Kaupfélagsblaðið - 03.12.1980, Blaðsíða 3
OSTUR OG FITUINNIHALD
Nokkurs ruglings hefur gætt hjá fólki vegna
merkinga á osti með táknum eins og 45+, F45,30+,
H 30 o.s.frv. Sumir hafa haldið þetta vera
tegundarmerkingar eða jafnvel tákn um bragð-
styrk. Tölur þessar voru á bitapökkuðum osti og
táknuðu fituinnihald hans, miðað við þurrefni
ostsins ef allt vatn væri tekið úr honum.
Merkingar þessar snerta tæknilega framleiðslu
ostsins og eiga trúlega rót sína að rekja til þess, að
fyrrum var oft erfitt að segja fyrir um endanlegt
vatnsinnihald hans.
Nú hefur verið breytt um merkingar þannig að
prósentutala sú sem stendur á miðanum á bita-
pökkuðum osti, táknar raunverulegt fituinnihald
hans. Þessum merkingum var breytt m.a. vegna
nýrrar reglugerðar um vöruupplýsingar á
matvöru, þar sem skilgreina ber efnainnihald
vörunnar. Þessar breytingar hafa þegar verið
gerðar í nágrannalöndum okkar. Tilgangurinn
með þessum merkjabreytingum er að segja fólki
sem réttast til um hvaða efni eru í ostinum og eyða
þeim misskilningi hjá neytendum, að tölur sem
voru áður á ostinum táknuðu fituinnihald hans
miðað við heildarmagn.
Eftirfarandi tölur eru til samanburðar:
Áður Nú:
45+ 26%
30+ 17%
20+ 11%
60+ 33%
Breytingar í Grindavík ............=□
Kauþfélagið hefur látið byggja 120 fermetra hús
á Víkurbraut 44-46 í Grindavík. Þangað verður
járnvörudeildin og fatnaðardeildin flutt um ára-
mótin. Við þessar breytingar stækkar matvöru-
búðin mikið og leysir það nokkurn vanda á meðan
kaupfélagið hefur ekki bolmagn til að hefja bygg-
ingu framtíðarhúsnæðis síns, sem rísa á nálægt
félagsheipiilinu Festi.
Aðstoðarkaupfélagsstjóri -. ~j
Þann 1. júlí s.l. tók Guðjón Stefánsson við starfi
aðstoðarkaupfélagsstjóra hjá félaginu. Hann hóf
störf hjá Kaupfélagi Suðurnesja 1958 og hefur
starfað þaróslitið síðan. Fráárinu 1963hefurhann
verið skrifstofustjóri félagsins. Guðjón hefur
starfað mikið að félagsmálum og verið í ýmsum
nefndum fyrir Keflavíkurkaupstað. Hann hefur
setið í bæjarstjórn síðan 1974.
Sláturhúsið "
Alls var slátrað í Grindavík 11.437 fjár á þessu
hausti, þar af 10.116 dilkum. Meðalvigt reyndist
vera 13,92 kg. Þyngsti dilkskrokkurinn vóg 30,1 kg.
og var eigandi hans séra Birgir Ásgeirsson á Mos-
felli. Alls voru 245 með innlegg í sláturhúsið að
þessu sinni.
Fróðleiksmolar um :=i
i næringarefnafræði
Það er ætlun þeirra, sem að þessu blaði standa
að fræða neytendur nokkuð um gildi góðrarfæðu.
Eins og allirvitaeru vítamín.eggjahvíta, kolvetni
fita og steinefni líkamanum nauðsynleg til upp-
byggingar og viðhalds. En ekki er víst að allir geri
sér Ijósa grein fyrir því í hvaða fæðutegundum hin
ýmsu lífsnauðsynlegu efni er að finna og í hvaða
miklu magni þau eru, eða hvaða þýðingu það
hefur ef skortur er á þeim.
Nú á seinni árum eru mun betri upplýsingar með
vörunni en var og eru neytendur kvattir til að lesa
vel utan á vöruna áður en þeir kaupa viðkomandi
vöru, þá eru minni líkur á að kaupa “köttinn í
sekknum".
í þessu blaði og næstu blöðum verður hinum
ýmsu næringarefnum gerð skii.
VÍTAMÍN:
Til eru að minnsta kosti tylft vítamína sem hafa
misjafnlega mikið gildi. Orðið vítamín stendur
saman af vita sem þýðir líf (latneska) og amin (sem
er köfnunarefni, en í fyrstu var talið að vítamínin
væru köfnunarefni).
Vítamínin eru líkamanum nauðsynleg vegna
þess að þau eiga þátt í efnaskiptum líkamans.
An vítamína detturvirkni hvatakerfisins niðurog
ýms efnaskiptaferli stöðvast eða ganga of hægt.
Fyrst skulum við gera A-vítamíni nokkur skil.
Dagskammtur A-vítamíns er fyrir fullorðna talin
vera 2000-4000 a.e. Börn og þungaðar konur þurfa
hlutfallslega meira. Við A-vítamínsskort koma
fram hörgulssjúkdómar, en helstu einkenni þeirra
eru þykknun og þurrkur í húð, náttblinda og í
alvarlegum tilfellum ógegnsæi glæru augans.
Þær fæðutegundir sem eru auðugar af A-
vítamíni eru egg,smjör, ostar, þorskalifur, lýsi, síld,
kálmeti og gulrætur ( gulrætur innihalda
korolin.sem er forstig A-vítamíns en þarmaslím-
húðin er fær um að breyta því í virkt A-vítamín). Þá
er mjólk auðug af A-vítamínum og hún er auðugri
af því á sumrin en á vetrum.
Dagþörf A-V samkv. alþjóðasamþykkt
WHO/FAO:
I.E. - alþj. elning
Aldun 0-6 mánaða Brjóstamjólk inniheldur þörf barnsins Mg. A-ví
6-12 mánaða 1000 0.30
1-3 ára 850 0.25
4-6 ára 1000 0.30
7-9 ára 1350 0.40
10-12 ára 1900 0.575
13-15 ára 2400 0.725
16-19 ára 2500 0.75
Sólveig Þórðardóttir
Afsláttarkort ' .zz:
í nóvember voru gefin út afsláttarkort til
félagsmanna sem giltu í sérvörubúðum félagsins
til 6. des. s.l. Nærri 500 félagsmenn hagnýttu sér
kortin og fengu þannig 10% afslátt af innkaupum
sínum.