Kaupfélagsblaðið - 03.12.1980, Síða 5

Kaupfélagsblaðið - 03.12.1980, Síða 5
Verðiagseftirlit Verðkannanír gefa örugga vísbendingu en eru stundum of litlar í sniðum til að gefa nákvæmar niðurstöður. Víða heyrast háværar raddir um frjálsa álagn- ingu á allar vörur Tilviljanakenndarverðhækkanir í kiölfar slíkra breytinga gætu orðið almenningi þungar I skauti. Þá verður brýn nauðsyn að opin- berir aðilar geri víðtækar og hlutlausar verðkann- anir og birti niðurstöður þeirra Þær geta þö ekki komið í staðinn fyrir vakandi eftirlit neytandans, sem ekki lætur blekkjast af skyndilegum verð- lækkunum örfárra vörutegunda, sem hafa sára-lítil áhrif á heildarverð í viðkomandi búð. Oft hefur það sannast að neytendur hafa beinan hag af að versla í kaupfélaginu. Þar við bætist að með því að skipta við samvinnufélag erum við að leggja í sjóð til komandi ára og fjölþættrar upp- byggingar. Aðaffundur = Aðalfundur Kaupfélagsins var haldinn laugardaginn 31 maí í samkomusal Gagnfræða- skólans í Keflavík. Formaður félagsstjórnar Sigfús Kristjánsson flutti skýrslu stjórnar og Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri flutti skýrslu um rekstur félags- ins. Benedikt Jónsson framkvæmdastjóri skýrði frá rekstri Hraðfrystihússins. Rekstur Kaupfélagsins gekk betur á s.i. ári, en áður þrátt fyrir erfiðleika vegna aukins fjármagns- kostnaðar og óhagstæðrar verðlagsþróunar. Verulegt tap var á rekstri Hraðfrystihússins, þó einkum á útgerð togaranna Aðalvíkur og Bergvík- ur. Talsverðar umræður urðu um framtíðarstað fyrir starfsemi Kaupfélagsins og kom fram að félagið hefði fengið úthlutað 10 þús. fermetra lóð við bæjarmörk Keflavíkur og Njarðvíkur. í stjórn félagsins var kosinn Sigurður Bryn- jólfsson í stað Ólafs Guðmundssonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs, þá var Ólafur Eggertsson kosinn 1. varamaður í stað Sigurðar Brynjólfsson- ar sem áður var varamaður. Aðrir í stjórn félagsins eru nú Sigfús Kristjánsson, formaður, Svavar Árnason, Kristinn Björnsson og Jón V. Einarsson. Fundarstjóri á fundínum var Sigmar Ingason, Njarðvík og ritarar Gunnar Árnason og Eiríkur Sigurðsson. Samþykkt var á fundinum að styrkja eftirtalda aðila með fjárframlögum kr. 100.000 hvert. Skógræktarfélag Suðurnesja, Knattspyrnu- félagið Víðir, Garði, Minnismerki sjómanna, Grindavík, Þroskahjálp á Suðurnesjum, og Lúðra- sveit í Njarðvík. Stofnuð var á s.l. ári félagsdeild í Garði með 89 félögum. Félagsmenn í Kaupfélaginu voru við síðustu áramót alls 2711.

x

Kaupfélagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kaupfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/1570

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.