Kaupfélagsblaðið - 03.12.1980, Side 1

Kaupfélagsblaðið - 03.12.1980, Side 1
Stefnuskra samvinnuhreyfingarinnar Samvinnuhreyfingin á íslandi verður 100 ára þann 20. febrúar 1982, en þá var fyrsta kauþfélag landsins stofnað, Kauþfélag Þingeyinga, að Þverá í Laxárdal. [ tilefni af þessu afmæli er áformað að Sam- vinnuhreyfingin birti vandaða og skýra stefnuskrá. Slík stefnuskrá hefuraldrei verið tekin saman og birt í heild, þó fiest öllum hafi verið Ijós tilgangur og markmið hreyfingarinnar. Margir hafa komist vel að orði um skilgreiningu Samvinnustefnunnar, en þó fáir eins vel og Eysteinn Jónsson fyrrv. formaður Sambandsins á einu merkisafmæli Samvinnuhreyfingarinnar. Samvinnan er þjóðfélagsstefna, þjóðfélagshug- sjón, hugsjón samhyggju og samhjálpar og því andstæð skefjalausri sérhyggju. Samvinna er samtak frjálsra einstaklinga, þar sem maðurinn situr ævinlega i öndvegi, en fjár- magnið gert að þjóni. Samvinna er því andstæða ofríkis, einræðis, kúgunar og yfirgangs. Við samningu stefnuskrá Samvinnuhreyfingar- innar er margs að gæta, þar má ekki gleyma nýjum kröfum, nýs tíma. Á undanförnum árum hafa Samvinnuhreyfing- arnar á Norðurlöndum unnið mikið verk við að setja fram á einfaldan og skýran hátt hugmynda- fræði sína. Það á því vel við á 100 ára afmæli íslensku Sam- vinnuhreyfingarinnar að gefa þessa stefnuskrá út. Tekið hafa verið saman drög að stefnuskrá og send kaupfélögunum. Áformað erað haldnirverði sem flestir fundir og ráðstefnur um stefnuskrána, en síðan verði hún til umræðu á aðalfundum kaup- félaganna og aðalfundi Sambandsins. Æskilegt er að sem flestir félagsmenn kaup- félaganna leggi hönd að verki. Deildarráðsfundur Eins og félagsmönnum er kunnugt voru ný lög samþykkt fyrir félagið á síðasta aðalfundi þess í maí s.l. Meðal nýjunga í þessum lögum erstofnun deild- arráðs, en verksvið þess er skilgreint þannig í 20 gr. félagslaganna. Deildarráð er skipað deildar- stjórnum og varamönnum þeirra, kjörnum fulltrúum á aðalfundi S(S, verslunarstjórum og forstöðumönnum, endurskoðendum og aðalstjórn. Ráðið kýs sér 3 manna stjórn. Deildarráð skal vera ráðgefandi fyrir stjórnina og skulu allar tillögur þess ræddar á stjórnarfundum. Fyrsti fundur deildarráðs var haldinn 12. nóv. s.l. Kaupfélagsstjóri flutti skýrslu um reksturkaup- félagsins fyrstu 9 mánuði ársins. í máli hans kom fram að söluaukning hefur verið mikil í búðum félagsins eða rúmlega 70%. Kaupfélagsstjóri gat um ýmsar framkvæmdir og breytingar í verslunum félagsins. Hann ræddi einnig um verðlag í búðum félagsins og sagði að kaupfélaginu hefði tekist að halda niðri verðlagi, og minntist í því sambandi á verðkönnun er gerð var á vegum Fjölbrautaskól- ansen þarhefðu búðirfélagsinskomiðmjög velút með iágt vöruverð. Benedikt Jónsson skýrði frá rekstri hraðfrysti- hússins. Reksturinn er mjög erfiður fjárhagslega og mun verri en á s.l. ári, þrátt fyrir mikla fram- leiðslu, sagði Benedikt. Olíuhækkanir erlendis og mikil verðbólga væru þar aðal bölvaldurinn. Guðjón Stefánsson ræddi um áform í sambandi við byggingu vörumarkaðs. Njarðvíkurbær hefur eins og kunnugt er gefið vilyrði fyrir 10 þús. fer- metra lóð nærri bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur. Nokkrirtillöguuppdrættirvoru til sýnis á fundinum. Fjármögnun þessara framkvæmda er ennþá ekki leyst en unnið að því. Fram komu tillögur um að þarna yrði þjónustu- og verslanamiðstöð, þar sem ýmsir aðilar, aðrir en kaupfélagið gætu starfað. Sigfús Kristjánsson ræddi félags- og verslunarmálin á breiðum grundvelli. Margir fundarmanna tóku til máls og ræddu mál kaupfélagsins og hraðfrystihússins. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með útgáfu afsláttarkorta svo sem áður hefði verið og töldu æskilegt að félags- menn nytu betri kjara en utanfélagsmenn. í lok fundarins var kosin stjórn deildarráðs. Kosningu hlutu: Jón Kristinsson, Sigmar Ingason og Skjöldur Þorláksson. Um 35 manns sátu fundinn sem var hinn ánægjulegasti. Kaupfélag Suðurnesja óskar öllum Suðurnesjamönnum GLEÐILEGRA JÓLA og þakkar ágæt viðskipti á árinu sem er að líða.

x

Kaupfélagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kaupfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/1570

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.