Morgunblaðið - 29.01.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021
grípa til aðgerða. „Markmið FKA er
að 40/60 hlutfalli verði náð árið 2027,
sem er ólíklegt að náist miðað við
þróunina. Markmiðasetning er ekki
næg ein og sér, aðgerðir þurfa að
fylgja henni. Það þarf hreinlega að
ráða fleiri konur til að stýra fyrir-
tækjum svo það blasir við að það eru
stjórnir fyrirtækja sem þurfa að stíga
upp. Mögulega væri gott að setja upp
sérstakt mælaborð sem fylgist ekki
bara með stöðunni hverju sinni held-
ur hversu stórt hlutfall af ráðningum
síðustu mánaða í forstjóra- og fram-
kvæmdastjórastöður eru konur.
Þannig sjáum við strax svart á hvítu í
hvaða átt okkur er að miða.“
Brynja segir að það geti verið auð-
velt fyrir þá sem sjá um að ráða í
þessar stöður að setja blinda augað
fyrir kíkinn, og láta aðra um að jafna
hlutfallið. „Við verðum að viðurkenna
að það er kynjahalli hjá þeim sem eru
að ráða. Það er erfiðara fyrir konur
að vera metnar að verðleikum í ráðn-
ingarferli en karla. Stundum þarf
bara að gefa konu séns, til að koma
þeim upp í þetta stjórnendalag. Það
er alls ekki meiri áhætta að gera það
en að gefa karli tækifæri.“
13% er augljóslega allt of lágt hlut-
fall að mati Brynju. „Það er mikil-
vægt að konur komist í stól forstjóra
og framkvæmdastjóra í stórfyrir-
tækjum, enda eru þeir stjórnendur
sýnilegastir í atvinnulífinu.“
Í greiningu Creditinfo eru sex þús-
und virk fyrirtæki lögð til grundvall-
ar, með tekjur yfir þrjátíu milljónum
króna á ári síðustu þrjú ár, að undan-
skildum eignarhaldsfélögum. Að
mestu byggist greiningin þó á þús-
und tekjuhæstu félögunum, eins og
sagði hér að framan, með 350 millj-
ónir króna í árstekjur síðustu þrjú
ár.
10% skipta um á ári
Í greiningunni er jafnvægi í kynja-
samsetningu skilgreint með þeim
hætti að jafnvægi sé uppfyllt ef ann-
að kynið er 40-60% allra fram-
kvæmdastjóra. Miðað er við að um
10% fyrirtækja skipti um fram-
kvæmdastjóra á hverju ári. Saman-
tektin leiðir í ljós að konur hafi ein-
ungis verið ráðnar sem fram-
kvæmdastjórar í um 25% tilfella á
árinu 2020. Það er þó töluvert yfir
meðaltali síðustu fimm ára sem er
20%. Þá segja gögnin að konur séu
líklegri til að taka við framkvæmda-
stjórastöðu af konum en körlum.
Í greiningunni er horft fram á veg-
inn og fram kemur að miðað við for-
sendur um að hlutfall kvenna af
framkvæmdastjórum aukist árlega í
takt við meðaltalshækkun hlutfalls-
ins síðustu 10 ár og að 10% fyrir-
tækja skipti um framkvæmdastjóra
árlega megi ekki búast við að mark-
miði Jafnvægisvogarinnar verði náð
fyrr en árið 2061.
18% konur við stýrið
Konur einungis ráðnar sem framkvæmdastjórar í um 25% tilfella á árinu 2020
Konur eru líklegri til að taka við framkvæmdastjórastöðu af konum en körlum
Jafnvægisvogin
» Samstarfsverkefni FKA, for-
sætisráðuneytisins, Sjóvár,
Deloitte, Pipar/TBWA og
Morgunblaðsins.
» Stutt við virði fjölbreytileika
og jafnvægi með auknum jöfn-
uði kynja í stjórnunarstöðum.Brynja
Baldursdóttir
Hildur
Árnadóttir
Allar atvinnugreinar
Framleiðsla
Þjónusta
Smásala og heildsala
Annað
Fjármála-, vátrygginga-
og fasteignastarfsemi
Sérfræðivinna
Landbúnaður, skóg-
rækt og sjávarútvegur
Ferðaþjónusta og
afþreying
Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn félaga
7%
9%
10%
13%
13%
16%
17%
21%
10%
27%
20%
12%
16%
18%
18%
29%
*Af alls 6.000 virkum félög-
um með tekjur yfi r 30 m.kr.
síðustu 3 ár að undan-
skildum eignarhalds-
félögum. Heimild:
Creditinfo.
13%
18%
Af 1.000 tekjuhæstu
Af 6.000 virkum félögum*
Eftir
atvinnu-
greinum
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Mikið vantar upp á að kynjajafnvægi
sé náð í framkvæmdastjórnum fyrir-
tækja á Íslandi, eins og ný samantekt
Creditinfo leiðir í ljós. Þar kemur
fram að konur eru framkvæmda-
stjórar í aðeins um 18% fyrirtækja.
Sé aðeins horft á þúsund tekjuhæstu
fyrirtækin er talan enn lægri, eða
13%. Í fyrirtækjum skráðum í kaup-
höll Íslands er staðan töluvert verri,
en þar eru eingöngu karlar við
stjórnvölinn.
Gengur hægt að jafna
Hildur Árnadóttir, formaður jafn-
vægisvogarráðs Félags kvenna í at-
vinnurekstri, FKA, segir í samtali
við Morgunblaðið að hægt gangi að
jafna kynjahallann á þessu sviði.
Hún segir að ófjárhagslegir mæli-
kvarðar eins og þessi fái sífellt meiri
athygli, og að jafnrétti sé sérstakt
markmið í heimsmarkmiðum Sam-
einuðu þjóðanna um sjálfbærni.
„Auðvitað er það enn þannig að sum
fyrirtæki höfða meira til annars
kynsins en hins, en ég held að fjöl-
breyttur hópur sé alltaf líklegri til að
skila betri rekstrarárangri en eins-
leitur,“ segir Hildur.
Bendir Hildur á að fagfjárfestar
líti í sífellt meira mæli til sjálfbærni-
markmiða við fjárfestingarákvarð-
anir sínar.
Hildur segir að mikilvægt sé að
halda umræðunni gangandi um þessi
mál, og jafnframt að fanga athygli
þeirra sem hafa með ráðningar að
gera í fyrirtækjunum.
Tölurnar tala sínu máli
Brynja Baldursdóttir fram-
kvæmdastjóri Creditinfo segir að töl-
urnar tali sínu máli. Nú þurfi að
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
Mercedes Benz C300e 4matic AMG line 2020
Erummeð glæsileg eintök af þessum stórskemmtilega bíl til sýnis og sölu.
Eknir frá 5-15 þkm. Bensín og rafmagn (plug in hybrid), drægni 50 km. Sjálfskiptir, fjórhjóladrifnir
(4matic). AMG line innan og utan. Stafrænt mælaborð, leiðsögukerfi o.fl. Nokkrir litir í boði.
VERÐ frá 7.990.000
Audi A3 E-tron Design 2018
Erummeð glæsileg eintök af þessum
vinsæla bíl til sýnis og sölu.
Eknir frá 8-31þkm. Bensín og
rafmagn (plug in hybrid),
drægni 44 km. Sjálfskiptir,
framdrifnir. Stafrænt mælaborð,
leiðsögukerfi, 18“ álfelgur o.fl.
Nokkrir litir í boði.
VERÐ frá
4.390.000
Sjón er sögu ríkari, sýningarbílar á staðnumog reynsluakstur í boði.
29. janúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.59
Sterlingspund 177.62
Kanadadalur 101.61
Dönsk króna 21.109
Norsk króna 15.019
Sænsk króna 15.525
Svissn. franki 145.92
Japanskt jen 1.2472
SDR 186.68
Evra 157.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.3328
Hrávöruverð
Gull 1846.4 ($/únsa)
Ál 2025.0 ($/tonn) LME
Hráolía 56.05 ($/fatið) Brent
● Guðmundur
Kristjánsson
stærsti eigandi Út-
gerðarfélags
Reykjavíkur, sem
fer með 34% eign-
arhlut í Brimi, hef-
ur tekið við á ný
sem forstjóri
Brims. Hann lét af
störfum sem for-
stjóri í apríl á síð-
asta ári. Síðan þá hefur enginn forstjóri
verið hjá félaginu, en Kristján Þ. Dav-
íðsson stjórnarformaður tók tímabund-
ið við verkefnum og skyldum forstjóra
eins og greint var frá í Morgunblaðinu á
sínum tíma.
„Við hjá Brimi erum ánægð með að
fá Guðmund aftur til starfa. Guð-
mundur býr yfir gríðarlegri reynslu og
hefur skýra framtíðarsýn á rekstur sjáv-
arútvegsfyrirtækja,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Guðmundur segist í sömu tilkynn-
ingu vera ánægður að vera kominn til
baka. „Ég hef nýtt tímann vel og kem
fullur krafts og tilhlökkunar til starfa.
Við höfum séð að þegar aðstæður í
efnahagslífinu verða erfiðar, eins og
síðustu misseri, er sjávarútvegur burð-
arstólpi í íslensku samfélagi og við hjá
Brimi munum leggja okkar af mörkum
til þess að svo verði áfram.“
Guðmundur aftur
ráðinn forstjóri Brims
Veiðar Guðmundur
aftur í brúnni.
STUTT
Origo hagnaðist um 408 milljónir
króna á síðasta ári, samkvæmt árs-
reikningi sem birtur var í gær.
Hagnaðurinn minnkar um ellefu
prósent á milli ára, en félagið hagn-
aðist um 456 milljónir króna árið
2019.
Tap Origo á fjórða ársfjórðungi
2020 nam 53 milljónum króna, en á
sama fjórðungi árið áður var hagn-
aður 90 milljónir króna.
Eignir Origo námu rúmum 12,4
milljörðum króna í lok tímabilsins
og uxu um fjögur prósent milli ára.
Eigið fé félagsins er sjö millj-
arðar króna og óx einnig lítillega
milli ára.
Eiginfjárhlutfall félagsins var
56,5% í árslok 2020 samanborið við
57,4% í árslok 2019.
Tekjur Origo jukust um 15% á
árinu 2020. Námu þær samtals um
17 milljörðum króna og hækkuðu
úr tæpum fimmtán milljörðum árið
2019.
Frábært samstillt átak
Jón Björnsson forstjóri Origo
segir árangur félagsins á árinu góð-
an, og að baki sé ár þar sem frá-
bært samstillt átak starfsfólks hafi
skilað góðum rekstri í viðskiptaum-
hverfi sem ekkert þeirra hefði upp-
lifað áður. „Mikill afkomubati er á
notendalausnasviði félagsins og vel
hefur tekist til að halda góðri af-
komu á hugbúnaðarsviðum þess.
Afkoma af rekstrarþjónustu er við-
unandi miðað við breytingar í um-
hverfinu en aukin stærðarhag-
kvæmni er nauðsynleg til að bæta
afkomu af slíkri þjónustu,“ segir
Jón í tilkynningunni.
Hann segir að Origo sé spennt
fyrir verkefnum 2021. Vissulega séu
óvissumerki í efnahagslífinu en
verkefnastaða félagins í hugbúnaði
sé góð og umhverfið almennt hag-
fellt fyrir fyrirtæki í upplýsinga-
tækni, hvort sem eru í þróun hug-
búnaðar eða sölu notendabúnaðar.
Origo hagnaðist
um 408 m.kr. 2020
Tekjur félagsins jukust um 15%
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hugbúnaður Hagnaður dróst sam-
an um ellefu prósent á milli ára.