Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Síða 15

Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Síða 15
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ Á sínum tíma gaf KRON búðarkassa til verslunar á Tanzaníu. Af því tilefni var myndin tekin fyrir utan eina verslun sem rekin er í samvinnustarfi. „í vatni upp aö höku“ „Reksturinn á ísafirði var erfiður þegar ég kom og allan tímann meðan ég var þar. Menn voru í vatni upp að höku alla daga. Ég réð mig sem kaupfélagsstjóra á ísafirði í tvö ár og tjáði þeim fyrir sunnan að ég lofaði ekki að vera lengur. Þetta var 1978 sem ég fór vestur og um áramótin 1979- 80 höfðu þeir hjá danska utanríkisráðuneytinu samband við mig og tjáðu mér að ákveðið hafi verið að veita fjármagni til verkefnisins í Kenya sem ég hafði lagt til í skýrslu minni að sett yrði á fót, og spurðu hvort ég vildi ekki taka þátt í verkefninu. Þar sem ég stóð á tíma- mótum, sló ég til og fluttist út að nýju og fékk til liðs við mig tvo stráka sem voru að út- skrifast úr hagfræði úr háskól- anum í Nairobi. Við ferð- uðumst mikið og komum mörgum verkefnum af stað". Markaðsráð og Samkort „Ég kom heim aftur 1983 og hóf þá störf hjá Markaðsráði Samvinnufélaganna sem þá var til, og var sam- ræmingaraðili í verslun sam- vinnufélaganna hér heima. Hjá Markaðsráði var ég til "85 er ég fór til Verslunardeildar Sambandsins og starfaði þar við hliðstæð verkefni og hjá Markaðsráði og einnig við verslunarráðgjöf. 1988 var ég ráðinn markaðsstjóri Versl- unardeildar og var þar í eitt ár, eða þar til miklar breytingar voru gerðar um áramótin "88- 89 og mér ásamt um 30 öðrum starfsmönnum Verslunar- deildar var sagt upp störfum. Við þessar breytingar var mér boðin vinna hjá Samkorti hf. til sex mánaða, en hér hef ég verið síðan", sagði Sigurður. Kvenfólkið notar Samkort Það er farið að líða að lokum þessa spjalls okkar Sigurðar, enda hefur víða verið komið við og reyndar margt annað hægt að segja og fylla margar bækur. Það var samt ekki úr vegi að fræðast lítillega um Samkort og láta það vera lokorð þessa samtals: „Útbreiðsla Samkorta er ekki mikil. Þetta eru um 4.000 kort sem eru í umferð og flest utan höfuðborgarsvæðisins. Samkort hefur annan gjald- daga en önnur greiðslukort og það hefur fólk kunnað að meta. Konur eru af stærstum hluta notendur Samkorts og þá er kortið notað sem heim- iliskort. Þess má geta að út- tektir á Samkort eru töluvert hærri en á t.d. Vísakort. Fyrir- tækjunum sem taka Samkort fer alltaf fjölgandi og nú eru það um 1.000 fyrirtæki á ís- landi sem taka kortin sem greiðslumáta", sagði Kefl- víkingurinn og heimhorna- flakkarinn Sigurður jónsson að endingu. SPURTÍ SAM- KAUP Hvernig finnst þér að versla í Samkaup? Ragna Sveinbjörnsdóttir: „Mér finnst ágætt að versla hér. Það er mjög gott vöruúrval hér og ég hugsa að verð hér sé ágætt. Innkaup geri ég tvisvar í viku, þá á ég við stórinnkaup. Ég er með það stórt heimili að ég þarf að versla oftar, en stærri innkaupin geri ég tvisvar í viku. Ég ber alltof lítið saman verð, en reyni það þó". Ástríður Sigurvinsdóttir: „Mér finnst ágætt að versla í Samkaup. Vöruúrvalið hér er mjög gott og verðið er ágætt. Það er nú upp og ofan hversu oft ég versla í viku, en oftast er það um helgar. Já, ég ber saman verð á vörum". Rósmary Aðalsteinsdóttir: „Ég versla oftast hér í Samkaup og finnst það ágætt. Vöruúrvalið er mjög gott og verðið ágætt. Innkaup geri ég tvisvar í viku og þá oftast á þriðjudögum og föstudögum. Verð á vörum ber ég yfirleitt saman". Sendum Suðurnesjabúum bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskipti liðinna ára. Samvinnubankinn Keflavík 15

x

Kaupfélagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kaupfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/1570

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.