivöruframleiðandinn Sage er
styrktaraðili verkefnisins í Banda-
ríkjunum. „Verkefnið okkar hér á
Íslandi er það eina á Norðurlönd-
unum,“ segir Auður. „Við frétt-
um af þessu verkefni í Bandaríkj-
unum og hreinlega urðum að koma
þessu verkefni á laggirnar hér í okk-
ar fallega veiðiumhverfi og að eign-
ast svona bleikar stangir. Fyrirtækið
framleiðir sérstaklega búnað vegna
þessa verkefnis. Það eru bleikar
stangir, veiðihjól og girni og jafn-
vel taskan undir búnaðinn er bleik.
Leiðsögumenn sem við höfum haft
hafa verið að missa sig yfir stöngun-
um, verða hissa fyrst en síðan ótrú-
lega ánægðir með þær.“ Þannig
það er ekki ekki skrýtið að er bleikt
þema út í eitt í þessum ferðum.
maría í Veiðihorninu hefur ver-
ið aðstandendum verkefnisins afar
hjálpleg við að útvega Sage stang-
irnar. „Í dag eigum við fjórar bleik-
ar stangir og sex venjulegar stangir.
Tvær þessara venjulegu eyðilögð-
ust reyndar í síðustu veiðiferðun-
um og því vantar okkur fleiri stang-
ir. draumurinn er að eignast fleiri
bleikar stangir. Það er hreinlega
slegist um þær í ferðunum því þetta
eru svo góðar stangir.“ Aðspurð um
hvernig fólk getur snúið sér vilji það
leggja verkefninu lið bendir Auður
á guðrúnu kristínu Svavarsdóttur
en hún er verkefnastýra verkefnisins
fyrir hönd Brjóstaheil – Samhjálpar
kvenna. frg/Ljósm. aðsendar.
Við fórum í Fiskilækjarvatn fyrir
skömmu og dóttirin landaði þrem-
ur fiskum,“ sagði Reynir m Sig-
mundsson er við spurðum frétta
af silungsveiði á svæðinu. Eftir að
hlýna tók í veðri hefur veiðin lagast
mikið víða í vötnum landsins og
fiskurinn farið að gefa sig meira.
,,Helga dís er fimm ára og land-
aði hún þremur fiskum; tveimur
urriðum og einni bleikju. Hún hef-
ur töluverðan áhuga á veiði,“ sagði
Reynir faðir hennar. Næst á dag-
skrá hjá Reyni var opnun í Blöndu
sem var síðastliðinn laugardag,
þangað sem hann fór í hópi vaskra
veiðimanna.
gb
Guðni fékk myndarlegan
hæng í Norðurá
Stórefnileg með
veiðistöngina
Helga Dís Reynis-
dóttir 5 ára með
flottan urriða.
Ljósm. rms.
Bleikar veiðistangir frá Sage.
Kastað til bata með bleikum stöngum
Kastað til bata hópurinn með bleiku stangirnar.
Í byrjun veiðiferðarinnar veður hópurinn yfir ána og til baka.
Kastað til bata hópurinn á bökkum Langár.
Auður Elísabet úti í miðri á ásamt
veiðikonu úr hópnum.