Kaupfélagsblaðið - 03.12.1980, Qupperneq 6

Kaupfélagsblaðið - 03.12.1980, Qupperneq 6
Afli togaranna i frá áramótum til 2. des. s.l. Afli Bergvíkur var þá orðinn 3.261.513 kg., að skiptaverðmæti 622.600.177 kr. og bruttoverð kr. 701.963.477. Skipið var frá veiðum í 1 mánuð vegna erfiðrar fjárhagsstöðu útgerðarinnar. Skipstjóri Bergvíkur er Kristinn Gestsson. Afli Aðalvíkur var á sama tíma orðinn 2.457.640 kg. Skiptaverð 502.482.372 kr. og bruttoverð kr. 608.297.255. Af ofangreindum ástæðum auk bilana og við- gerða var skipið frá veiðum í tæpa tvo mánuði. Skipstjóri er Pétur Jóhannsson. Skipið' hefur farið þrjár söluferðir með afla sinn. Framleiðsla Hraðfrystihúss Keflavíkur á þ.á.: Freðfiskur 76.597 kassar. Saltfiskur 47.500 kg. Skreið 89.000 kg. Framleiðsla í frystihúsinu stöðvaðist í einn og hálfan mánuð s.l. sumar. Kaupfélagið 35 ára............ =n Þann 13. ágúst s.l. voru 35 ár liðin frá stofnun Kaupfélags Suðurnesja. 45 ár eru hins vegar liðin frá því að Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur stofnaði hér pöntunarfélag, er hét Pöntunarfélag V.S.F.K. Árið 1937 gerðist Pöntunarfélagið stofnandi Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis.- KRON - ásamt Pöntunarfélagi verkamanna í Reykjavík, Kaupfélagi Reykjavíkur, Pöntunarfé- lagi Hlífar í Hafnarfirði og Pöntunarfélagi Sand-' gerðis. Þetta ár þ.e. 1937 var opnuð fyrsta kaup- félagsverslunin í Keflavík að Aðalgötu 10, þar sem starfsemin var fyrstu árin, þar til 1942 að flutt var í ný húsakynni að Hafnargötu 30. Það var svo 1945 sem samþykkt varað skilja við aðalfélagið þ.e. KRON og stofna hér sjálfstætt félag, sem formlega var svo stofnað 13. ágúst 1945. Frystihúsið réði sér aðstoðar- framkvæmdarstjóra =3 Davíð Guðmundsson mun taka við starfi að- stoðarframkvæmdarstjóra hjá frystihúsinu frá næstu áramótum. Verðkönnun " .. í verðkönnun sem nemendur Fjölbrautaskólans gerðu nýlega komu verslanir Kaupfélagsins mjög vel út. Voru verslanirnar Sparkaup við Hringbraut og Hafnargötu 30 með lægst vöruverð. Jólaölið með sérstökum af slætti =i Allar matvöruverslanir Kaupfélagsins gefa sérstakan afslátt, 10%, af öli og gosdrykkjum nú fyrir jólin, ef keypt er í heilum kössum. Jólamarkaður í Njarðvíkzz: z í húsi Kaupfélagsins í Njarðvíkum, þarsem áður var mjólkurbúð, hefurverið opnaður jólamarkað- ur. Þar er á boðstólum fjölbreytt úrval af leikföng- um og jólavörum. Vinnufatadeildin - -skíðadeild Nú fyrir jólin var sett upp skíðadeild í húsnæði Vinnufatabúðarinnar við Vatnsnestorg. Eru þar á boðstólum úrval af skíðavörum, göngu- og svig- skíði, ásamt skóm og bindingum. Einnig úrval af skíðafatnaði. Hagnýtar gjafavörur í .................z czi:::::: .....:..: Skemmunni í Skemmunni hefur ekki áður verið jafn mikið úrval af gjafavörum og nú. Lögð hefur verið sérstök áhersla á smærri raftæki og aðrar hagnýt- ar gjafavörur. Aukið vöruúrval í .z.... zzd iz —~ Vefnaðarvörudeildinni í vefnaðarvörudeildinni á Hafnargötu 30, er nú fyrir þessi jól, fjölbreyttara úrval af allskonar fatnaði, en áður hefur verið. Nýjar vörureru teknar inn daglega. Kitchen Aid hrærivélin er í sérflokki. Fæst í SKEMMUNNI

x

Kaupfélagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kaupfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/1570

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.