Kaupfélagsblaðið - 03.12.1980, Page 4
Ný lög K.S.K.E=------------------ z
Á síöasta aðalfundi K.S.K. voru samþykkt ný
lög fyrir Kaupfélag Suðurnesja. Áður en
aðalfundur fékk þau til afgreiðslu höfðu þau
verið tekin til umræðu á öllum deildarfundum
félagsins á árinu og einnig á stjórnarfundum.
Samþykktir kaupfélagsins voru að mestu leyti
arfur frá fyrstu dögum samvinnustarfsins á Suður-
nesjum. En í hinum gömlu samþykktum Kaup-
félags Reykjavíkur og nágrennis varekki tjaldaðtil
einnar nætur. í þeim er að finna öll undirstöðu-
atriði og höfuðmarkmið samvinnuhreyfingarinn-
ar. Reynslan sýnir þó að samþykktir kaupgélag-
anna þurfa að þróast með félögunum. Ein grund-
vallarþreyting var gerð á samþykktunum, ef miðað
ervið upþhaflegarsamþykktirfélagsins. Þarerum
að ræða aukin áhrif starfsmanna á stjórnun fyrir-
tækisins. Skref var stigið í þessa átt, þegar
áheyrnarfulltrúi starfsmanna tók sæti á stjórnar-
fundum. Eftir breytinguna er nú hægt að kjósa
.. 3EEE7T7"........
starfsmenn í aðalstjórn, í deildarstjórnir og í stjórn
deildarráðs. Við endurskoðun samþykktanna voru
höfð til hliðsjónar lög K.S.K., lög KRON, lög um
samvinnufélög, samþykktir SÍS og samþykktir
KEA. í lögunum er að finna nokkra tugi atriða sem
kalla mætti starfslýsingu um flest er varðar
stjórnun félagsins. Reynt var að færa í fast form
ýmsar venjur sem vel hafa reynst, um fundahöld,
fulltrúakjör, kynningarstarf og fleira. Deildarfund-
ina þarf að efla, sökum þess að þeir eru opnir
öllum félagsmönnum til umræðu um málefni
félagsins. Reynt verður að hindra að fulltrúafund-
irtaki mikilsverðarákvarðanirán undangenginnar
umræðu um málið á deildarfundum. Með því móti
er hægt að gefa öllum félagsmönnum kost á að
taka þátt í að marka stefnuna í mikilsverðum
málum. ( laganefnd voru Guðjón Stefánsson,
Sigfús Kristjánsson og Sigurður Erynjólfsson.
Fræðslunefnd Kaupfélagsins
Kaupfélögin eru nú flest meðfræðslunefndirog
hafa mörg ráðið sér félagsmálafulltrúa. K.S.K.
hefur einnig skipað nefnd til að sinna
félagsmálunum og eru í henni, Sigfús Kristjáns-
son frá stjórn félagsins, Skjöldur Þorláksson frá
starfsmannafélaginu og Sólveig Þórðardóttir, en
hún hefur undanfarin ár tekið virkan þátt í fundum
félagsins og verið fulltrúi þess á aðalfundum SÍS.
Fræðslunefndinni hefur verið markað starfssvið,
þar sem henni er ætlað í samráði við stjórn
félagsins að vinna að þessum málum. Að kynna
almenningi skipulag og störf kaupfélagsins og
það hlutverk sem því er ætlað að gegna. Að koma
upp fræðslu- og kynningarfundum. Að koma á fót
vörukynningum. Að efla samvinnufræðslu meðal
starfsfólks. Að skipuleggja námskeið í sérgrein-
um tyrir starfsfólk.