Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 18

Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 18
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ BYRJAÐIR AÐLÆKKA VERÐÁ NAUÐSYNJA- VÖRU -rœtt við Björn Albertsson verslunarstjóra Kaupfélags Suðurnesja að Faxabraut 27 Uað hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að verslun Kaupfélags Suður- nesja að Faxabraut 27 hefur verið „tekin í gegn". Búið er að mála verslunina að utan sem að innan, auk annarra breyt- inga sem hafa verið gerðar. Kaupfélagið hefur verið rekið að Faxabraut 27 á þriðja áratug og er hún ein af fáum svo- kölluðu hverfaverslunum, sem enn eru reknar í Keflavík. Kaupfélagsblaðið ræddi við verslunarstjórann þar, Björn Albertsson, í tilefni þeirra breytinga sem gerðar hafa verið. „Ffér hefur verið breytt miklu innandyra. Við endur- nýjuðum mjólkurkælinn, auk kæia og frysta í versluninni. Gamli frystirinn var tekinn burtu en hann tók hér mikið pláss. Þá var og málað allt að utan sem að innan", sagði Björn. Eitt af því sem ekki fer fram- hjá fólki er liturinn sem máJaður var á búðina utan- dyra. Bleikur? „Það er ekki hægt að kvarta yfir því að fólk taki ekki eftir versluninni eða litnum" sagði Björn og brosti. Verðum meö tilboöspall En það var ekki aðeins að verslunin væri lagfærð, heldur verða ýmsar breytingar á þjónustu hennar einnig. „Já, við verðum hér með tilboðspall, þar sem ýmsir vöruflokkar verða boðnir á tilboðsverði. Þá erum við byrjaðir að lækka verð á brýnustu nauðsynjavörum fólks. Einnig munum við sem dæmi verða með gos- drykkjavörur á svipuðu verði og stórmarkaðarnir. Til- gangurinn er að koma til móts við okkar viðskiptavini og jafnframt að verða sam- keppnisfærari". ....yngra fólkið er farið að versla hér meira en áður. Eldra fólkið í hverfinu gerir öll sín innkaup hér á Faxabrautinni. FHverjir eru viðskiptavinir verslunarinnar hér að Faxa- braut? „Það er alls konar fólk og blandaður hópur. Mér finnst breyting hafa orðið á við- skiptahópnum á síðastliðnu ári, því yngra fólkið er farið að versla hér meir en áður. Reyndar er það svo að eldra fólkið í hverfinu gerir öll sín innkaup hér, en yngra fólkið kaupir það sem því vantar. Þessi verslun hefur sérstöðu að því leyti að hér er mikil gos- drykkja- og sælgætissala". Byrjaöi sem sendill Björn hefur starfað hjá Kaupfélagi Suðurnesja síðan 1987 og þá sem sendill fyrir- tækisins. „Eins og margir góðir menn. En síðan var mér boðið að verða verslunarstjóri í kaupfélagsversluninni að Hafnargötu 30 og þar var ég um tíma. Síðan fór ég hingað á Faxabrautina og sá um versl- unina hér um tíma, en varð síðan verslunarstjóri í Sand- gerði þar sem ég var í eitt og hálft ár. Hingað kom ég svo aftur fyrir mánuði síðan". Hvernig líkar þér að starfa í verslun? „Mjög vel. Maður hittir mikið af fólki og kynnist mörgum. Hér t.d. á Faxa- brautinni eru fastakúnnar sem maður þekkir orðið í gegnum tíðina". Hverfisbúðir, eiga þær framtíð fyrir sér í samkeppni við stórmarkaðina? „Það tel ég og hef trú á því að sú þróun sem nú er, eigi eftir að breytast á næstu árum. Það er miklu persónulegra að versla í hverfaverslun þar sem fólk þekkir viðskiptavinina og þeir þá sem starfa í versl- uninni", sagði Björn Al- bertsson verslunarstjóri að lokum. Björn Albertsson, deildarstjóri Kaupfélagsins að Faxabraut 27. 18

x

Kaupfélagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kaupfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/1570

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.