Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Side 14

Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Side 14
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ „...Samvinnu- hreyfingin var síöan notuð til aö koma hjól- um efnahags- lífsins af staö"... Uppvaxtarárin iguröur er fæddur í Keflavík og ólst þar upp. Sem unglingur starfaði hann í kaupfélaginu og segist í snemma muna eftir sér í kaup- félaginu. „Mamma, Ragn- heiður Jónsdóttir, var deildar- stjóri í matvöruverslun KSK að Hringbraut 55 og starfaði síðar lengi með Lóu Þorkels í Vefnaðarvörudeildinni. Sjálfur vann ég um tíma í mat- vörubúðinni að Hafnargötu 62. Milli bekkja í Samvinnu- skólanum starfaði ég hins vegar sem deildarstjóri í kaup- félagsversluninni í Njarðvík, þar sem Sparisjóðurinn er nú til húsa". -Unglingsárin? „Unglingsárin mín í Keflavík voru ósköp hefðbundin. Ég var í skátunum hjá Helga S. Fé- lagastúss átti vel við mig, en íþróttir áttu ekki upp á pall- borðið hjá mér þá. Eins og Keflvfkingi sæmir fór ég í tón- listarskólann og var einnig með í stofnun skólahljóm- sveitar, og þetta var mjög skemmtilegur tími". -Hvað varð þess valdandi að þú fórst í Samvinnuskólann, en ekki einhverja aðra menntastofnun? „Ætli það hafi ekki verið þetta uppeldi sem maður fékk. Ég var alinn upp í Kaup- félaginu í Keflavík, svo það var eðlilegt framhald að Sam- vinnuskólinn varð fyrir valinu. Annars reyndi é líka að fá inn- göngu í Verslunarskólann, en þar var ég settur á biðlista, svo það lá beint við að fara í Borgarfjörðinn að Bifröst". -Hvaða nám lagðir þú stund á? „Ég var í Samvinnu- skólanum frá 1965-67 og síðan í eitt og hálft ár í starfs- námi á vegum skólans. Þetta var stjórnunarnám þar sem lögð var áhersla á að menn fengju innsýn í atvinnulífið og samvinnustarfið sem víðast. Maður ferðaðist mikið og starfaði hjá Sambandinu og kaupfélögunum. Að námi ioknu fór ég til starfa hjá Kaupfélagi Skaft- fellinga í Vík í Mýrdal. Þetta var á árunum 1969-71. Þegar störfum mínum fyrir austan lauk réð ég mig til starfa hjá skipulags- og fræðsludeild SIS. Þarna fékkst ég við versl- unarráðgjöf ásamt rekstrar- ráðgjafa frá danska sam- vinnusambandinu FDB. Það var mikið að gera og ég lærói mikið af þessu samstarfi og á ánægjulegar minniingar um þennan tíma". -Svo heldur þú utan. „Það er rétt. Ég fór til Svíþjóðar á veg- um Sambandsins og hafði þar vet- ursetu. Ég var þar í starfsnámi hjá sænska sam- vinnusamband- inu, Kooperativa Förbundet, en verslunarráðgjöf var meginatriði þessa náms. Jafn- framt tók ég bók- leg námskeið við sænska skóla og hélt reyndar áfram því námi í gegnum bréfa- skóla eftir að ég kom heim. Eftir heim- komuna varð ég forstöðu- maður verslunarráðgjafar sam- bandsins og gegndi því starfi til ársloka 1975". Til starfa í Tanzaníu „í október 1975 hélt ég utan til Tanzaníu. Ég var þarna að vinna við samnorrænt verkefni sem rekið var af ríkisstjórnum Norðurlandanna, undir stjórn þróunarstofnunar danska utanríkisráðuneytisins, Dan- ida. Vinnusvæði mitt var höfuðborgin Dar es Salaam og nágrenni. Á þessu svæði voru ýmiskonar samvinnufélög sem við að- stoðuðum. Þetta var ekki bara smásöluversl- anir, heldur einnig fiski- menn og smá- iðnaður ýmis- konar. T.d. voru í þessum fé- lögum menn sem fengust við að höggva list- muni úr fíla- beini. Einnig var það í okkar verkahring að koma upp versl- unum í stærri byggðarkjörn-um og úti á landsbyggðinni. Við settum jafnframt á fót bók- haldsskrifstofu sem annaðist bókhald fyrir mörg sam- vinnufélög á svæðinu. Tanzanía er mjög víðfermt land, um ein milljón ferkíló- metrar, og til þess að geta komið við ein- hverri fram- þróun og skapað fólki aðgang að t.d. sjúkrahúsum, skólum og ýmiskonar al- mennri þjón- ustu var á- kveðið að þétta byggðina með því að flytja fólk í ákveðna kjarna. Samvinnuhreyfingin var síðan notuð til að koma hjólum efnahagslífsins af stað", sagði Sigurður. Frá Kenya til ísafjarðar Frá Tanzaníu fór Sigurður yfir til höfuðborgar Kenya, Nairobi, til að vinna við sam- norræna verkefnið þar. „í Kenýa höfðu sam- vinnufélög framleiðenda náð að skjóta rótum, en neyt- endafélög og samvinnuverslun var sáralítil. Þarna var verkefni mitt að ákvarða hvort fýsilegt væri að setja á stofn heild- og smásöluverslun með neyslu- vörur á vegum sam- vinnufélaga. Gerð skyldi úttekt á þessu á landsvísu og skýrslu með niðurstöðum og tillögum skilað eftir eitt ár. Norður- Unglingstúlkur nota kollin til aö flytja vistir. löndin kostuðu þetta starf, en ég var í hópi tíu annarra ráð- gjafa sem tóku fyrir starfs- og stjórnunarsvið innan sam- vinnuhreyfinga rinnar.Skömmu áður en ég skilaði skýrsl- unni var mér boðið starf á öðrum stað í Kenya við sam- vinnuverkefni, en þegar kom að þvf var fjár- magninu skyndilega kippt til baka. Þá stóð mað- ur uppi og samningurinn við okkur var að renna út. Ég var í sambandi við menn heima á íslandi og innan Sam- vinnuhreyfingar-innar. Kjartan P. Kjartansson, sem þá var framkvæmdastjóri ski- pulagsdeildar sambandsins, hringdi í mig og bauð mér kaupfélagsstjórastöðu á ísafirði sem var að losna. Ég flaug til London og hitti þar Kjartan að máli og við ræddum málin. Ég tók mér nokkra daga í að hugsa þetta. Það hafði ekki verið hug- myndin hjá mér eftir að ég kæmi heim að fara út á land og einnig vissi ég að það gekk illa með rekstur kaupfélagsins á Isafirði". 14

x

Kaupfélagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kaupfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/1570

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.