Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 27

Kaupfélagsblaðið - 01.12.1990, Blaðsíða 27
KAUPFÉLAGSBLAÐIÐ Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja: Bjartsýni eftir gott ár Aðaltundur Kaupfélags Suð- urnesja var haldinn í Sam- komuhúsinu í Sandgerði laug- ardaginn 10. mars. I ræðu for- manns, Magnúsar Haraldssonar, kom m.a. fram að afkoman á árinu 1989 var mun betri en árið á undan eða hagnaður kr. 7.4 millj- ónir, en árið 1988 var tap félagsins um 14 milljónir króna. Þrátt fyrir þessa bættu afkomu vantar nokkuð á að tap fyrri ára hafi unnist upp. Einnig kom fram að hagnaður af sölu eigna var svipaður bæði árin. Á árinu hætti KSK öll- um verslunarrekstri í Grindavík og seldi brunarústirnar að Hafn- argötu 30 í Keflavík. Hefur verslunum félags- ins því fækkað um fjórar á þessum árum. í skýrslu kaupfélagsstjóra, Guðjóns Stefánssonar, kom fram að sala ársins að frádregnum söluskatti var rétt rúmur einn milljarður og launagreiðslur fé- lagsins um 11 5 milljónir. Veltufjárhlutfall hefur heldur batnað eða farið úr 0.98 í 1.01. Almennt ríkti nokkur bjartsýni yfir þessum upplýsingum á fundinum þó Ijóst sé að ýtrustu varkárni og aðhalds sé þörf, nú sem endranær. Að loknum skýrslum for- manns og kaupfélagsstjóra flutti Ingólfur Falsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Keflavíkur hf., skýrslu. í umræðum um hana gætti ekki sömu bjartsýni og höfðu fundarmenn miklar áhyggjur af þeirri óheillavæn- legu þróun sem á sér stað í sjáv- arútvegi og fiskvinnslu á Suður- nesjum. Að loknu matarhléi flutti Gunnar Hilmarsson, stjórn- arformaður Atvinnutrygginga- sjóðs, erindi er kallaðist „Atvinnutryggingasjóð- ur og Suðurnes". Að loknum umræð- um um erindi Gunnars fóru fram kosningar í stjórn félagsins. Kjörtími tveggja stjórnarmanna var útrunninn og var Magnús Haraldsson endurkjörinn í stjórnina og Guðbjörg Ingimund- ardóttir kosin í stað Kristins heitins Björns- sonar sem átti sæti í stjórn Kaupfélagsins um langt árabil. Þá var Pét- ur Þórarinsson kosinn annar varamaður og Óskar Guðjónsson þriðji varamaður. Fundarstjórar á aðalfundinum voru Jóhann Einvarðsson og Óskar Guójónsson og ritarar Guðbjörg Ingimundardóttir og Þorbjörg Friðriksdóttir. Hvernig finnst þér að versla íSamkaup? Margrét Sigurðardóttir: „í Samkaup versla ég alltaf og þá geri ég það um helgar, vöruúrvalið hér er mjög gott. Ég rata hér á allar vörur og verð á þeim er allt í lagi." Hallbjörn Sævars: „Það er mjög gott að versla hér í Samkaupum. Vöruúr- valið er mjög gott í verslun- inni og verð á þeim þokka- legt. Það er tvisvar í viku sem verslað er inn fyrir heimilið." NÚ KRAUMAR AFTUR í POTTUNUM í SAMKAUP Heitur matur í hádeginu og á föstudagseftirmiðdögum „A la Axel" ■ Tilvalið fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga ■ Góður venjulegur heimilismatur, frá Veisluþjönustunni eins og hann 27

x

Kaupfélagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kaupfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/1570

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.