Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Qupperneq 26
aupfélag Suðurnesja
I hefur rekið verslun í
Garðinum um tæplega þriggja
ára skeið og hefur Þorbjörg
Friðriksdóttir verið deildar-
stjóri þar frá upphafi.
„Kaupfélagið byrjaði verslun
hér í Garðinum, þegar kaup-
maðurinn sem var hér áður
ákvað að hætta rekstrinum. Ég
var beðin um að taka við starfi
deildarstjóra hér, en ég starfaði
þá í Kaupfélaginu í Sandgerði
og hafði unnið þar síðan
1983/84. Annars hef ég unnið
í verslun síðan ég var fjórtán
ára og byrjaði í KRON í Kópa-
vogi.
Þekkir viöskiptavininn
og þarfir hans
Þorbjörg sagði að það væri
eldra fólkið sem héldi tryggð
við verslunina í sinni heima-
byggð, en að yngra fólkið færi
til Keflavíkur og gerði sín
helgarinnkaup þar.
„Við höfum látið keyra heim
vörum fyrir eldra fólkið því að
kostnaðarlausu. Það sem hefur
verið vandamálið við að reka
verslun hér, er að við höfum
ekki verið samkeppnishæf við
stórmarkaðina í verði. Þeir
hafa miklu hraðari og meiri
veltu og ná því að fá afslætti
sem eru betri en við fáum. Hér
verslar fólk frá degi til dags,
mjólkurvörur, brauð og annað
en fer síðan inn í Keflavík og
gerir stærri innkaupin".
í minni verslunum er þjón-
ustan persónulegri og betri að
dómi Þorbjargar. „Maður
þekkir viðskiptavinina og hans
þarfir. Ég get nefnt þér dæmi,
að það kom kona hér um dag-
inn, sem bjó áður í Hafnarfirði,
og þó svo að það væru níu ár
síðan ég sá hana síðast í versl-
un, þá þekkti ég hana aftur.
Viðskiptavinirnir verða óbeint
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ
PERSONULEGRIOG BETRI
ÞJÓNUSTA ÍLITLU
BÚÐUNUM
■segir Þorbjörg Friðriksdóttir, deildarstjóri Kaupfélags
Suðurnesja í Garði
kunningjar manns og manni
fer að þykja vænt um þá".
Erum alltaf meö vörur
á tilboðspalii
Kaupfélag Suðurnesja er
þessa dagana að fara af stað
meö átak varðandi minni
verslanir þess. Verða ýmsar
vörur settar á tilboðsverð og
álagning lækkuð á öðrum.
„Við vonum að fólk taki eftir
þessum breytingum. Dreifibréf
hefur verið sent í öll hús í
Sandgerði og Garði um vörur
sem við erum með á
tilboósverði. Um er að ræða
bökunarvörur. Síðan munu
aðrar vörutegundir, sem mikið
eru notaðar af fólki fyrir jólin,
verða á jólatilboði".
Kom einnig fram hjá
Þorbjörgu, að hjá Kaup-
félaginu væri alltaf f gangi
tilboð á vörutegundum á sér-
stökum tilboðspalli.
„Ég vona að Garðmenn taki
eftir þeim tilboðum sem vió
veróum með og sjái sér hag í
að koma hingað", sagði
Þorbjörg Friðriksdóttir að
lokum.
Birgir
hafði
ekki
undan
í haust bauð Samkaup
lambakjöt í heilum skrokkum
frá árinu 1989 á útsöluverði.
Mikii viðbrögð urðu þegar
þetta var auglýst og hafði
Birgir Scheving og hans fólk
í Kjötsel ekki undan við að
saga niður útsöluskrokkana
fyrir fólk. Að sögn Gylfa
Kristinssonar, verslunar-
stjóra í Samkaup seldust um
200 skrokkar á innan við
tveimur vikum.
Birgir Scheving í Kjötsel og
hans starfsfólk hefur haft í nógu
að snúast á þessu ári. Kjötsel
afgreiðir kjöt til margra ver-
slana og veitingastaða og að
sjálfsögðu til Samkaups og
kaupfélagsverslana. Á myn-
dinni má sjá Birgi við sögina
þegar útsöluskrokkarnir hrein-
lega „flugu út".
26