Morgunblaðið - 29.01.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.2021, Blaðsíða 4
Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Norðanáhlaupið hefur kostað sitt. Þá hefur verið töluverður snjóblást- ur og vinnuvélanotkun á Vest- fjörðum, Austfjörðum og fyrir norð- an. Það er bara eðlilegt í ljósi veðurs,“ segir Bjarni Már Gauksson, verkefnisstjóri vetrarþjónustu Vegagerðinnar, um snjómoksturinn í vetur. Bjarni segir að þrátt fyrir áhlaup- ið að undanförnu hafi veturinn al- mennt verið hagstæður hvað varðar kostnað við hálkuvarnir og snjó- mokstur. Líkja megi þessum vetri við veturinn 2018-2019. Annatíminn í hálkuvörnum og snjómokstri sé yf- irleitt í janúar og febrúar. Mikill mokstur í janúar Samkvæmt áætlun átti að vera búið að aka 316.000 kílómetra á höf- uðborgarsvæðinu, austur á Selfoss og áfram í Rangárvallasýslu vegna hálkuvarna og snjóhreinsunar. Ekn- ir hafa verið um 195.000 kílómetrar eða 120.000 kílómetrum minna en áætlun gerði ráð fyrir. „Síðasti vetur var miklu þyngri og byrjaði miklu fyrr en nú með áhlaupinu 10.-12. desember 2019. Eftir það var bara harðavetur. Kostnaður vegna snjómoksturs nú er því minni en á sama tíma í fyrra. Það hefur verið töluvert mikill snjó- mokstur frá því það fór að snjóa fyr- ir alvöru nú í janúar,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjalla- byggð. Í gær og í fyrradag var blíða í Fjallabyggð, hörkufrost, bjart yfir og fínasta vetrarfærð. Í gær var vegurinn upp að skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði ruddur, eins og kemur fram hér til hliðar. Mats- menn frá Náttúruhamfaratrygg- ingu Íslands komu til að meta tjónið sem snjóflóðið olli 20. janúar. „Síðan er bara að fara að endur- byggja,“ sagði Elías. Veturinn á Akureyri hefur verið mjög snjóléttur fram að þessu sam- anborið við síðasta vetur. Umfang snjómoksturs til þessa er undir með- alári og þó nokkuð mikið minna en á sama tíma í fyrra. Tvisvar hefur snjóað í vetur svo þurft hefur að moka götur dag eftir dag. Smá skot kom í desember og svo hefur snjóað mikið síðan um helgina, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Mikið hefur verið að gera í snjómokstri undanfarna daga. Morgunblaðið/Eggert Siglufjörður Unnið var á fullu við snjómokstur í blíðuveðri í gær. Norðanáhlaupið hefur kostað sitt  Kostnaður við snjómokstur í vetur enn undir áætlunum Vegagerðarinnar 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 Jakkaföt og skyrtur Gluggatjöld og áklæði Úlpur, kápur og frakkar Rúmföt og heimilisþvottur Kjólar og blússur Servíettu- og dúkaþvottur STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 • haaleiti@bjorg.is Ert þú með allt á hreinu 2021? Við tökum vel á móti herðatrjám og endurnýtum Andrés Magnússon andres@mbl.is Áfram berast tíðindi af fólki sem er áhugasamt um þingframboð í haust. Þar koma til sögunnar bæði vara- þingmenn, fyrrverandi þingmenn og aðstoðarmenn, í sumum tilvikum er um sama fólk að ræða. Þar má nefna t.d. Róbert Marshall, fyrrv. þingmann, sem er í pólitísku starfsliði forsætisráðherra og veltir nú alvarlega fyrir sér að fara fram fyrir vinstri græn í Reykja- vík. Talið er að Sjálfstæðisflokkurinn haldi prófkjör í öllum kjördæmum, en þar er helst horft til síðustu helgar í júní í von um að veiran verði þá að mestu gengin niður. Hvíslað er um að þröngt verði á þingi á lista sjálfstæðismanna í Suð- vesturkjördæmi, því þar þurfi öflug- ar konur að fá brautargengi án hrók- eringa eftir prófkjör líkt og síðast. Þar er t.d. nefnd Halla Sigrún Mathiesen, Hafnfirðingur og for- maður SUS. Því kunni þingmenn þaðan að leita annað. Hafa sumir nefnt möguleikann á því að Jón Gunnarsson færi í Suðurkjördæmi eða Óli Björn Kárason í Norðaust- urkjördæmi þar sem oddvita vanti, en gengið er út frá því að Kristján Þór Júlíusson hætti. Þar nyrðra munu upp á síðkastið æ fleiri hafa þrýst á Ásthildi Sturludóttur, bæjar- stjóra á Akureyri, að gefa kost á sér þótt hún hafi áður tekið því ólíklega. Í Norðvesturkjördæmi hefur Har- aldur Benediktsson ekkert sagt af eða á um hug sinn, sem ekki styrkir stöðu hans, en víst er að varaformað- urinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætli sér efsta sætið þar. Í Suðurkjördæmi heyrist æ oftar að Guðrún Hafsteinsdóttir athafna- kona úr Hveragerði vilji leiða lista sjálfstæðismanna, en eins að Unnur Brá Konráðsdóttir vilji aftur á þing. Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðar- maður utanríkisráðherra er sögð vilja gefa kost á sér í Reykjavík og hinn aðstoðarmaðurinn, Borgar Þór Einarsson, er víst líka hugsi. Framboðsmál í mikilli gerjun  Sjálfstæðismenn ræða sumarprófkjör Róbert Marshall Guðrún Hafsteinsdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Rýma þurfti átta hús syðst á Siglu- firði vegna snjóflóðahættu í síðustu viku, í kjölfar snjóflóðsins sem féll á skíðasvæðinu í Skarðsdal. Snjóflóða- varnargarðar eiga að vernda húsin en sérfræðingar töldu að vegna snjó- magns væri mögulegt að garðarnir héldu ekki. Andrew Perrett býr í einu húsanna sem rýma þurfti, en hann hefur búið á Siglufirði í fjögur ár og ekki þurft að rýma hús sitt áð- ur. „Mér finnst það ekki skipta máli,“ segir Andrew, spurður hvað honum finnist um að rýma hafi þurft svæðið þrátt fyrir varnargarðana. „Ég veit að þau eru bara að passa upp á ör- yggi okkar og ég veit líka að í snjó- flóðinu á síðasta ári virkuðu varn- argarðar ekki sem skyldi,“ segir Andrew og vísar þar til snjóflóðsins sem varð á Flateyri fyrir um ári þeg- ar flóð féll á ysta húsið í bænum. Andrew kemur frá Nýja-Sjálandi en finnst veturnir á Íslandi mun skemmtilegri. „Ef við fáum snjó er það yfirleitt bara yfir eina nótt og hverfur svo næsta dag,“ segir Andrew, en spurð- ur út í kuldann bendir hann á að hann sé vissulega sá eini meðal vinnufélaga sinna í snjógalla, en þegar Morgunblaðið hitti Andrew á Siglufirði í gær var frostið nálægt 8 stigum og því raunar furðulegra að vera ekki í snjógalla við útistörf. Hreinsunarstarf á skíðasvæðinu í Skarðsdal við Siglufjörð er í fullum gangi. Snjóflóðið hreif með sér að- stöðu skíðasvæðisins. Mildi þykir að skíðalyftur svæðisins hafi sloppið við flóðið. Morgunblaðið/Eggert Fönn Snjóflóðið hreif með sér aðstöðu skíðasvæðisins í Skarðsdal. Hreinsunarstarf var í fullum gangi þar í gær. Treystir þess að ör- yggis íbúanna sé gætt  Nýsjálendingur þurfti að rýma hús vegna snjóflóðsins Á Siglufirði Andrew Perrett býr í einu húsanna sem rýma þurfti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.